Vikan


Vikan - 23.07.1964, Page 39

Vikan - 23.07.1964, Page 39
Dougherty fór að draga sig til baka að geimfarinu. Andrei Yakovlev horfði á geim- farana frá skipi sínu i nokkurri fjarlægð, og sá ljósin blika i búningum þeirra. Dougherty hreyfði hendurnar liægt hvora fram fyrir aðra, og dró þá báða hægt að Geimskip- inu. Hann bölvaði í hljóði, þegar hann komst þangað aftur: Bölv- aður asninn, ég hef gleymt að opna lúguna^fyrir aðstoðarmann- inn! Og tíminn, sem reilcnaðist ófrávikjanlega i stöðugt minnk- andi súrefni hjá Pruett, leið ó- trúlega hratt. Hann snerti liönd Pruetts, og gaf honum merki um að sleppa. Síðan kleif hann inn um opnu lúguna og lét sig svífa niður með fæturna fyrst. Á næsta augnabliki greip hann, um hjól- ið, sem stýrði hinni lúgunni, og tók að snúa því eins hratt o ghann gat. Svo þrýsti hann höndinni á lúguna, sem spratt upp. Pruett fór að færa sig að op- inu, og Dougherty sá eftir augna- blik, þegar hendur lians gripu um lúgubarminn. Svo kom hann allur í Ijós og fór að fikra sig niður i sætið. Dougherty beygði sig fram, tók um annan fót hans og lijálpaði honum til. Þegar fætur hans námu viðgólf, þrýsti Dougherty honum niður í sæt- ið og spennti beltið utan um hann. Pruett kinkaði kolli og fór að loka lúgunni, en Dougherty veif- aði hendinui til og frá og benti á linuna. Það liðu tvær mín- útur áður en honum tókst að losa línuna frá Pruett og ýta henni út um lúguna, en svo dró hann hana aftur inn sín meg- in. — Fljótur nú! Hann lokaði lúgunni og sneri snögglega handfangi í mælaborð- inu. Súrefni tók að streyma inn i geimfarið. Hann setti hitastill- inn í samband. Þeir opnuðu nú báðir and- litsgrimur sínar, og svitinn rann af þeim í stríðum straumum. Pruett losaði súrefnisflöskuna frá fætinum og hélt henni þegj- andi á lofti. Dougherty starði á mælinn og hrollur fór um hann. Súrefnisforðinn, sem eftir var, hefði dugað honum í rúma min- útu lengur. Dougherty sneri geimfarinu nú við, svo þeir gátu séð Rússan. Ljósin blikuðu þrisvar sinnum áður en þau hurfu með öllu. Geimskipin þrjú þutu enn sam- síða umhverfis jörðina. Tvö þeirra innihéldu lifandi verur, en hið þriðja var nú aðeins dauð skel. Langt í burtu sáu þeir allt í einu skæra eldsúlu, sem glóði i tíu mínútur, en livarf svo og nóttin réði aftur ríkjum. — Þetta voru hemlarakettur vinar okkar, sagði Pruett. Hann er á leiðinni heim. Jim Dougherty svaraði lágt: — Við líka.... END IR ÞAÐERU ENGINBÖRN OVELKOMIN Framhald af bls. 23. elski föður barnsins, en þar gæti sagan um refinn og súru berin verið að endurtaka sig. Hún getur verið ein af þeim ótal mörgu, sem aldrei geta trú- að því, að þær séu raunveru- lega elskaðar. Þær kjósa þvi að afneita sinni eigin ást, fremur en að þurfa að skammast sin fyrir óendurgoldna ást. BÆN UM ÁST. Barnið getur þvi verið spurn- ingin: — Elskar þú mig? Elsk- ar þú mig samt sem áður? Þegar ég á nú von á barni þínu, get- urðu þá elslcað mig? Sé svo, þá þori ég að viðurkenna, að ég elska þig. Það er elcki nema eðlilegt að fyllast skelfingu og ráðaleysi við óvelkomna þungun. En ekki er rétt að ásaka sjálfa sig og aðra, heldur spyrja sjálfa sig hvers vegna það liafi komið fyr- ir, hvað það sé, sem maður ósk- ar af lífinu fyrir sjálfa sig og barnið — þá virðist þetta ekki lengur jafn tilgangslaust og von- laust. Um leið nálgast maður svarið við því, hvað sé bezt fyrir barnið. Það má lika geta þess, að þungunin er óvelkomin, en ó- velkomin börn eru sjaldgæfur lilutur. Það uppgötva flestar til- vonandi mæður. Að minnsta kosti gera þær sér ljóst, þegar fyrstu hreyfinga barnsins verður vart. * VIKAN 30. tbl. 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.