Vikan


Vikan - 23.07.1964, Page 45

Vikan - 23.07.1964, Page 45
VOLVO TIP-TOP býður yður mestu framfarir I vöru- bifreiðum sem orðið hafa á sfðari árum VOLVO Tip Top er framleiddur í þrem stærðum: L-4751,137 ha. SAE vél, L-4851,180 ha. SAE vél, L-4951,255 ha. SEE vél. ★ 5 hraða samstilltur gírkassi 'k Tvískipt drif ★ Vökvastýri ★ Lofthemlar ★ Mótorhemill ★ Nýstárlegur neyðarhemill (handhemill) í L-4851 og L-4951 VANÐIÐ VALIÐ -VELJIÐ VOLVO winaí Sfys&hbbon li.f. ; Suðurlandsbraut 16 - Reykjavlk - Slmnefni: »Volver« - SlmL 35200 Veltihúsið 'k auðveldar viðhaldið ★ minnkar reksturs- kostnað k eykur hreinlætið sé hlýtt. Það er hins vegar ekki til að auðvelda umferð eða flýta fyrir, er lögreglumenn stöðva hrotlega bílstjóra á aðalgötum og hefja þar rökræður, i stað þess að taka viðkomandi bil- stjóra og bil með sér út í hliðar- götu. Þá er skipulag borgarinnar ekki nema að litlu leyti sniðið fyrir bilaumferð og má þar til nefna hin svonefndu hringtorg, sem verka eins og stifla í um- ferðinni, fáir vita hvaða reglur gilda um akstur þar, enda mun mála sannast, að þær séu all- mjög á reiki. Samanburður á umferð í Reykjavík og flestum borgum erlendum þar sem ég þekki til, verður höfuðborginni okkar mjög í óliag. Við erum sveita- fólk, sem einn góðan veðurdag höfum vaknað í þéttbýli, en eig- uin eftir að tileinka okkur borg- armenningu. Góð og greið um- ferð er einn þáttur þeirrar menningar. Með sífjölgandi öku- tækjum ber yfirvöldum að gera stórátak i því að koina umferð- inni i mannsæmandi horf og borgurunum að leggja sitt lóð á þá vogarskál. Fyrir 24 árum slóð til að taka liér á landi upp hægri umferð, en var illu lieilli frestað vegna komu brezkra hcrsveita þá um vorið. Nú liefur þessu máli verið lireyft á ný og er vonandi að það nái fram að ganga eftir fjögur ár. Upp úr slíkri meginbreytingu mætti um- skajia umferðarmál hér á landi, — en ef það á að takast verður að nota vel timann sem enn er til stefnu. Sv. S. PENNAVINURINN Framhald af bls. 17. í svefnherbergið sitt, lagðist fyr- ir í öllum fötunum og svaf svefni hinna réttlátu, þangað til klukk- an á arinhillunni sló sex. Það fór að dimma um sjöleytið, og jók það hræðslu hennar um allan helming. Hvað eftir annað þetta kvöld gat hún ekki að sér gert að draga tjöldin eilítið frá glugganum, sem vissi að götunni og gægjast út rétt sem snöggvast. En úti á götunni var ekkert að sjá, frekar en venjulega eftir að kvölda tók, og þó að hún hefði gert sér í hugarlund að sjá lög- regluþjóna í leyni hak við hvern runna í garðinum, kom hún þar ekki auga á neinn. Þegar hún hafði snætt kvöld- verð, fór henni að líða betur. Og um hálfníu leytið, þegar hún sat við sjónvarpsviðtækið og starði annars hugar votum augum á titrandi myndirnar á hvelfdu skyggni þess, fannst henni allt, sem á undan var gengið, eins og fjarstæðukenndur, óhugnanlegur draumur. Einmitt í sömu andrá heyrði hún eitthvert þrusk niðri í kjall- aranum. Hún spratt á fætur og lokaði fyrir sjónvarpið. Ljósið í eldhúsinu varp daufum bjarma á efstu þrep stigans, niður í kjallarann. Þangað starði hún óttastjörfum augum. Og því næst tók hún að læðast hægum, hljóðlausum skrefum fram í eldhúsið, eins og hún væri dregin þangað af annarlegum dul- arkrafti. Hún lagði við eyrun og heyrði snerlinum í kjallarahurð- inni snúið ... hurðinni var ýtt frá stöfum, hægt og hljóðlaust... og andartaki síðar starði Margar- et Lowen í þau myrkustu augu, sem hún hafði nokkru sinni fund- ið á sig horfá. Þarna stóð ungur maður frammi fyrir henni, næst- um því unglingslegur að vexti og svip, með þétt, stuttklippt ljóst hár. Engu að síður' var sem ör- væntingin magnaði andrúmsloft- ið umhverfis hann og gerði allt ótryggt, að þessi grannvaxni, fjaðurmagnaði náungi með skeggbroddana, hvasst og þunnt nefið, samanbitnu varirnar og framstæða hökuna væri til alls líklegur, mundi ekki hika við að grípa til örþrifaráða og svífast enskis, ef í það færi. Þau störðu hvort á annað nokkur andartök í þögulli tortryggni og bæði við öllu búin. „Ég ætla ekki að vinna yður neitt mein, kona góð“, mælti hann. „Skiljið þér það. Yður stafar ekki nein hætta af mér, svo að þér skuluð ekki vera lirædd. Kallið ekki á hjálp, og þá eruð þér örugg“. „Hvaða ... hvaða erindi eigið VIKAN 30. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.