Vikan


Vikan - 23.07.1964, Side 46

Vikan - 23.07.1964, Side 46
 APPELSÍN S ÍTR Ó N L I IVI E Svalandi - ómissandi á hverju heimili JÁ? NEI? HVENÆR? Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C.D. INDICATOR, svissneskt reikn- ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga i hverjum mánuSi, sem írjóvgun getur átt sér stað. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND- ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband. Skrifið eftir bæklingum vorum, sem veita allar upplýsingar. Sendið svar- frímerki. C. D. INDICATOR. Deild 2. Pósthólf 1238 Reykjavik. þér hingað?“ Það var með naum- indum, að hún kom upp orði. „Þér hljótið að fara nærri um það, eða eruð þér ekki föður- systir Maggyar? Þér hljótið því að kannast við mig“. „Maggý er ekki heima“, mælti Margaret Lowen svo lágt að varla heyrðist. Hann gekk nær henni, unz hann snart olnboga hennar. „Við skulum koma hingað inn og ræðast við“. Hann leiddi hana inn í dagstof- una, og lét hana setjast þar í stól. Því næst gægðist hann út um örlitla rifu, sem hann gerði á gluggatjöldin, og horfði andar- tak út á götuna. Að því búnu sneri hann sér aftur að ungfrú Margaret Lowen víxlaði arma á brjósti og virtist nú rólegri. „Hvar er Maggý?“ spurði hann. „Hverju skiptir það . ..“ „Það skiptir mig að minnsta kosti öllu máli.“ „Látið frænku mína í friði. Þér þekkið hana ekki einu sinni...“ „Svo að þér haldið það? Ég þekki hana betur, en ...“ Hann þagnaði við og gekk skrefi nær henni, þar sem hún sat. „Athugið það, kona góð, að ég hef nauman tíma. Ég verð að ná sambandi við Maggy, og það tafarlaust". „Maggy er ekki heima“. Hún reyndi að halda rödd sinni í skefjum. „Það sagði ég yður strax. Hún dvelst hjá kunningja- fólki sínu.“ „Hvaða kunningjafólki? Og hvar?“ „Það veit ég ekki!“ Hann tók sér stöðu fyrir fram- an hana, hörkulegur og ógnandi. Hún þorði ekki að líta í augu honum eða framan í hann. En þegar hann tók til máls aftur, var rödd hans vingjamleg, eins og hann væri líka hræddur. „Þér verðið að hlusta á mig og taka mark á því, sem ég segi, hvað okkur Maggy snertir. Ég elska frænku yðar af einlægni. Mér mundi aldrei til hugar koma að vinna henni nokkurt mein, hvernig sem á stæði. Ég verð einungis að fá að hitta hana, tala við hana. Þér verðið því að hjálpa mér“. Eins og ég hef sagt yður, þá veit ég ekki hvar hún er.“ Hann urraði reiðilega og tók að stika um gólfábreiðuna, fram og aftur eins og hann gæti ekki ráðið við sig hvað gera skyldi. Hvaða ráðum hann ætti að beita föðursystur stúlkunnar, sem hann unni. Þá varð honum litið á Ijós- mynd, sem stóð þar á borði. „Hún er falleg ...“ Margaret svelgdist á. „Látið hana í friði! Þér þekkið hana ekki, vitið ekkert um hana. Hún er ekki annað en barn ...“ „Ég veit allt um hana, sem ég þarf að vita!“ Hann nálgaðist hana enn og svipur hans var æst- ur og reiðilegur. „Hlustið þér á mig! Vitið þér hvað ég var gam- all, þegar þeir stungu mér í svart- holið? Seytján ára. Vitið þér hvað ég hef setið þar lengi? Full ellefu ár.“ Hún leit undan, og hann greip í-, öxl henni, neyddi hana til að horfast í augu við sig. „Getið þér ýmyndað yður hvað hræðilegur einmanaleikinn getur orðið manni í slíkri dyfl- issu? í hópi þúsund samfanga — en þó aleinn. Vitið þér hvílíkar þjáningar það getur bakað manni?“ „Já, ég veit það!“ svaraði hún hranalega. „Ég veit það .. „Þér haldið það. En í rauninni hafið þér ekki minnstu hugmynd um það. Maggy aftur á móti...“ Hann varp öndinni og sneri sér undan. Sleppti takinu á öxl henn- ar og gekk út að glugganum; gægðist út, þungbrýnn og svip- dapur. Ungfrú Margaret Lowen virti hann andartak fyrir sér, þar sem hánn stóð grannvaxinn og lot- inn í herðum og vissi sér hvergi hald né traust. Og það dró móðu á augu henni. „Allt í lagi“, mælti hún lágt. „Hvað?“ „Allt í lagi. Ég skal ná sam- bandi við Maggy fyrir yður ... ef yður er það mjög umhugað ...“ Það birti yfir honum. Hann elti Margaret með augunum þegar hún stóð á fætur og reikaði eins og í draumi fram í anddyrið. f huganum endurtók hún i sífellu símanúmerið, sem stóð prentað á litla, hvíta spjaldið í sloppvasa hennar. Og hún sneri talnaskíf- unni án þess að hika. „Berger lögregluvarðstjóri", svaraði karlmannsrödd. „Halló, það er föðursystir Maggyar, sem talar ... Það er staddur héma maður, sem langar til að hafa tal af henni. Strax í stað ...“ „Er Collin kominn? Svarið að- eins „já“, ef svo er, ungfrú Lowen“. „Já, já, það er rétt til getið“. „Reynið að tefja fyrir honum. Við komum á stundinni". „Allt í lagi. Já, ég skil...“ Hann lagði talnemann á, og það munaði engu að hún ræki upp vein, þegar hún fann gripið fast um arm sér. Hún leit um öxl, og sá Raoul Collins hvessa á sig myrk, tryllingsleg augun. „Þú varst að kalla á lögregl- una!“ hvæsti hann. „Nei...“ „Þú lýgur! Allt í lagi.. Já, ég skil!“ hermdi hann eftir henni. „Þetta er lævís gildra ..Hann barði um sig af reiði. „Ég geri ráð fyrir að löggan hafi haft samband við þig, og ...“ „Nei, fyrir alla muni...“ kjökr- aði hún og hörfaði undan, skelfd af tryllingslegu augnaráði hans og reiðinni í röddinni. „Fyrir alla muni, komdu þér á brott! Við getum ekki hjálpað þér ... það getur enginn hjálpað þér ...“ „Svo að þú heldur að þú getir STRETCH buxurnar frá SPORTVER eru viðurkenndir fyr- ir gæði. Fást í eftirtöldum verzlunum: Verzl. SIF, Laugavcgi 44 Verzl. TIBRÁ, Laugavegi 19 Verzl. ANDRÉSAR ANDIÍÉSSONAR Verzl. S.Í.S., Austurstræti Verzl. VERA, Hafnarstrætl REYKJAVÍK ÞAÐER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Úskadraumurinn við heimasauminn Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550,00 og með klæðningu kr. 700,00. Biðjið um ókeypis leiðarvísi. Fæst í Reykjavík hjá: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sími 20672 — VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.