Vikan


Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 2
penol SKÓLAPENNINN »JD Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er óreið- anlegasti skólapenninn, sem nú er völ ó. Hann er einkar sterkur, og nýia blekkerfið tryggir, að blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður. Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappir- inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun. ^ PENOL sió'fblekungurinn er framleiddur með hinum eftirsótta, sveigjanlega penna. PENOL sjólfblokungurinn er með nýju blek- kerfi - PENOL-EVERSHARP. PTNOL s;á fb!ekungurinn er framleiddur úr óbrjófanlegu undraefni: ,,DELR1N". 4 PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í hendi, fallegur í út'ili og viðurkenndur af skriftarkennurum. PENOL siálfbtek. ungurinn «r með Quink blekfyllingu. ' PENNI OG BLÝANTUR I GJAFAÚSKJU Pað er ávallt bezt að skrifa með sjáifb'ekungi. Kaupið þvi PENOL sjálfblekunginn strax í dag. Hann kostar 153,50 með Quink blekfyllingu, og fæst í öllum bókaverzlunum Innkaupasambands bóksala. I fullri alvöru: Komið að lóm- um kofunum. Stundum heyrist sagt og ekki alveg yfirlætislaust, að Reykja- vík sé orðin stórborg; hafi flesta kosti og galla slíkra horga. Það er frekar fljótfærnislegt álit. 1 mörgu tilliti ininnir Reykjavík á útkjálkapláss fremur en borg þar sem öllum straumum menn- ingarinnar hefur verið veitt saman. í flestum borgum, sem þvi nafni geta heitið, er liægt að fá alla nauðsynlega þjónustu á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er alkunnugt, að ferða- maður, sem kemur til Reykja- víkur að næturlagi, kemur að tómum kofunum. Hann getur hvorki fengið vott né þurrt fyrr en næsti dagur er risinn. Á fleiri sviðum verður þess vart, að alvarleg göt eru í kerfinu; það er jafnvel ekki liægt að fá al- menna og sjálfsagða hílaþjónustu um hábjartan daginn í miðri viku. Eitt dæmi skal hér til fært því til skýringar. Svo bar við að maður nokkur átti leið á skrifstofu Vikunnar. Hann var á sjálfskiptum bíl, sem því miður var rafmagnslaus eins og stundum kemur fyrir, en það er mjög bagalegt, þegar sjálfskiptir bílar eiga í hlut. Þá er ekki liægt að draga í gang, né heldur að þeir renni i gang. En eins og allir vita, þá er hér um ýmsa þjónustuaðila að ræða, svo maðurinn vissi ekki annað en hann væri á grænni grein þrátt fyrir allt. En það kom annað á daginn. Fyrst hringdi hann í Félag íslenzkra bifreiða- eigenda. Þar t'ékk hann þau svör, að FÍB hefði hleðslubíl i gangi um helgar, en ekki svona í miðri viku og auk þess þyrftu menn helzt að vera einhversstaðar ut- an við bæinn til að fá þjónustu. Nú vildi svo óheppilega til, að maðurinn var staddur í niiðri Reykjavík eins og áður er fram tekið. Þessvegna afskrifaði hann FÍB en hringdi í Vöku. Þar fékk hann að vita, að það væri ekki um neina startþjónustu að ræða svona að sumarlagi; allir bílar liljóta að rjúka i gang að sumar- lagi. Næst hringdi maðurinn í Framhald á bls. 51.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.