Vikan


Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 9

Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 9
RABARBARA-KREM. V2 kg. rabarbari, V4 bolli vatn, V2 bolli sykur, 1 tsk. matarlímsduft, 2 tsk. sítrónusafi af flösku, % bolli rjómi. Skerið rabarbarann mjög smátt og sjóðið með vatninu og sykrinum ca. 10 mín. eða þar til hann er meyr. Hrærið matarlimið út með 2 matsk. af köldu vatni og bætið í rabarbarann. Hrærið þar til matar- límið er bráðið, en takið það þá af hitanum og bætið sítrónsafanum í. Kælið þar til það er næstum stíft, en hrærið það þá upp og setjið stíf- þeyttan rjórhann út í. Setjið í mót og kælið, hvolfið úr mótinu, þegar kremið er borið fram. Þeyttur rjómi er góður með, en ekki nauðsynlegur. ■*r. því og síðan hrært 1' mjólkina. Þeg- ar þetta byrjar að stífna er þeytt- um rjómanum bætt í. Borðað með ávaxtasósu, kompoot eða sultu. ■_*! ANANASFROMAGE. 3 egg, 60 gr. sykur, 7 bl. matar- lím, 1 dl. sjóðandi vatn, 1 sítróna, ananassafi, 2 dl. rjómi, 250 gr. nið- ursoðinn ananas. Eggjarauðurnar þeyttar saman með sykrinum. Matarlímið leyst upp í vatninu og sítrónu og og ananas- safanum hellt í. Ananasinn skorinn í smábita, sem settir eru í eggja- rauðurnar með matarlíminu. Síðan eru stífþeyttar eggjahvíturnar sett- ar saman við og seinast þeyttur rjóminn. Látið stífna á köldum stað. EPLAKAKA. 1 kg. epli, 3A bollar hveiti eða mulið corn flakes, V2 bolli smjör- líki, V3 bolli Ijós púðursykur, 1 tsk. sítrónusafi, % tsk. kanill. Skerið eplin í þykkar sneiðar og raðið á botninn á eldföstu fati. Blandið hveitinu eða corn flakes saman við smjörið og notið tvo hnífa til þess, því að smjörið á ekki að samlagast, en síðan er öllu hinu bætt í og maukinu hellt jafnt yfir eplin. Bakað í meðalheitum ofni í 30—40 mín., eða þar til eplin eru meyr og skorpan brún. Þeyttur rjómi borinn með eða sykursósa, sem gerð er þannig: 4 matsk. smjör, 1 bolli flórsykur, 1 tsk. sjóðandi vatn, svolítið salt, 1—2 tsk. vanilludropar, 1 stífþeytt eggjahvíta. Smjör og sykur hrært saman, sjóð- andi vatni bætt í og salti og vanillu- dropum. Þeytt þar til það er mjúkt og freyðandi. Síðast er eggjahvít- unni bætt varlega í. Önnur bragð- efni en vanilludropa má auðvitað nota. SÚRMJÓLKURFROMAGE. V2 I. súrmjólk, 50 gr. möndlur, 75—100 gr. sykur, 10 blöð matar- Ifm, 1 tsk. vanilludropar eða börk- ur af 1 sítrónu, V4—V2 I. rjómi. Mjólk, sykri, vanilludropum, eða rifnum sítrónuberki, og hökkuðum möndlum blandað saman. Matarlím- ið lagt í svolítið vatn og brætt í fc FÁTÆKIR RIDDARAR. 8 franskbrauðssneiðar, 1 dl. mjólk, 50 gr. sykur, IV2 tsk. kanill, 100 gr. smjörlíki. Franskbrauðssneiðunum dýft í mjólk og sykur og kanel stráð á þær. Steiktar í smjörinu á pönnu og bornar fram með saftsósu eða sultu. fc KAFFIKREM. V2 I. mjókl, 2—3 eggjarauður, 50 gr. sykur, 5—7 bl. matarlím, 2V2 dl. rjómi. Mjólkin soðin og hellt í eggja- rauðurnar, sem áður hafa verið hrærðar með sykrinum og hrært stöðugt í á meðan. Allt sett aftur í pottinn og látið hitna að suðumarki og hrært vel í. Þá tekið af hitanum og uppleystu matarlíminu blandað í. Hrært í þar til það er næstum kalt, en þá er annaðhvort V2 bolla af mjög sterku kaffi bætt í og eru þá notuð 7 blöð af matarlími, eða 2 matsk. af duftkaffi, en þá eru notuð 5 blöð. Síðast er svo stífþeyttur rjóminn settur saman við. Sett í vott form, sem sykri hefur verið stráð innan í og geymt á vel köld- um stað, þar til það er borið fram, en þá er því hvolft úr skálinni. Skreytt með þeyttum rjóma. Ef þ]er eruð farfn að hugsa fyrir sumarferðalaginu þá æftuð þjer að alhuga að það er auðveldara nú en áður að velja matinn. Hinai Ijúffengu Honigs vörur eru á boðsiólnum í næslu búð. T.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súputeningar, sem gera má úr einn hinn Ijúffengasta drykk á svipstundu. — Makkarónur og búðingsmjöl. — Allf fyrsja flokks vörur. HEILDSÖLUBIRGÐIR: Eggert Kristjánsson & Co. h.i. VIKAN 32. tbl. — 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.