Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 39
„svip“, ef svo má að orði komast
— að þýzka útvarpið sé að segja,
að nú sé innrásin hafin. Brezka
útvarpið hafði hins vegar ekkert
um málið að segja frá eigin
brjósti eða eftir sínum mönnum.
Ég glaðvaknaði vitanlega strax,
rauk fram úr og klæddi mig í
hvelli. Ég var svo heppinn að
hafa bíl undir höndum um þess-
ar mundir, og kom það sér vel,
því að ég varð m.a. að komast
heim til Sigurðar og Jóns til að
vekja þá, og segja þeim, hvernig
komið væri. Ég byrjaði hins veg-
ar á því að fara í prentsmiðjuna,
þar sem ég keikti undir blýpott-
um setningarvélanna, sem voru
hitaðir með gasi í þá daga. Að
því búnu þaut ég innst inn á
Njálsgötu, þar sem Jón Thorlac-
ius bjó, og vakti hann með því
að kasta steinvölum upp í svefn-
herbergisgluggann hjá honum, og
síðan var farið eins að heima hjá
Sigurði, sem átti heima við
Bergsstaðastræti.
Skömmu eftir að ég var kom-
inn úr þessum leiðangri, kom
staðfesting á því frá höfuðstöðv-
um bandamanna, að innrásin
væri raunar hafin. Þá var hægt
að setja fregn og blað saman, og
fáeinum mínútum yfir átta komu
fyrstu blöðin úr pressunni. Af-
greiðslumaðurinn var þá kom-
inn á sinn stað og hann sendi út
á götu eftir sölustrákum. Er víst
óhætt að fullyrða, að lítið seldist
af hinum blöðunum þennan
morgun, þegar Vísir var kom-
inn með innrásarfréttina, því að
þau höfðu farið í pressuna á
venjulegum tíma og birtu ekkert
um þetta fyrr en morguninn eftir.
Nokkru síðar sá ég svo grein
um þetta aukablað í tímaritinu
„Quill“, sem gefið er út í Banda-
ríkjunum af samtökum blaða-
manna og ritstjóra þar í landi.
Bandaríkjamaður, sem var í setu-
liðinu hér, hafði skrifað grein
þessa.“
hrakfallabAlkur
FKAMHALD AF BLS. 14.
„Falleg, gömul bygging,“ varð
dr. Dillon að orði.
„Ég gleymi þessu húsi vist
aldrei,“ varð unga manninum
að orði. „Það var dökkhærður
stelpukrakki, sem átti hérna
heima, dóttir Blixhjónanna. Við
áttum einu sinni heima i næsta
húsi við þau.“
„Þér skylduð þó ekki heita
Tee MacKinley?" spurði sál-
fræðingurinn.
„Jú, reyndar. En hvernig
stendur á að þér vitið það?“
Dr. Dillon kvaðst vera sálfræð-
ingur, hafa áhuga á ýmsu, sem
gerzt hefði i þorpinu á undan-
förnum áratugum, og vita að
Blixhjónin ættu heima í þessu
húsi og að MacKinleyshjónin
hefðu verið nágrannar þeirra.
Tee MacKinley kvaðst hinsvegar
hafa átt leið þarna um, hafa
liugsað sér að hitta gamla kunn-
ingja, annars ætti hann heima
i New York.
„En það get ég sagt yður, dokt-
or, að það þurfti sveimér taugar
til að búa i næsta húsi við stelp-
una. Það var til dæmis eitt
kvöldið, þegar ég sat og var að
lesa, að stór steinn kom fljúg-
andi inn um gluggann. Það mun-
aði minnstu, að hann byndi endi
á allan lestur hvað mig snerti;
ég hef stundum spurt sjálfan mig
hvað væri orðið af henni.“
„Hún vinnur í New York, að
ég held.“
„Þér segið mér fréttir, doktor.
Mér kom ekki annað til hugar,
en að hún sæti i fangelsi!"
„Hún er orðin ákaflega falleg
stúlka.“
„Já, það er nóg um fallegar
stúlkur i heiminum,“ sagði Tee
MacKinley. „Þeim bókstaflega
rignir yfir mann, eins og eld-
flaugum.“
Dr. Dillon kvaðst ekki hafa
veitt því fyrirbæri athygli.
„Leyfið mér þá að segja yður
frá dálitlu, sem kom fyrir mig
sjálfan því til sönnunar. Og þar
sem þér eruð sálfræðingur, er
ekki að vita nema yður þyki
það allmerkilegt. Ég er á gangi
á götustéttinni minna eigin er-
inda, og þá... .bang... .kemur
þar ekki ung og falleg stúlka
hrapandi út um glugga á þriðju
hæð beint fyrir ofan mig, skellur
á mér, þannig að ég tek jú af
henni fallið, en skutlast sjálfur
inn um búðarglugga. Ég skarst
að vísu minna en búast hefði
mátt við, en á henni... .á henni
sást ekki svo mikið sem saum-
spretta. Og hvaða skýringu hald-
ið þér svo að hún hafi gefið á
þessu athæfi sínu, þegar hún var
krufin sagna? Jú, hún sagðist
vera reið unnusta sínum! Getur
slíkt átt sér stað, doktor?“
„Já, kemur heim,“ varð dr.
Dillon að orði. „Það er einmitt
venjulegasta orsökin.“ Og svo
var eins og lionum dytti allt í
einu dálítið i hug. „Hvernig er
það — var sagt frá þessum at-
burði i blöðunum?“
„Hvort ekki? í hverju blaði í
borginni, held ég helzt. Og mynd
af mér, bjargvættinum, ég held
nú það.“
„Meðal annarra orða — hvaða
starfa hafið þér?“
„Ég er umboðsmaður fyrir
slysatryggingar.“
„Og ég geri þá ráð fyrir að þér
séuð sæmilega tryggður, ef eitt-
hvað þessu likt endurtæki sig?“
„Það hefur komizt það lengst,
að ég hef sagt sem svo við sjálf-
an mig, að ég gerði réttast að
selja sjálfum mér tryggingu ein-
hvern daginn. En svo hef ég
það andsvar á reiðum höndum,
að það biti ekkert á mig, fyrst
ég slapp lifandi úr þessu ævin-
týri.“
„Jæja, sem sálfræðingur ráð-
legg ég yður nú samt að gera al-
vöru úr því, og það heldur fyrr
en seinna. Gerið svo vel að taka
við nafnspjaldinu minu, og mér
þætti vænt um ef þér vilduð
hitta mig að máli í borginni.
Hver veit nema ég geti bent yður
á ekki óskemmtilegt tækifæri
tt
Þegar í borgina kom, hélt dr.
Dillon rakleitt inn í almennings-
bókasafn, þar sem hann tók að
leita í dagblöðum, nokkurra
mánaða gömlum. Það tók hann
ekki langan tíma að finna það,
sem hann leitaði að — það gat
að líta bæði myndina og frétt-
ina i fjölmörgum kvöldblöðum
undir stórletruðum fyrirsögnum:
„UNG STÚLIÍA FELLUR ÚT UM
GLUGGA Á ÞRIÐJU HÆÐ —
LENDIR Á VEGFARANDA SEM
TEKUR AF HENNI FALLIГ
í fréttinni var svo frá sagt, að
ungfrú Doris 'Wheatspoone hefði
fallið út uin glugga á íbúð á
þriðju hæð, en sloppið ómeidd
fyrir þá hendingu, að liún lenti
á ungum manni, T. McSkinney,
sem var á gangi á stéttinni fyrir
neðan og tók af henni fallið,
en brá svo i brún, að hann skall
inn um búðarglugga, án þess
þó að hljóta nokkur alvarleg
meiðsli.
Þrátt fyrir venjulega blaða-
mannaónákvæmni hvað nafnið
á vegfarandanum snerti, sýndi
myndin, sem fréttinni fylgdi,
það svo ekki varð um villzt, að
vegfarandinn var enginn annar
en Tee MacKinley. Þar stóð hann
með hattinn ofan í augum, álíka
útleikinn og ungi maðurinn
hefði gert sér það að leik að
stangast við strætisvagn. í örm-
um hans hvildi ung og fögur
stúlka og virtist livorki kunna
því sérlega illa, né heldur at-
hygli fólksins, sem þyrpzt hafði
að og myndaði þröng umhverfis
þau, með mölbrotinn búðar-
gluggann í baksýn.
Dr. Dillon var einkum ánægð-
ur með myndina. Þessi undir-
vitund, hugsaði hanii — þessi
undirvitund.
Dr. DiIIon sat inni i einka-
skrifstofu sinni á sjöundu hæð
verzlunarhússins. Rétt í þessu
hafði hann átt simtal við Tee
MacKinley, sem nú var á leiðinni
til hans í þeim erindum að
sannfæra hann um, að ekkert
væri manni nauðsynlegra en að
slysatryggja sig. Á meðan dr.
Dillon beið komu hans, varð
honum hugsað um annríkið á
hæðunum fyrir neðan sig og allt
i kringum sig, þar sem sumir
seldu og aðrir keyptu og konurn-
ar komu auk þess til að hafa
skipti á þvi, sem þær keyptu i
gær og einhverju, sem þær höfðu
meiri ágirnd á í dag.. Ið og suð
og annríki eins og i býflugna-
kúpu, og í sjálfu sér var þetta
einskonar býflugnakúpa. Og þar
að auki var þetta í augum dr.
Dillons, allt ein samfelld slysa-
gildra, engd fyrir ungan mann,
Tee MacKinley að nafni.
Eitthvað i meira lagi óvænt
hlaut að koma fyrir hann. Um
það var dr. Dlilon ekki í minnsta
vafa. Það dularfulla ofurvald,
sem stóð á bak við þetta allt
saman, hafði þegar sýnt hvers
það var niegnugt, er það dró
hann einmitt á þennan stað.
í huganum fór dr. Dillon yfir
öll þau líklegustu óliöpp og slys,
sem hent gæti liann i þessari
byggingu, kannske félli hann
niður gegnum vörulyftuop, kann-
ske setti hann slökkvikerfið í
UNGFRÚ YNDISFRÍÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A.
HVAR E R ORKIN
Þa» er alltaf saml lelkurlnn f hénnl Ynd-
lsfrfS okkar. Uún hefur fallS Urklna hani
N6a elnhvers staSar f blaSInu og heltlr
góSum verSIaunum handa þelm, sem getur
funðlS firktna. VerElaunln ern stór kon-
fektkasst, fullur at hezta konfektl, os
framlelSandlnn er auSvttaS SælgœttsserS-
ln NóL
Nafn
HelmUl
örkln er * bls. <
SiSast er dreglS var hlaut vérSIaunln:
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Hólabraut 5, Hafnarfirði.
Vinninganna mí vitja á skrifstofu
Vikunnar. 32. tbl.
VIKAN 32. tbl. — gg