Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 32
- G RlLL -
''v
*
INFRA-RED
^rUífi^
Grillsteikt kjöt er ljúffengt. Þegar steikt er I grillofni, myndast þegar f
uppbafi þunn — og ljúffcng — skorpa, sem síðan hindrar þornun kjötsins
við steikinguna. Kjötið heldur þannig safa sínum og hragði óskertu — og
öúsmæðurnar losna við hvimlciða steikarbræluna. Infra-rauðu geislarnir
fara gegnum kjötið, sem verður scrstaklega mjúkt og bragðgott.
Við steikinguna bráðnar fitan á kjötinu og drýpur af. Hana má svo nota
með kjötinu, ef vill, því að hún er cinnig bragðmikil og ljúffeng, en sós-
ur þarf ekki að búa til, nema þeirra sé sérstaklega óskað, enda verður
þeirra vart saknað, þar sem grillsteikt kjöt er svo safaríkt og bragðgott.
Hvað er hægt að grillsteikja? Flest kjötmetl er bczt grillsteikt, bæði hrygg-
ur, lærl og aðrir stórir bitar, þykkar og þunnar sneiðar, kótelettur, smi-
bitar, pylsur o.s.frv. Grillstciktir fuglar, svo sem kjúklingar, endur o.fl.
eru kræsingar. Fiskur er góður grillsteiktur. Enfremur alls konar smárétt-
ir úr kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, brauði, ostum o. fi.
Griliofninn býður marga kosti: Grillsteiktur matur er hollari, þar sem hann
er fituminni og léttari. Langflestum finnst grillsteiktur matur mun ljúf-
fengari. Grillofn er auðveldur og hreinlegur í notkun. Húsmæður losna við
iteikarbræluna og þurfa lítið sem ekkert að fylgjast með steikingunni,
því að í flestum tilfellum er steikt á teini, sem innbyggður mótor snýr með
jöfnum hraða, svo að engin hætta er á, að maturinn brenni við. Mörg
hjálpartæki fylgja, þannig að hægt er að steikja mæði stór, smá, þunn og
þykk stykki á teinum cða sérstökum grindum. GRILLFIX grillofnarnir eru
opnanlegir að ofan. Þar er laus panna, sem hægt er að steikja á eða nota
sem hitaplötu til þess að halda mat heitum. GRILLFIX grillofnarnir eru
ennfremur búnir þrískiptum hitarofa, sjálfvirkum klukkurofa, innbyggðu
ljósi og öryggislampa. Allt þetta miðar að því að gera húsmóðurinni steik-
inguna sem þægilegasta. Og ekki má gleyma því, að grillofn þarf ekki
nauðsyniega að vera ætíð staðsettur í eldhúsinu. Hann er léttur og brælu-
laus, svo að tilvalið og skcmmtilegt getur verið að nota hann í borðstofunni
eða jafnvel úti á svölum eða í garðinum, þegar það hentar og húsmóðirin
viil gjarna vera í návist heimilisfólksins eða gestanna.
SENDUM UM ALLX LAND
O.KORMERUPHAMSE1 F
S I M ! 12 606 • SUÐURGÖTU 10.- K
Sendið undirrit. nánari upplýsingar (mynd, vcrð, greiðsluskilmála)
Nafn .................................................................
Heimili ...............................................................
II
4
'bumap
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
©Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl);
Tilfinningalíf þitt hefur orðið fyrir óvæntri truflun
líklega vegna tilbúinna sagna og ímyndaðrar róm-
antíkur. Óvænt happ rekur á fjörur þínar, líklegast
í sambandi við áhugamál þín. Vertu á verði gegn
þeim möguleika, að bera lægri hlut í áhættuspili.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maf):
Ættingjar þínir af yngri kynslóðinni hafa gert þér
glæsilegt tilboð, sem þeir bjóða fram að alhug. Eina
borgunin, sem þú getur boðið þeim, er að gerast
ekki of afskiptasamur um málefni þeirra. Þeir sem
eru rómantískt innstilltir, skortir ekkert á uppfyllingu drauma
sinna.
Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní):
Þú hefur gefið ákveðnum persónum loforð, sem
þú getur ekki komið í framkvæmd fyrr en eftir
alllangan tíma, en þér er mikilvægt að standa við
það, þótt þá fáir lokkandi tilboð annars staðar frá.
Skemmtu þér af hjartans lyst.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí):
Hefurðu athugað, að þú byggir tilveru þína upp á
krónum og aurum? Þú getur ekki einu sinni gert
kunningja þínum smágreiða, án þess að hugsa um,
hvað hann geti gert fyrir þig í staðinn. Ef þú vilt
verða svolítið skemmtilegri, skaltu venja þig af þessu.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst):
©Þú hefur nýlega kynnzt indælli persónu, sem þú
skalt gera hvað þú getur til að halda sambandi
við. Þú færð fréttir úr fjarlægð, sem þú hefur
lengi búizt við. Þú þarft að leggja meiri alúð við
verkefni þín, taktu þig vel á.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september);
©Þú hefur ofnæmi fyrir einum vinnufélaga þínum,
sem þú skalt þó reyna að umbera. Þú skalt gera
þínum nákomnustu eitthvað til skemmtunar og til-
breytingar. Ýmislegt óvænt kemur á daginn og trufl-
ar ánægjulega framvindu málanna.
Vogarmerkið (24. september — 23. október):
Ef til vill hefurðu verið of eftirlátur við persónu,
sem ekki átti það skilið. Úr því sem komið er,
verður að hafa gát á, að enginn reyni að taka af
þér stjórnina. Þú verður að fara til kunningja þíns
og bjóða honum hjálp þína.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember):
Þú verður óviljandi áheyrandi að samræðum, sem
gætu brugðið nýju ijósi á skilning þinn á vissu
málefni. Vinur þinn, sem er mjög niðurdreginn
um þessar mundir, þarfnast uppörvunar frá þér.
Taktu vel á móti gestum þínum þessa vikuna.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember):
©Kunningjakona þín gerir þér ómetanlegan greiða
með nærveru sinni á vissu augnabliki. Persónu, sem
hefur komið hlut í vörzlu hjá þér, er farið að lengja
í fréttir af honum. Þú verður hrókur alls fagnað-
ar í samkvæmi sem haldið verður bráðlega.
Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar):
Þú ert önnum kafinn, eins og þú vilt helzt hafa
það. Vertu vel á verði gegn því, að þú vanrækir
ekki skyldustörfin vegna áhuga þíns á öðrum verk-
efnum. Þú færð nýtt álit á persónu, sem þú hefur
ekki almennilega getað áttað þig á.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar):
Kunningjar þínir, frá því í gamla daga, birtast þér
nú á ný í allt öðru ljósi og ánægjulegar en fyrr.
Þú kemur á staði, sem þú hefur ekki gist áður.
Ef þú vilt heyra eitthvað frá vinkonu þinni verð-
urðu að vera fyrri til að leita frétta.
©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz):
Þú færð óþægilega áminningu, sem þú skalt þó
ekki taka nærri þér, því eins og þú veizt er hún
sprottin af misskilningi. Þú færð tilboð, sem gæti
orðið nokkuð ábatasamt fyrir alla aðila ef rétt er
á spilunum haldið.
TU FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík.