Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 48
Já? Nei?
Hvcnær?
Þúsundir kvenna um heim allan nota
nú C.D. INDICATOR, svissneskt reikn-
ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út
þá fáu daga í hverjum mánuði, sem
frjóvgun getur átt sér stað. Lækna-
vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND-
ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt
hjónaband.
Skrifið eftir bæklingum vorum, sem
veita allar upplýsingar. Sendið svar-
frímerki.
C. D. INÐICATOR. Deild 2.
Pósthólf 1238 Reykjavík.
Hljómplatan með
íjórtán
Fóstbræörum
er að slá öll sölumet íslenzkra
hljómplatna enda er hér á ferð-
inni einhver skemmtilegasta og
vandaðasta hljómplatan um ára-
bil.
Á plötunni eru átta lagasyrpur,
eða alls 40 lög, og er þetta LP
33 snúningshraða plata.
Platan kostar kr. 325,00 og verð-
ur yður send hún um hæl, burð-
argjaldsfrítt, ef þér sendið tékka
eða póstávísun að upphæð kr.
325,00
SG-hljómplötur
Box 1208 — Reykjavík
að komast einhvern veginn að færi-
bandinu og gegnum fjallið og drepa
dr. No. Ég tók með mér skrúfjárn
til að gera það með. Hún flissaði.
— Og svo rákumst við saman. Ég
ætlaði að stinga í þig skrúfjárninu,
en það var bara í vasa mínum og
ég náði ekki í það. Ég fann dyr á
vélahúsinu og komst gegnum þær
inn í aðalgöngin. Þetta er allt og
sumt. Hún fitlaði við háls hans
aftanverðan. Ég hljóp álút, til þess
að sjá á hvað ég stigi, og allt í
einu vissi ég ekki fyrr en ég rak
hausinn I magann á þér. Hún fliss-
aði aftur: — Vinur, ég vona að ég
hafi ekki meitt þig of mikið með
olnboganum, meðan við vorum að
slást. Fóstra mín sagði mér, að ég
ætti alltaf að berja karlmenn þarna.
Bond hló. — Gerði hún það?
Hann teygði út handlegginn, náði
í hárið á henni og dró andlit henn-
ar að sér. Munnur hennar leitaði
að hans og þeir læstust saman.
Vélin hallaðist skyndilega til hlið-
ar. Kossinn endaði. Þau voru kom-
in að fyrstu fenjatrjánum við ár-
mynnið.
20. KAFU. - LOKANÓTT.
— Þér eruð alveg viss um allt
þetta?
Augu setts landstjóra voru hik-
andi og óviss. Hvernig gátu allir
þessir hlutir hafa gerzt rétt við nef-
ið á honum, innan lögsagnarum-
dæmis Jamaica? Hvað mundi ný-
lendustjórnin hafa að segja um
þetta? Hann sá fyrir sér ílangt,
fölblátt umslag, merkt einkamál,
og vandað bréfsefnið: — Nýlendu-
málaráðherrann hefur gefið fyrir-
mæli um að skýra yður frá undrun
sinni . . .
— Já, herra, alveg viss. Bond
hafði enga meðaumkun með mann-
inum. Hann mundi enn, hvaða mót-
tökur hann hafði fengið síðast, þeg-
ar hann kom að hitta hann, og
hvað þessi maður hafði sagt um
Strangways og stúlkuna. Honum
var enn minna um þennan mann
núna, þegar hann vissi, að vinur
hans og stúlkan voru á botni Mona-
stíflunnar.
— Hér — við þurfum ekki að láta
þetta síðasta út til blaðanna. Þér
skiljið það? Ég skal senda stjórn-
inni skýrslu mína með næsta pósti.
Ég er viss um að ég get reitt mig
á . . .
— Fyrirgefið mér, sir. Fylkisstjóri
karabiska varnarliðsins var þrjátíu
og fimm ára, hraustlegur hermað-
ur. — Eg hygg að við getum geng-
ið út frá því vísu, að James Bond
muni ekki hafa samband við neinn,
nema yfirmenn sína. Og ef ég hefi
leyfi til þess, sir, sting ég upp á,
að við förum beint framan að Crab
Key, án þess að bíða eftir staðfest-
ingu frá London. Ég get séð um að
hafa flotadeildina tilbúna til þess
arna í kvöld. HMS Narvik kom [
gær. Og ef að hægt væri að fresta
kokteilpartýinu til hefðurs komu
hennar um svo sem fjörutíu og átta
klukkustundir eða svo . . . Fylkis-
stjórinn lét hæðnina hanga i loft-
inu.
— Ég er sammála fylkisstjóran-
um, sir. Það vottaði fyrir kulda í
rödd lögreglustjórans. Snör hand-
tök gætu bjargað stöðu hans, en
þau yrðu að vera snör. — En hvað
sem þið gerið, verð ég að gera
strax mínar ráðstafanir gagnvart
þeim Jamaicabúum, sem virðast
vera við málið riðnir. Og ég verð
að senda kafara mína upp til Mona-
stíflunnar. Ef það á að gera hreint
fyrir dyrum í þessu máli, getum við
ekki leyft okkur að bíða eftir stað-
festingu frá London. Og eins og
herra Bond segir, eru sennilega
flestir þessir glæpamenn núna
komnir til Kúbu. Ég verð að komast
í samband við starfsbróður minn í
Hawana til þess að ná þeim áður
en þeim tekst að hverfa. Ég held,
að við ættum að láta til skarar
skríða strax, sir.
Það varð þögn í svölu, skugg-
sælu herberginu þar sem fundur-
inn var haldinn.
— Hvað er yðar álit nýlendu-
stjóri?
Bond hlustaði á nokkur fyrstu
orðin. Hann dró þá ályktun að
Pleydell-Smith væri sammála hinum
tveimur. Hann hætti að hlusta. Hann
gleymdi sér við sínar eigin hugsan-
ir. Hann rifjaði upp minningar
heiman frá London, frá leyniþjón-
ustunni, frá fyrri störfum, og frá
þessu starfi, frá Crab Key, um
Quarrel, dr. No og svo framvegis.
Hann rankaði við sér við það, að
Pleydell-Smith nefndi nafn hans.
Hann reyndi að leggja eyrun við.
— . . . hefur komizt af á mjög
undraverðan hátt. Ég held, að við
ættum að sýna Bond þakklæti okk-
ar með því að fara eftir því, sem
hann stingur upp á. Mér virðist,
sir, að hann hafi gert að minnsta
kosti fjóra fimmtu af vinnunni. Það
ætti ekki að vera ofverkið okkar
að gera fimmta part.
Það rumdi í landstjóranum. Hann
leit yfir .borðið á Bond. Þessi ná-
ungi virtist ekki taka mikið eftir.
En maður gat aldrei vitað hvar
maður hafði þessa leyniþjónustu-
gutta. Þetta voru hættulegir menn
að hafa í kringum sig, sífellt snuðr-
andi. Og æðsti maður þeirra hafði
heilmikið að segja á æðstu stöðum.
Það var ekki vert að fá hann upp
á móti sér. Auðvitað var hægt að
mæla því bót að senda Narvik. En
þá mundu fréttirnar síast út, auð-
vitað. Og hann mundi fá alla press-
una yfir sig. En allt í einu sá hann
fyrir sér fyrirsagnirnar: LANDSTJÓR-
INN GERIR LEIFTURÁRÁS . . . LAND-
STJÓRINN LÆTUR EKKI Á SÉR
STANDA . . . HERINN TEKUR TIL
SINNA RÁÐA! Kannske væri eftir
allt saman betra að gera þetta
svona. Jafnvel að fara og fylgja
flotanum af stað sjálfur. Já, það
er sennilega rétt. Ritstjóri The Glean-
er ætlaði að borða hádegismat með
honum. Hann mundi gefa honum
svona smá vink og tryggja sér, að
sagan fengi góða meðferð. Já,
svona átti að gera þetta.
Landstjórinn lyfti höndunum og
lét þær detta á borðið. Hann brosti
þurrlega framan í fundarmenn.
— Ég er í minni hluta, herrar
mínir, jæja þá, ég fellst á tillögur
ykkar. Ég fel yður Pleydell-Smith
að gera nauðsynlegar ráðstafanir.
Yður, fylkisstjóri, fel ég í hendur
þær hernaðarlegu aðgerðir sem
gera þarf. Hann reis á fætur og
hnykkti höfðinu í áttina að Bond:
Niðurlag í næsta blaði.
FRAMHALD AF BLS. 23.
— „Vizkusteinninn" er efni endurfæðingarinnar. Hann er búinn til
úr hreinu gulli, sólinni og hreinu silfri, tunglinu og litlu einu af kvika-
silfri, sagði munkurinn. — En það er ekki einu sinni nóg. Það verður
að bæta í það efni, sem gerir það að verkum, að allt breytizt í hreint
gull. Hann stóð kyrr um stund niðursokkinn i eigin hugsanir. — Eftir
margra ára rannsóknir held ég, að ég hafi komizt að vissum niður-
stöðum. Ég hef framleitt svart duft, sem ég kalla „náttmyrkur". Með
þessu efni get ég breytt vissum hlutum af verðlausum málmum í hreint
gull, en því miður er lífsandinn ekki nógur í þessum purum wurum,
það ekki nægilega sterkt, því mér hefur aldrei tekizt að breyta málm-
unum að fullu og öllu.
—• Þér hafið náttúrlega reynt að styrkja þennan lífsanda? spurði
Joffrey de Peyrac, með strákslegum glampa í augunum.
— Jú, það hef ég og tvisvar held ég að ég hafi verið mjög nærra því
að ná fullkomnum árangri. Ég fór þannig að í fyrra skiptið: 1 tóif
daga lét ég safann úr gulu uxaauga og fíkjujurt gerjast í mykjuhaug.
Síðan eimaði ég þetta, og fékk úr þvi rauðan vökva. Vökvanum hellti
ég aftur í mykjuna og upp af honum komu síðan maðkar sem átu hver
annan. Aðeins einn lifði af. Þennan maðk fóðraði ég á plöntunum tveim,
sem ég nefndi áður, brenndi hann svo til ösku og blandaði öskunni
saman við glersalt, olíu og „náttmyrkur". En duftið varð ekki miklu
kraftmeira við þetta.
Angelique leit hálfrugluð á eiginmann sinn, en á honum var engin
svipbrigði að sjá.
— Og í seinna skiptið? spurði hann.
— 1 seinna skiptið gerði ég mér miklar vonir. Ég hitti sjómann, sem
_ VIKAN 32. tbl.