Vikan


Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 40
PRINZ 1000 L Árgerð 1965 ★ Væntanleg er til landsins ný og stærri gerð af hinum vel þekktu NSU-PRINZ-bílum. ★ PRINZ 1000 er sérstaklega afl- mikill 51 hestafl og vegur að- eins 620 kg. ★ Vélin er 1000 cc 4-strokka loftkæld 4-gengis vél. ★ Aksturseiginleikar PRINZ 1000 eru framúrskarandi. Verð með vanalegum hemlabúnaði kr. 142.000.00. Verð með diskahemlum kr. 146.500.00. Kynnið yður þennan glæsilega fjölskyIdubíl, áður en þér festið kaup á öðrum farkosti. Örugg varahlutaþjónusta. ★ * ★ ★ ★ PRINZ 1000 er sérlega rúmgóður 5 manna bíll. FÁLKINN h.f. - bifreiðadeild LAUGAVEGI 24 - SÍMI 18670 - REYKJAVÍK gang í ógáti... .kannske stigi hann óvart á hjólaskauta í sportvörudeildi'nni, eða yrði skotinn þar ör af veiðiboga. Jú, það var sannarlega margt, sem fyrir manninn gat komið á slik- um stað, ef Iiann hafði óheppn- ina með sér á annað horð. Og — eins og til þess að auka á allar þessar hættur, var verið að skipta um sýningu í vefn- aðardeildinni. Ungfrú Byrntass- el, sem réði þar ríkjum, hafði nefnilega fengið stórkostlega hugmynd. . . . að setja þar upp einskonar maístöng, studda eins- konar stögum úr öllum liugsan- legum dúkum í öllum hugsan- legum litum. Og nú stóðu hundr- uð viðskiptavina umhverfis af- girt gólfsvæði þar í deildinni og fygldust með þvi, er starfs- fólkið úr gluggasýningardeild- inni vann af kappi að því að ganga frá maistönginni; ungfrú Herkims gekk frá stögunum að neðan; herra Donkins stóð og studdi háan sperustiga, og á efsta þrepi þess háa stiga stóð ungfrú Melissa Blix og festi „stögin“ ofarlega í stöngina. Herra Donkins var að vísu ekki álitinn alltof gáfaður, en aftur á móti var hann svo vel kröft- um búinn, að honum mundi hafa veitzt auðvelt að halda sperrustiganum stöðugum úti í tólf stiga roki, ef hann liefði hug- ann við það. En nú hittist svo á, að liann var með liugann við allt annað þessa stundina. Ung- frú Herkims hafði sumsé látið hann hafa það, að kalla hann fáhjána fyrir nokkrum minútum síðan, vegna þess að liann missti hamar úr hendi sér og hamarinn lenti á lienni, og slík móðgun sat í lionum. Hann var einmitt að hrjóta lieilann um hæfilega hefnd, þegar hann fékk sjálfur hamar í höfuðið. Melissa hafði nefnilega teygt höndina aftur fyrir sig i því skyni að ná i hamarinn, sem lá á efsta þrepi sperrustigans, en ekki tekizt betur til en það, að hamarinn ýttist út af þrepbrúninni, með þeim árangri, sem þegar er lýst. Og þó ekki nema að litlu leyti, því að herra Donkins brá svo, þegar hamarinn vakti liann af hefndarhugleiðingunum, að hann steig ofan á höndina á ungfrú Herkims, sem stökk aftur á bak og rak sig i sperrustigann svo hart, að hann skall saman. „Ó, almáttugur. ... “ veinaði Melissa, þegar hún sá, eða öllu heldur fann i hvilíkri hættu liún var stödd. Henni varð það fyrst fyrir að grípa í eina stagdúkinn, sem hún var að vísu húin að festa i efri endann, en var laus í neðri endann, og fyrir hragð- ið sveiflaðist hún út i loftið, missti takið og lenti í fallinu á ungum manni, sem átti leið þarna um, einmitt í sömu svif- um. Það varð einskonar syst- kinabylta. „Hvað .... Tee MacKinley hrópaði Melissa. „Melissa Blix — einmitt það,“ varð unga manninum að orði, og það var eins og honum kæmi þetta siður en svo á óvart. Svo virti hann hana fyrir sér and- artak og sá að hún hafði brcytzt mikið frá þvi liann sá liana síð- ast. „Hvað. .. .Melissa Blix?“ Og nú var það hann, sem liróp- aði. Viðskiptavinirnir, áhorfend- urnir, sem liugðu að þarna væri um venjulegt slys að ræða; von- uðu að minnsta kosti að hinn ungi grandalausi maður hefði orðið fyrir nokkrum meiðslum, svo að þeir fengju tækifæri til frómra ráðlegginga, þrengdust að þeim; sögðu unga manninum að liggja lireyfingarlausum þang- að til læknirinn kæmi á vett- vang, hreyfa tærnar til að kom- ast að raun um hvort hann væri fótbrotinn. .. .og væri hann svo heppinn, ætti hann i vonum aldeilis gífurlegar skaðabætur af liálfu verzlunarhússins. Allir lcepptust við að auðsýna honum samiið og hluttekningu og leggja honum ráð, nema Melissa, sem bjóst til að taka aftur til við vinnu sína og lét sig engu skipta hvort hann væri fótbrotinn eða fótbrotinn ekki. „Heyrðu, Melissa — farðu ekki strax. ... “ „Ég heyri sagt að þú sért í þann veginn að ganga í það heilaga,“ sagði hún. „í það heilaga?“ Og það var eins og hann skildi ekki orðið. „Hver ætlar að ganga i það hei- laga?“ „Ég vona að þú verðir liam- ingjusamur,“ sagði hún, heldur kuldalega. „Heyrðu....dokaðu við....“ Þá gerðist það, að dr. Dillon kom fram á sjónarsviðið. „Gerið svo vel að koma með mér,“ sagði hann við þau, Melissu og Tee MocKinley, og leiddi þau brott úr þrönginni, inn i sjúkraklefa verzlunarhússins. „Jæja,“ sagði dr. Dillon. „Er- uð þér ómeiddur, MacKinley?" „Auðvitað er hann ómeiddur. Það er orðin tízka hjá kvenfólki að detta ofan á hann, og hann virðist ekki heldur hafa neitt á móti því.“ „Nei, bíddu nú hægan.“ sagði MacKinley. Dr. Dillon greip fram í fyrir þcim. „Kysstu hana....“ skip- aði hann. Melissa varð eldrauð af reiði. „Hann ætti bara að reyna það!“ sagði hún ögrandi. „Þessi unga stúlka er sjúkling- ur minn,“ sagði dr. Dillon. „Hún — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.