Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 50
Kappakstursbrautir
*
spennandi dægradvöl
fyrir alla fjölskylduna
Tómstundabúfiin
(Nóatún) Skipholti 21 — Sími 21901
—• Ég er fátaakur eins og beiningarmaður, sagði sá siðarnefndi. —
Og mér er engin launung á því, að ég hef orðið að selja heila ekru af
víngarðinum mínum, til þess að geta búið mig sómasamlega út til þess
að koma hingað. En ég held því fram, að ég þurfi ekki að vera ríkur,
til þess að vera elskaður.
— Þér verðið þá aldrei elskaður á fínan hátt. 1 bezta lagi mætti líkja
yður við mann, sem gælir við flöskuna sína með annarri hendi og ást-
meyna með hinni, um leið og hann hjalar dapurlega um það, hve mjög
hann þurfi að strita til þess að komast yfir fé til að' veita sér hvort-
tveggja.
—• Ég held þvi fram, að tilfinningar....
— Tilfinningar þrífast ekki í fátækt....
Joffrey de Peyrac rétti upp höndina og hló.
— Þögn, herra minn, hlustið á hinn gamla meistara, sem þekkti
hjörtun og nýrun. Orð hans ættu að leysa allar okkar deilur. Hér eru
upphafsorðin að bók hans, Listin að elska: „Ástin er aristókratisk. Til
þess að geta helgað yður ástinni, megið þér ekki hafa neinar fjárhags-
áhyggjur, né heldur megið þér telja stundir sólarhringsins." Svo verið
ríkir, herrar mínir, og hlaðið gimsteinum á ykkar dásamlegu konur.
Glampinn í auga konu, sem sér gimstein mun brátt breytast í neista
ástarinnar. Persónulega dáist ég mjög að því augnaráði, sem gimstein-
um prýdd kona sendir speglinum. Mótmælið þessu ekki, konur, verið
ekki ósanngjarnar. Getið þér elskað þann mann, sem fyrirlítur yður
svo, að hann reynir ekki að auka fegurð yðar?
Konurnar hlógu og pískruðu.
—• Ég er fátækur, hrópaði Castel-Jalon dapurlega. — Peyrac, verið
ekki svona harður, gefið mér von!
— Aflið þér yður auðæva!
—• Það er auðvelt að segja það!
—• Það er alltaf auðvelt fyrir þann, sem í rauninni vill það. En ef
yður mistekst, megið þér að minnsta kosti ekki vera nizkur. „Ihalds-
semi er versti óvinur ástarinnar". Þótt þér-væruð betlari mættuð þér
ekki horfa i timann né aumt ástand yðar, heldur eigið þér að láta yður
á sama standa, þó að þér gerið þúsund skyssur, ef þér umfram allt getið
komið fólki til að hlæja. „Leiðindin er mátturinn, sem nagar sundur
rætur ástarinnar." Er það ekki rétt, konur, að þér takið loddarann fram
yfir hátíðlegan speking?.... Og að lokum gef ég yður þetta síðasta
heilræði: „Dyggðin ein gerir yður verðug ástarinnar."
Hve dásamlega rödd hann hefur, og hve vel hann talar, hugsaði
Angelique.
Koss litla hertogans á fingur hennar, brann enn á hörundinu. Hlýðinn
hafði hann snúið sér burtu, og hallaði sért nú að litlu, rjóðu ekkjunni.
Angelique var einmana, og augnaráð hennar vék aldrei frá rauðri
skikkju eiginmanns hennar. Sá hann hana? Var hann að senda henni
dulin skilaboð? Eða var hann aðeins að leika sér að gestum sínum?
— Ég skal segja yður, að ég er bara orðinn hálfruglaður! hrópaði
de Forba des Ganges og reis úr sæti sínu. — Þetta er í fyrsta/ skipti.
sem ég; er staddur við „hirð ástarinnar", og ég verð að játa, að ég bjóst
við nokkurri léttúð, en ekki þeim ströngu orðum, sem ég hef nú verið
að hlus'ca á: „Dyggðin ein gerir yður verðug ástarinnar." Verðum við
að gerast dýrðlingar, til þess að vinna konurnar?
— Ha mingjan hjálpi okkur, hertogi, sagði litla ekkjan og hló.
— Þe tta væri athugandi, sagði d’Andijos. — Hvernig litist Þér á mig
með gel slabaug, vina mín?
—• É.j; myndi ekki vilja sjá þig.
— Hivað kemur ykkur til að halda, að dyggðin sé eingöngu fólgin í
bróðerni! hrópaði Joffrey de Peyrac.
— Þa ð er dyggð að vera fjörugur, kátur, djarfur og riddaralegur,
vel mái i farinn og — nú hef ég ykkur í huga, herrar mínir —- og list-
rænn o.g síreiðubúinn elskhugi. En ég vil aðeins segja þetta: Njótumst,
það er nauðsynlegt að elska algjörlega og einlæglega, það er að segja,
holdlegi i.
Hann þagnaði andartak og hélt svo áfram, lágri röddu:
— Við megum ekki fyrirlita þá upphafningu tilfinninganna sem,
þótt hú n sé á sinn hátt ekki ósvipuð þránni einni saman, skarar fram
úr og göfgar hana. Þess vegna held ég þvi fram, að sá sem vill njóta
ástar, verði að beygja sig undir aga hjartans og skynseminnar, eins og
le Cha palain segir: „Elskhugi má aðeins hafa eina ástmey, ástmey má
aðeins hafa einn elskhuga." Veljið hvert annað, elskið hvert annað,
skiljizt þegar þreytan tekur völdin, en verið ekki eins og þeir ábyrgðar-
lausu e.lskendur, sem sökkva sér í ölvun ástríðunnar, drekka úr öllum
staupuni i einu og breyta þannig konungshöll ástarinnar í fjóshaug."
— V.ið heilagan Séverin! hrópaði Germontas. — Ef frændi minn,
erkibi tikupinn, heyrði til yðar, myndi hann ganga af göflunum. Það er
engin skynsemi í því, sem þér eruð að segja. Mér hefur aldrei verið kennt
neitt í þessa áttina.
— V'ður hefur svo fátt verið kennt, Monsieur de Germontas. Hvað
af orílum mínum hefur fengið svo mjög á yður?
— j Ult. Þér predikið dyggð og léttúð, velsæmi og holdlega ást. Og svo
skynd llega, eins og þér væruð staddur í ræðustól, ráðizt þér á ölvun
ástríð unnar. Ég mun gefa frænda mínum þessa hugmynd. Ég býst Við
að hajm noti þetta í stólræðuna næsta sunnudag. /
— Orð mín eru orð mannlegrar vizku. Astin er óvinur öfganna. Förum
eins að í ástum, mataræði og drykkju. Tökum gæðin fram yfir magnið.
Mörkin eru þar, sem ánægjan endar, og áreynzla og ógeð ógengdanna
hefst. Gctur nokkur maður notið Ijúfs koss, ef hann smjattar og rymur
eins og svín og drekkur eins og fiskur?1
—• Á >ég að taka þessa lýsingu til mín? muldraði Chevalier de Germon-
tas, m.eð fullan munninn.
Ang;elique fannst hann furðu jafnlyndur. Hversvegna reyndi Joffrey
svona vísvitandi að reita hann til reiði? Hann vissi fullvel, hve hættuleg
návist hans var.
—• Erkibiskupinn hefur sent frænda sinn til að njósna um okkur, sagði
hann, við konu sina, áður en veizlan byrjaði.
gQ — VIKAN 32. tbl.