Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 19
ÆVINTÝRIÐ UM
að hrífast af: konu, með tilfinn-
ingalíf, sem enn blundaði, konu,
sem var fjötruð af sjálfri sér, en
þráði lausn.
Það var mikið lagt á þessa
ungu stúlku. Það er sagt, að Still-
er hafi oft tekið um herðar henni
og gengið fram og aftur með
hana í garðinum fyrir utan upp-
tökusalina. Það er ekki erfitt að
geta sér til, hvað Stiller hefur
sagt henni. Þau áttu eitt mikil-
vægt sameiginlegt. Greta hafði
orðið leikkona til þess að flýjá
fátæktina. Tækist Stiller að gera
myndina „Gösta Berlings saga“
fræga, hvað gat hún þá átt í
vændum?
Garbo var þolinmóð, þótt einu
sinni heyrðist hún kjökra úti í
horni upptökuherbergisins: —
Bölvaður Stiller, ég hata þig. Það
var full ástæða til þess, að til-
finningar hennar væru á þessa
leið, og hún var ekki ein um tár-
in. Þegar Ekeby átti að brenna
úti á opnu svæði í nánd við kvik-
myndaverið, hafði Stiller spraut-
að olíu á veggina, en þeir voru
þaktir klístrugum filmuræmum,
sem urðu að glóandi sprungum.
Greta lék á móti manninum, sem hún
dáði, í Gösta Berlings saga. Kvik-
myndinni var tekið frekar kuldalega
í Svíþjóð.
Eldurinn læsti sig um allt og í
einum loftbjálkanum hékk Gösta
Berling — Lars Hanson. Allt í
einu fór einhver að sprauta vatni
á eldinn. — Hver fjandinn hefur
beðið um vatn! hrópaði Stiller
öskuvondur. Lars Hanson hróp-
aði á móti, að hann væri að
brenna til dauða. —- Það verður
að bíða, þar til ég hef stillt kvik-
myndavélarnar, öskraði Stiller.
Blaðamenn höfðu viðtal við
Gretu og hún sagði: — Þið meg-
ið ekki skrifa allt sem ég segi.
Ég er ein af þeim hugsunarlausu
manneskjum, sem tala fyrst og
hugsa svo... Það er hræðilega
erfitt og vandasamt að leika í
kvikmyndum. Ég er búin að
ganga í gegnum mikið, en Stiller
er dásamlegasti maður sem ég
þekki. Það vekur hvorki reiði
eða kvíða, þótt hann skammist.
Hann skapar fólk að nýju og mót-
ar það að sínum vilja ... Annars
er ég góð og vingjarnleg stúlka,
sem tek það nærri mér, ef fólk er
vont við mig.
Stiller mótaði hana og gaf
henni nýtt nafn. Margir hafa velt
því fyrir sér, hvemig staðið hafi
á nafninu. Að öllum líkindum
hefur Stiller beðið handritahöf-
unda sina um uppástungur. Mona
Gabor, hafði einhver stungið upp
á, Stiller datt í hug Greta Gabor,
en sá brátt að Greta Garbo var
betra.
Hann var ekki að fara í nein-
ar felur með útlit sitt, og hann
var ákaflega glæsilegur með stál-
grátt hár og grá, einbeitt augu
undir þykkum, svörtum brúnum.
Nefið var djarflegt og yfirskegg-
ið ræktarlegt. Greta sat við stam-
borðið hjá honum á Berns, en
þar var hann í rauninni sem
ókunnugur meðal háværra vina.
Hann hafði um sig hirð, var áber-
andi og gortaði eins og rússnesk-
ur stórfursti, og hlátur hans var
frægur um alla Stokkhólmsborg.
Hann var einnig frægur fyrir
bindin, sem hann bar, en hann
safnaði gömlum ísaumuðum vest-
um, sem hann klippti svo niður
og lét sauma sér bindi úr. Á
fingrum hans glóðu demants-
hringir. Stundum var hann
íklæddur skósíðri gulri slá með
trefil og belti úr svörtu skinni.
Sá fatnaður átti vel við gulan
sportbíl hans, sem vakti mikla
athygli 0g ótta í Stokkhólmi og
var kallaður „Gula hættan“.
Vinum Stillers fannst Greta
„undarleg", hún var vön að
hvísla góðan daginn og kveðju,
en það var næstum allt, sem hún
sagði. Karl Gerhard hefur
sagt hreinskilninslega: -— Við
gátum aldrei séð neitt spennandi
við hina góðlegu Gretu á þess-
um tíma ... við vorum kannske
dálítið hissa á trú Mojes á hæfi-
leikum hennar. En nú vitum við
betur.
Gagnrýnendur sáu heldur ekk-
ert sérstakt við Gretu eftir frum-
sýningu á „Gösta Berlings saga“
í marz 1924. Menn iðuðu á bekkj-
unum í Rauðu kvörninni, og flest-
um fannst að búið væri að breyta
Selmu Lagerlöv í eplamauk, sér-
staklega féll góði endirinn ekki í
smekk allra. Án þess að spyrja
Selmu Lagerlöv hafði Stiller lát-
ið Gösta Berling og Elisabeth
Dohna ná saman og í endi mynd-
arinnnar eru þau látin flytja inn
á Ekeby, sem majorsfrúin er lát-
in gefa þeim. Skáldkonan aldraða
reiddist og lét hafa eftir sér: —
Herra Stiller hefur lesið of mikið
af ódýrum reifurum. Hún mynd-
aði sér enga skoðun á Garbo, og
það gerðu gagnrýnendur varla
heldur, einstaka tautaði eitthvað
um að hún væri hrífandi stúlka.
Framliald á bls. 44.
VIKAN 32. tbl. — -IQ