Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 13
þyrfti, til að grafast fyrir orsakarætur þessara hrakfalla hennar.
„Ekkert þessu líkt liefur nokkurntíma komið fyrir mig áður,“
sagði stúlkan. „Það er allt annað en gaman.“
Það tók sálfræðinginn ekki nema nokkra daga að komast að raun
um að stúlkan var hvorki klaufsk i sér né hindruð til starfa, og hún
var við beztu lieilsu líkamlega. Þetta átti sér einhverjar aðrar or-
sakir.
„Svo virðist, sem orsakanna sé að leita í undirvitund yðar.
Að þér alið með yður leynda ósk um að lenda í óhöppum og slys-
um,“ sagði sálfræðingurinn við hana, þegar hún hafði verið undir
stöðugri umsjá hans í nokkrar vikur.
Stúlkan varð harla undrandi. „Hví í ósköpunum skyldi ég óska
sess?“ spurði hún. „Þessi lirakföll, sem eru að gera mig vit-
lausa. . . .“
„Ástæðan fyrir slíkri ósk er að sjálfsögðu ekki síður ómeðvituð, en
óskin sjálf,“ svaraði sálfræðingurinn,“ og hún getur verið marg-
visleg. Sumir verða þannig fyrir slysum vegna þess, að þeir vilja
refsa sjálfum sér. Aðrir verða fyrir slysum fyrir það, að þeir vekja
á sér athygli annarra.“ Hann gcrði þögn, svo að stúlkukindinni ynn-
ist tími til að hugleiða þessi rök hans nokkuð.
„Eigið þér við,“ spurði hún eftir andartak, „að fólk verði fyrir
slysum samkvæmt eigin ósk, einungis til þess að aðrir taki eftir
þvi?“ Það leyndi sér ekki i málrómnum að hún var lineyksluð.
“Það ætti að loka slíkt fólk inni á öruggum stað. .. .“
„Þvi er sú ósk ekki meðvituð, svo að slysin verða því ekki sjálf-
ráð,“ mælti sálfræðingurinn. „Óskin sjálf og eins ástæðurnar fyrir
henni, liggur djúpt grafin í undirvitund viðkomanda, og það
getur orðið aldeilis handleggur að komast að henni.“
„Og hvað gæti mér gengið til?“
„Það er einmitt það, sem við verðum að hjálpast að við að finna.
Og fyrsta skrefið til þess, er að rannsaka vandlega alla fortið yðar.“
H J Á L P æpti hún um leið og hún féll
beint aftur fyrir sig líkt og fimleikamaður,
sem ætlar að fara flikk-flakk —- og
hafnaði á ungum manni sem af tilviljun
átti leið framhjá.
Loks, þegar stúlkan þóttist þess fullviss
að það væri einlæg meining lians, lét hún
tilleiðast. Hún talaði við hann um allt, sem
viðkom fortíðinni, fram og aftur; um East-
ham Falls, þar sem hún var fædd og upp-
alin, um bernskuheimilið, foreldra sína,
systkini sin, hundinn og köttinn. Og þó að
ekki væri nein ástæða til að ætla, að hún
leyndi neinu af ásettu ráði, fann dr. Dillon
þar hvergi bitastætt — ekkert, sem gaf til
kynna djúplægar tilfinningaflækjur eða geð-
hömlur, engin merki sjálfsótta eða sjálfs-
flótta, ekki heldur geðkleifni, ekkert annað
en það, sem fylgdi því að þroskast og vaxa
á eðlilegan hátt úr telpuhnáku í fulltíða
stúlku. Það eina, sem fyrir hana hafði komið
á þeim árum, er kannske gat skilið eftir ör,
var að einu sinni, þegar hún átti að skemmta
á einhverri skólahátið festist pilsið liennar
i tjaldinu um leið og það var dregið upp,
með þeim afleiðingum að áhorfendur sáu
i nærhaldið... .
„Almáttugur, þvi get ég aldrei gleymt,“
sagði stúlkan.
„Jæja, þú ert áreiðanlega ein um að muna
það,“ sagði sálfræðingurinn.
Jafnvel ástir liennar voru allt að því ó-
-------------------y eðlilega eðlilegar, hversdagslegar og flækju-
lausar. Hún var að kalla trúlofuð Mervin
nokkruin Anstey, sem veitti járnvöruverzlun föður síns forstöðu
heima i Eastham Falls.
„Við höfum þekkzt frá því ég fyrst man eftir mér; við erum
jafnaldra; áttum heima sitt hvoru megin við götuna. Hann bjargaði
mér alltaf, þegar ég lenti í einhverjum vandræðum. Til dæmis, þeg-
ar ég ég komst ekki ofan úr trénu. Þá var það hann, sem kom með
stigann. Hann var að minnsta kosti ekki neitt líkur lionum Tee Mc-
Iíinley.“
„Hver er Tee McKinley?“
Það kom á daginn, að MacKinleyfjölskyldan bjó i næsta húsi við
foreldra hennar, og einn af sonum þeirra MacKinleyhjóna hafði
aldrei sett sig úr færi að stríða henni og skaprauna. Þegar sálfræð-
ingurinn svo vildi vita á hvern hátt liann hefði strítt henni og
skapraunað, gat hún ekki munað nema eitt dæmi um það — að
hann hafði flæmt kisu hennar upp i tré, og svo, þegar hún vildi
bjarga kisu, stalst hann á burt með stigann, meðan liún var að
fikra sig út á greinina, þar sem kisa sat. En þá var það semsagt
Mervin, sem kom aftur með stigann, annars var eins líklegt, að hún
og kisa hennar sætu enn uppi þar.
„Iivað er það annað, sem þú manst i sambandi við liann?“
spurði sálfræðingurinn.
„Einu sinni barði ég hann í hausinn með boltapriki.“
„Hversvegna?“
Það gat hún ekki munað, nema hvað hann hafði fyllilega til
þess unnið. „Það er ég ekki í neinum vafa um,“ sagði hún. „Og
einu sinni tókzt mér að gera hann brjálaðan af hræðslu." Hún hló
dátt, þegar hún minntist þess. „Það var kvöld og komið niðamyrk-
ur, og ég var eitthvað að laumast úti i garðinum þar kringum hús-
ið, nema livað ég sé að hann situr fyrir innan gluggann ogj er að
Iesa. Og ég tek upp stóran stein, ætla að kasta lionum í liúsvegginn
fyrir neðan gluggann og láta liann hrökkva við — en miðaði víst
• • •
VIKAN 32. tbl. — Jg