Vikan


Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 24
Hér eru þau Einar og Anna á ferðalagi austur f Hreppum, nánar tiltekið í Hlíð £ Gnúpverjahreppi. Einar kom oft að Hlíð og hafði miklar mætur á því fólki. Hann er hér í þungum þönkum. Drengirnir á hak við þau eru líkleg?. Einar og Steinþór Gestssynir, núverandi bændur á Hæli. viljið. En hvernig bar það til, að þið Einar kynnt- Aeinum þessara lognbláu sólskins- daga í vor, var Útilegumanni Ein- ars Jónssonar komið fyrir á gras- flöt vestur við gamla kirkjugarð- inn. Það var afar hljótt um þá at- höfn, samt munu flestir bæjarbúar búnir að komast að raun um að hann stendur þarna á grásteinsundirstöðu og snýr í vestur; sýnist skima flóttalega með barn- ið sitt í fanginu og látna konu sína á herðunum. Hundurinn virðist áskynja um sálarástand húsbónda síns, einnig hann skimar með flóttalegu tortryggnisaugnq- ráði. Þessi mynd er áhrifamikil og sterk. Eins og öll góð list er hún þjóðleg, án þess að vera í sjálfu sér tilraun til þjóð- legheita og geymir þann neista sem ekki slokknar. Slíkt er kennimark góðra lista- verka. En útilegumaðurinn er dálítið undarlega í sveit settur þarna á rennisléttri grasflöt- inni og rúmlega mannhæðar hár barr- skógur að baki. Það ber of lítið á mynd- inni þarna, líkt og borgaryfirvöldin hafi viljað sýna Einari Jónssyni sóma, en ver- ið ögn feimin. Síðan listamaðurinn lézt, hefur verið hljótt um verk hans og safnið sjálft. Og það hefur verið mjög hljótt um ekkju Einars, eins og oft vill verða raun- in á um ekkjur frægra manna, þegar þeir eru ekki lengur ofar moldu. Frú Anna Jónsson býr í litlu húsi í garð- inum suðaustanvert við Hnitbjörg. Garð- urinn er afgirtur með girðingu, sem manni finnst í fljótu bragði, að enginn komist yfir nema fuglar himinsins. En það er fleirum fært yfir eftir því sem frú Anna segir. Garðurinn er eftirsóttur leikvöllur meðal barna hverfisins. — Mér þykir fyrir því, segir frúin, — en mér hefur stundum fundizt, að börn- um leyfðist full mikið hér á íslandi og þau bera ekki þá virðingu fyrir fullorðnu fólki, sem annarsstaðar þykir tilhlýðileg. Eg er vön því frá Danmörku, að börn taki tillit til þess, sem eldra fólk segir. — Yður er sem sagt ami að því, að börnin úr nærliggjandi götum séu hér í garðinum með leiki sína? — Þessi garður er yndislegur friðar- staður, en hann yrði það ekki lengi ef börnum leyfðist að ganga um hann eins og þeim sýndist. Svo er annað: Einar óskaði eftir því, að friður mætti ríkja utan um safnið og lífsstarf hans. Eg er að reyna að framkvæma vilja hans. — Og þér hafið haldið áfram að tala dönsku eftir öll þessi ár hér á Islandi. — Já, þegar annars vegar er fólk, sem skilur dönsku, þá kýs ég að tala móður- mál mitt. Ég skil íslenzku og get talað hana. En ekki eins og ég vildi. íslenzka er fagurt mál. Ég lít svo til, að íslenzka eigi að talast af fullkomnun — eða ekki. — Svo yður er þá auðvitað sama þó ég spyrji yður á íslenzku? — Já, að sjálfsögðu. Spyrjið um hvað sem yður sýnist. — Það er eitt, sem mér leikur forvitni á að vita um, en þér þurfið að sjálf- sögðu ekki að svara því fremur en þér ust? — Jú, það skal ég segja yður. Fundum okkar Einars bar fyrst saman á stúdentaballi í Kaup- mannahöfn, haustið 1901. Einar hafði þá verið við nám í höggmyndalist í sjö ár í Höfn og ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Einar sagði mér síðar, að faðir hans hefði ekki þekkt nein dæmi þess, að ungir menn færu utan til listnáms og hann var víst engan veginn bjartsýnn á framtíð hans. Einar var alltaf viss í sinni sök; hann hafði ekki minnsta áhuga á skepnum eða búskap, en hann heillaðist af landslaginu á bernskuslóðum sínum og fegurð náttúrunnar. — Og þið hittust sem sagt á balli. Ég hélt að Einar hefði verið fremur lítið fyrir böll eða annan veraldarglaum. — Hann hafði lengst af ekki fjármuni til að sækja skemmtanir en hann átti auðvelt með að gleðjast og skemmta sér. Þegar menn svelta, þá mæta skemmtanir afgangi. Nokkru áður en fund- um okkar bar fyrst saman, hafði hann fengið fjár- styrk frá Alþingi til Ítalíuferðar. Sá styrkur fór raun- ar allur í skuldagreiðslur í Kaupmannahöfn. En svo fékk hann viðbótarstyrk, eitt þúsund danskar krón- ur, og það gerði honum kleift að heimsækja Ítalíu. Það hefur ef til vill verið tilefni þessa sigurs og merkisáfanga, að hann brá sér á ball hjá stúdenta- félaginu. — Og þá hefur einhver tekið sig til og kynnt ykkur? — Það atvikaðist þannig, að ég var með danskri vinkonu minni, sem var eldri. Hún hafði fengið leyfi hjá foreldrum mínum til þess að taka mig með því ég var aðeins sextán ára. Vinkona mín 24 — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.