Vikan


Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 29
ar tennur glitruðu í opnum munn- um. Bond skaut aftasta manninn í höfuðið og miðmanninn í magann. Fyrsti maðurinn hafði miðað. Kúla smaug framhjó Bond og áfram upp aðalgöngin. Það heyrðist einn hvell- ur enn í byssu Bonds. Maðurinn greip um hálsinn, snerist hægt í hring og féll svo niður á færibandið. Skotin bergmáluðu upp og niður eftir göngunum. Fíngert ryk reis og settist aftur. Tveir líkamanna lágu kyrrir. Maðurinn, sem hafði fengið skotið í magann, engdist af kvöl- um. Bond stakk riúkandi byssunni aftur undir buxnastrenginn. Hann sagði hranalega við stúlkuna: — Komdu. Hann seildist eftir hönd hennar og dró hana á eftir sér inn í hliðargöngin. Hann sagði: — Mér þykir þetta leitt Honey og tók svo til fótanna og dró hana á eftir sér. Hún sagði: — Vertu ekki eins og fífl. Það heyrðist ekkert hI jóð nema fótatak þeirra á gólfinu. Loftið var hreint í hliðargöng- unum og það var auðveldara að fara um þau, en eftir spenninginn við skotskiptin, greip sársaukinn aftur tökum á Bond. Hann hljóp ósjálfrátt. Hann hugsaði varla um stúlkuna. Allur hugur hans beindist að því að hugsa ekki um sársauk- ann, en ráða fram úr vandamálun- um, sem biðu þeirra við hinn enda ganganna. Hann gat ekki sagt um hvort skotin höfðu heyrzt og hann hafði ekki hugmynd um hvaða mótstöðu þau ættu eftir. Einasta fyrirætlun hans var sú að skjóta hvern þann sem yrði fyrir honum og komast einhvern veginn út á verkstæðið og ná fenjadrekanum. Það var eina von þeirra að komast burt frá fjall- inu og niður að ströndinni. Allt í einu tók hann eftir því, að Honey hrasaði. Hann nam staðar og bölvaði sér fyrir það að hafa ekki hugsað um hana. Hún teygði sig til hans og eitt andartak hall- aði hún sér að honum og blés mæð- inni: — Fyrirgefðu, James, það er bara það að . . . Bond hélt henni fast upp að sér. Hann sagði ákafur: — Ertu meidd, Honey? — Nei, það er allt í lagi með mig. Það er bara það, að ég er svo hræðilega þreytt. Og ég skar mig á fótunum á fjallinu. Og ég datt oft í myrkrinu. Ef við gætum aðeins gengið svolítið. Við erum rótt að verða komin. Og það eru dyr inn á verkstæðið áður en við komum að vélahúsinu. Getum við ekki farið þar inn? Bond þrýsti henni að sér. Hann sagði: — Það er einmitt það sem ég er að leita að, Honney. Það er okk- ar eina von um að komast burt. Ef að þú treystir þér til að komast þangað, þá eigum við talsverða möguleika. Bond lagði handlegginn um mitti hennar og lyfti henni upp. Hann þorði ekki að líta á fætur hennar. Hann vissi að þeir hlutu að vera illa leiknir. Það var til einskis að vera með vorkunnsemi núna. Ekki ef þau áttu að halda lífi. Þau lögðu af stað aftur. Bond beit á jaxlinn vegna þess að hann þurfti nú að leggja meira á sig. Það var blóðferill eftir fætur stúlk- unnar. Þau voru næstum nýlögð af stað þegar hún hvíslaði og það var sem hún sagði, þarna voru tré- dyr í gangnavegginn. Þær voru í hálfa gátt og ekkert heyrðist hin- um megin. Bond tók upp byssuna og ýtti dyrunum hægt upp. Verkstæðið var autt, undir björtum flouresentljós- unum glitraði svartur og gullinn drekinn. Hann sneri fram að dyr- unum og dyrnar á stjórnklefanum stóðu opnar. Bond bað þess að tankarnir væru fullir og vélvirkinn hefði framkvæmt það sem honum var skipað og gert við skaðann sem Bond hafði gert á drekanum. Allt í einu heyrðist í röddum, einhversstaðar að utan. Þær komu nær, þær voru margar og þær ræddu saman í ákafa. Bond tók í höndina á stúlkunni og hljóp áfram. Það var aðeins einn felustaður til — inni i fenja- drekanum. Stúlkan skreiddist inn. Bond fylgdi á eftir og lokaði dyr- unum varlega á eftir sér. Þau lágu og biðu. Bond hugsaði: Það eru aðeins þrjár kúlur eftir í byssunni. Of seint mundi hann eftir vopna- birgðunum á veggnum í verkstæð- inu. Nú voru raddirnar alveg komn- ar að húsinu. Það heyrðist í dyrum sem var rennt til baka á hjólum og ákafar samræður. — Hvernig vezt þú að þeir voru að skjóta? — Það gat ekkert annað verið. Þá mundi ég vita af því. — Taktu þá rifflana. Hérna Joe! Taktu þennan, Lemmy! — Það hlýtur einhver að hafa gengið af göflunum. Það getur ekki hafa verið Bretinn. Sáuð þið hann í göngunum! Og hvíta stelpan. Hún getur varla hafa verið orðin falleg í morgun. Hefur nokkur ykkar far- ið að gá að henni? — Nei. — Nei. — Nei. — Ha, ha. Ég er alveg hissa á ykkur. Að fara ekki að horfa á þessa fallegu stúlku þarna ( krabba- göngunni. — Allt í lagi, þá skulum við fara! Við skulum ganga tveir og tveir saman, þangað til við komum að aðalgöngunum. Skjótið á fæturna. Hver sem er að gera uppsteit, er ég viss um, að Doc vill fá hann til að leika sér að. — He, he. Fótatakið fjarlægðist á steypunni. Bond hélt niðri í sér andanum þeg- ar þeir fóru framhjá fenjadrekan- um. Mundu þeir taka eftir því, að dyrnar voru lokaðar? En þeir héldu áfram, gegnum verkstæðið og inn í göngin og fótatak þeirra dó smám saman út. Bond snerti handlegg stúlkunnar og brá fingur á varir. Varlega opnaði hann dyrnar og hlustaði. Ekkert. Hann hoppaði niður, gekk umhverfis fenjadrekann og út að hálf opnum innganginum. Varlega stakk hann höfðinu út. Þar sást enginn. Það var lykt af steiktum mat í loftinu og munnvatnið kom uppí munninn á Bond. Hann heyrði glamra í diskum og könnum í næsta húsi, um það bil tuttugu metra frá þeim, og úr einum kofanna barst hljóð úr hawaigítar og karlmanns- rödd söng Calypso. Einhvers staðar gelti hundur, svo var allt hljótt. Bond snerist og hljóp inn í hinn endann á verkstæðinu. Það heyrðist ekkert innan úr göngunum. Hann lokaði gangadyrunum varlega og setti slagbrand fyrir. Hann fór að vopnastandinum á veggnum, valdi sér þar aðra Smith & Wesson skammbyssu og Remingtonriffil. hann gekk úr skugga um að vopn- in væru hlaðin, fór með þau að fenjadrekanum og rétti stúlkunni. Svo fór hann aftur að útgöngudyr- unum. Hann setti öxlina í hurðina og ýtti henni frá. Það vældi í völs- unum. Bond hljóp til baka, flýtti sér inn í fenjadrekann og í ekils- sætið. — Lokaðu Honey, hvíslaði hann ákafur, um leið og hann hall- aði sér áfram og sneri kveikjulykl- inum. Nálin á eldsneytismælinum sveifl- aðist upp á „fullur". Vonandi mundi þetta apparat vera fljótt að fara í gang. Sumar dieselvélar voru lengi að taka við sér. Bond tramp- aði á startarann. Ærandi hávaðinn ætlaði allt um koll að keyra. Það hlaut að heyr- ast um alla eyjuna. Bond hætti og reyndi aftur. Vélin tók við sér og drap á sér. Og aftur, en í þetta sinn tók blessuð vélin við sér og vélarhljóðið var sterkt og jafnt, þegar Bond gaf meira í. Nú var- lega í gír. Hvaða gír? Reyna þenn- an. Já, allt í lagi, slepptu brems- unni, asninn þinn! Almáttugur, þar drap hún nærri á sér. En nú voru þau komin út og niður eftir göt- unni og Bond gaf eins mikið elds- neyti og hann gat. — Nokkur á eftir okkur? Bond varð að hrópa yfir hávaðann í dieselvélinni. — Nei. Bíddu? Jú, þarna kemur maður út úr einum kofanum! Og annar! Þeir veifa og hrópa á okk- ur. Og nú koma nokkrir fleiri. Ann- ar þeirra hleypur til hægri. Hinn fer aftur inn í kofann. Hann kemur út með riffil. Hann leggst niður. Hann er að skjóta! — Lokaðu lúgunni! Leggstu niður á gólfið. Bond leit á hraðamælinn. Tuttugu. Og þau voru að fara nið- ur í móti. Það var ekki hægt að koma þessu hraðar. Bond einbeitti sér að því að halda þessu ferlíki á troðningnum. Vélin hoppaði og hallaðist til á gormunum. Það var erfitt að hugsa um öli þessi stjórn- tæki. Kúla skall á stjórnklefanum. Og önnur. Hvað var skotfærið? Fjögur hundruð? Þetta var vel skot- ið! En það var ekki til neins. Hann hrópaði: — Líttu út, Honey! Opnaðu lúguna aðeins. — Maðurinn er staðinn upp. Hann er hættur að skjóta. Þeir standa allir og horfa á eftir okkur — það er heill hópur. Bíddu, eitt- hvað enn. Hundarnir eru að koma! Það er enginn með þeim. Þeir æða bara á eftir okkur. Skyldu þeir ná okkur? Skiptir ekki máli. Komdu og seztu hjá mér Honey. Póssaðu þig að reka þig ekki upp undir. Bond gaf minna eldsneyti. Hún var við hliðina á honum. Hann brosti við henni. Ja hérna, Honey. Þá erum við slopp- in. Þegar við komum niður að vatn- inu, skal ég stanza og skjóta þessa hunda. Ef ég þekki þessa rudda Framhald á bls. 47. ( NÆSTA BLAÐI BYRJAR Ný framhaldssaga Morð og mömmuleikur eftir Ross Mc. Donald Þetta er stutt en hörkuspennandi saga I þýðingu Lofts Guömundssonar Bond tók upp byssuna og ýtti dyrunum hægt upp. Allt í einu heyrðust margar raddir, sem ræddu saman í ákafa. VIKAN 32. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.