Vikan


Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 34
önnur var Stefanía, alsystir konu minnar Elisabetar, me'ð manni sínum Birni símstjóra Ólafssyni frá Háagerði á Skaga- strönd, hin var Gísli Jónsson verzlunarmaður og kona hans Margrét elzta dóttir séra Arn- órs í Hvammi Árnasonar, vinar míns og sóknarprests. Frétti ég þarna strax, að inn- an þriggja daga mundi land- pósturinn leggja upp i póstferð norður yfir fjöll. — Ég var á- kveðinn i að slást i för með honum. — Hlakkaði til og var hvergi smeykur. — En þetta fór nú á annan veg. — Nóttina áður en pósturinn átti að leggja upp í ferðina kom varðskipið Fálkinn inn á Seyðis- fjörð og kastaði þar nokkrum heyböggum á land, upp á eina bryggjuna. — Mig minnir, að þetta hey vera frá Færeyjum. Nokkrir hásetanna á Fálkanum lágu i Spönsku veikinni. •— Var nú ekki að sökum að spyrja. — Allt virtist verða þarna band- vitlaust allt í einu. — Eld- snemma um morguninn fóru einhverjir stórlaxar um bæinn að boði lieilbrigðisyfirvaldanna og leituðu uppi alla aðkomu- menn og harðbönnuðu þeim að hreyfa sig úr bænum fyrr en eftir þrjár vikur, eða þar til við fengjum frekari fyrirskipanir. — Þessu hlýddu vitanlega allir skilyrðislaust, að þvi er ég bezt veit. Af mér er það að segja, að ég var sem aðrir óánægður vegna biðarinnar, en lifði þó hvern dag i dýrðlegum fagnaði með áðurnefndum fjölskyldum. — Þarna gistu þessa nótt margir Héraðsmenn, bændur og búalið. — Þeir voru vitanlega undir sömu sökina seldir og aðrir. — Urðu að gera sér að góðu kyrr- setninguna. — Hross þeirra og farangur var flutt upp á heiðar af einhverjum valinkunnum sæmdarmönnum, og þar veittu Héraðsmenn þeim móttöku og komu auðvitað öllu til skila. — Mest gat ég vorkennt þrem ungum mönnum, sem höfðu skroppið kvöldið áður af Mjóa- firði til Seyðisfjarðar. — Voru þeir við sjóróðra á Mjóafirði og kváðu haustvertíðina sér tap- aða vegna þessa. Um póstinn veit ég1 ekki með vissu, en minnir að hann gisti annað hvort á Vestdalseyrinni eða í Firði í Seyðisfirði þessa nótt. — Að minnsta kosti heyrði ég aldrei talað um, að hann hafi lent í þessu banni, og alls ekki man ég eftir honum á Seyðis- firði þann tima, sem ég dvald- ist þar. Með veikindi þarna fór allt betur en á horfðist i fyrstu. — Spánska veikin gerði aldrei vart við sig á Seyðisfirði þennan tíma, og loksins þegar hinn lang- þráði dagur rann upp, er okkur pislarbræðrunum var leyft að fara frjálsir ferða okkar, var — VIKAN 32. tbl. ég svo lieppinn, að þarna kom skip til Seyðisfjarðar, m/b. Helga af Akureyri, og ætlaði norður til Siglufjarðar nokkrum dögum seinna. — Þar var mér lofað fari og öðrum, bóndaefni af Héraði, sem ætlaði norður í Húnavatnssýslu til að kvongast þar og byrja búskap. ■— Átti þar kærustu geymda og vísa bújörð, enda hefir hann búið í Húna- þingi siðan, þó eltki alltaf á sama stað. — Ég vissi til, að fleiri farþegar sóttust eftir að komast með Helgu norður. — Man ég eftir tveim stúlkum, sem sárbáðu skipstjórann að taka sig til Alcur- eyrar, en hann þverneitaði, sagði eins og satt var, að ekkert vit væri fyrir þær að fara með, ó- vanar öllu vosi, hávetur og allra veðra von, og eiginlega hvergi trygg höfn, eftir að sleppti Seyðisfirði, fyrr en þá á Siglu- firði eða Akureyri og þangað væri margra daga ferð á ekki gangbetra skipi. — Loksins rann upp sá langþráði morgunn, er lagt var frá bryggju á Seyðisfirði. — Þrír voru far- þegar, ég undirritaður, bónda- efnið og grá tík, sem hann átti, vitskepna og metfé hið mesta. — Þennan morgun var hin land- fræga Austfjnrðaþoka svo myrk sem hún getur orðið. — Hvergi sást örla fyrir landi, en hásetar og skipstjóri kunnu sitt fag og sigldu allt hvað af tók. — Blíða- logn var og kvikulaust. •— Aldr- ei urðum við lands varir fyrr en við sáum Langanesfjöllin. — Birti þá nokkuð i loft og byrj- aði jafnframt að kæla á austan. — Okkur gekk ágætlega fyrir Langanes og Þistilfjörð, en frek- ar herti þá vindinn, eftir þvi sem vestar dró með landinu. — Kom nú loks að því, að við vorum komnir að mynni Siglu- fjarðar. — Var ég farinn að hlaka til að komast þar í land, en það vildi nú ekki lánast til að hyrja með, því allt i einu stanzaði vélin. — Var nú hafizt handa og komið upp seglum í snarkasti. — Ég rauk óðara upp á dekk að hjálpa liásetunum við þetta verk. — Var nú óðara beitt frá Siglufirði og munaði minnstu, að við lentum upp undir Strák- ana, sem er klettafjall vestan við Siglufjörð. Allt lukkaðist samt, og var nú látið drífa vestur á Skagafjörðinn. — Þegar við vor- um úr allri hættu, var hafizt handa að koma vélinni í lag. — - Þar kom ég hvergi nærri, enda ekkert vit á sliku galdra- verkfæri. — Eiginlega var komið versta veður, haugasjór og drif á norð- austan og hriðarslitringur. -— Ekki beint stórhrið.— Einhvern- ttíma um nóttina komst vélin samt i lag og var nú aftur snúið við til Siglufjarðar, eftir að vél- stjórinn Iiafði keyrt hana nokk- urn tíma, auðvitað til að reyna hana. — Hvað langt vestur á Skagafjörð við vorum komnir, þegar snúið var við, veit ég ekki, en hitt er vist, að klukkan tíu um morguninn lögðumst við að bryggju á Siglufirði. — Þar var fyrsti maður, sem tók í höndina á mér, Guðmundur vinur minn og skólabróðir af Verzlunarskól- anum, Hafliðason, er um langt skeið var lögregluþjónn, hafnar- vörður og margs konar öðrum embættum gengdi hann á Siglu- firði. — Þetta var stakur sæmd- armaður. Þarna skildi ég við mína á- gætu félaga og sá þá aldrei fram- ar. — Seinna fórust einhverjir þeirra með kútter Talisman (23/3.? 1922) á nesinu á milli Súgandafjarðar og Önundar- fjarðar. — Þetta voru afburða- sjómenn allir, það reyndi ég siðustu nóttina, sem við vorum saman. Ég fór beint heim til Guð- mundar Hafliðasonar og sat þar nokkra daga og naut hans á- gætu gestrisni. — Hríðarveður var og setti niður snjó á Siglu- fjarðarskarði. Þegar Guðmundi fannst komið ferðaveður fyrir mig ókunnan, lagði ég land und- ir fót. —• Er ég var að leggja af stað frá Guðmundi, var hann búinn að útvega mér eða kaupa skíði, sem hann sagði mér að skilja eftir, þegar þau færu að verða mér til trafala. — Þótti okkur líklegast, að það mundi verða, er kæmi fram í Sléttuhlíð- ina. — Þegar ég var að bera mig til að komast á skíðin, brást Guðmundur hart við. — Sá hann þá, að enginn var stafurinn. — Þar stóð upp við tröppurnar kústur með löngu skafti, auð- sæilega notaður til oð þvo með honum glugga. — Hann þrífur kústinn, setur skaftið á hné sér og brýtur það sundur við haus- inn. — Þarna var tilvalinn skíða- stafur. — Svona var Guðmundur á öllum sviðum, hugulsamur drengskaparmaður og höfðingi út í fingurgóma. Var nú haldið af stað. — Ein- Iiver var samfylgdarmaður minn, man ekki hver liann var. — Ferðin gekk eiginlega ágætlega yfir skarðið og fram Skagafjörð- inn daginn eftir. — Gisti ég þá nótt i Felli' í Sléttuhlíð lijá stór- bóndanum og höfðingjanum Sveini Arnasyni (Hann var af hinu svokallaða Dalabæjarkyni, ættaður frá Úlfsdölum, vestan Siglufjarðar). —• Þaðan hélt ég daginn eftir fram að Bæ á Höfðaströnd. — Þar bjó þá Jón Konráðsson, annar héraðshöfð- inginn af mörgum þar ytra. — Þaðan féll bátsferð daginn eftir inn á Sauðárkrók, og tók ég mér far með honum, enda var það auðfengið. — Daginn eftir fór ég heim í Illugastaði i hriðar veðri og verstu færð. — Voru þá sex dagar til jóla, svo mátu- lega var sloppið. Það er af félaga minum, bónda- efninu af Héraðinu, að segja, að hann fór með Helgu til Akureyrar, hafði þar einliverj- um viðskiptaerindum að gegna og árnaðist honum ágætlega úr því. — Mér var sagt, að hann hefði keypt hest í Eyjafirði og farið ríðandi þaðan heim til kærustunnar. Þetta eru nú 45 ár, siðan þessi ferð var farin, og hún aldrei rifjuð upp fyrr en ég las í Sunnu- dagsblaði Tímans frá 27/10. þ. árs frásögn Snorra fyrrverandi námsstjóra Sigfússonar um af- drif þeirra „Talisman-félaga“.* Má vera að ég segi skakkt frá gististöðunum, eftir að ég lagði land undir fót frá Siglufirði. — Ég átti svo oft eftir að gista hjá mörgum þessum ágætismönnum og ótal fleirum þarna út austan- megin Skagafjarðar eftir að ég gerðist verkstjóri við sýsluvegi Skagafjarðarsýslu 1926 og áfram- haldandi verkstjóri við Siglu- fjarðarbraut og ótal mælinga- ferðir og aðra snúninga þar ytra um fjölda ára. Ég gisti auðvitað í Fljótunum fyrstu nóttina eftir að ég fór frá Siglufirði, en man alls ekki hvort ég gisti á Hraunum eða ég fór inn að Mói til vinar mins og gamla félaga Hermanns kaup- félagsstjóra Jónssonar. — Minn- ir þó frekar, að ég gisti á Hraun- um, en koma ekki að Mói í þess- ari ferð. Skagaströnd, 10/1. 1963 Ludv. II. Kemp. * Vélstjórinn á Helgu þessa ferð var Stefán Ásgrímsson, sá er fórst í Talismanslysinu. — Má vera að einhverjir fleiri þeirra Talismanfélaga hafi verið þarna hásetar. Mig minnir að skipstj. á Helgu þessa áminnstu ferð héti Jakob og vera Jakobsson? Brúin hrundi... FRAMHALD AF BLS. 11. Síðan hringdi ég í ráðherrann, sagði honum að ég hefði einmitt verið að tala við deildarstjórann. Þetta væri nú ljóta ólánið með fyrirtækið o.s.frv., og við rædd- um málið dálitla stund, eða þang- að til ég hafði fengið þær upp- lýsingar, sem ég taldi mig þurfa. Þar með var ég búinn að fá stað- festingu á fréttinni, og eins góð- ar upplýsingar og hægt var. Við vorum fyrstir með frétt- ina. ..“ — Herbragðið hefur heppnazt fullkomlega. „Já. Ég var ósvífinn, — en kurteis. Þetta varð engum að meini, ég vissi að fréttin mundi koma í blöðunum, þetta var svo stórt mál á þeim tíma, að hjá því varð ekki komizt, að það yrði opinbert. En samkeppnin var mikil milli blaðanna, og mikils virði að geta orðið fyrstur með fréttina. Og þetta tókst mér. Ann- ars er þetta gamalt bragð, sem vafalaust er oft notað, en mér er það minnisstætt, vegna þess að þetta var mín fyrsta stórfrétt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.