Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 44
f ferðalagið
Skóverzlun Péturs Andréssonar
LAUGAVEGI 17 - FRAMNESVEGI 2
ið áfram, þar til stk. frá uppfitjun
mælir um 27—30 / 33—37 sm.
Prjónið munsturbekk II og síðan
áfram með grunnlit 10—10 / 6—6
umf.
Prjónið fyrir 8 og 10 ára áfram
2 umf. með bláu.
Prjónið fyrir 12—14 ára munstur-
bekk I og síðan 6 umf. með grunn-
lit og þá 2 umf. með bláu.
Prjónið nú 23-23 / 27-27 I.
br., snúið við, prj. 4 umf sl. yfir
sömu lykkjur fyrir saumfar, og fell-
ið fast af. Prj. næstu 44—44 / 46—
46 I. sl. og láitð síðan merki. Þess-
ar lykkjur eru fyrir hálslíningu. Prj.
þá næstu 46—46 / 54—54 I. br.,
snúið við og prj. 4 umf. sl. að
merkinu, og fellið af. Prjónið næstu
44—44 / 46—46 I. sl. og látið þá
merki. Prj. að lokum 23—23 / 27
—27 I. br., snúið við, prj. 4 umf.
sl. að merkinu. Fellið af og látið
hálsmálslykkjurnar á þráð.
Ermar: Fitjið upp á prj. nr. 2V2
með bláu garni 46—46 /50—50 I.
og prj. stuðlaprjón 5 sm. eða 8
sm. , eigi það að brjótast tvöfalt.
Prjónið nú með hvíta grunnlitnum
og prj. nr. 3V2 .Prj. 2 umf. sl. og
síðan munsturbekk I. Prjónið
áfram með grunnlitnum, og aukið
út 2 I. á undirerminni með 2ja sm.
millibili, þar til 61-65 / 73-75 I.
eru á prjónunum. Prj. áfram þar til
ermin frá uppfitj. mælir 20V2—24’/2
/ 28V2—30V2 sm. Prj. þá munstur-
bekk II, og byrjið eftir örvamerkj-
um skýringamyndanna. Aukið út á
undirerminni um leið og munstrið
er prjónað 1 I. í 4. hv. umf., þar
til 77—81 / 89—91 er á prjónun-
um. Síðustu 6 umf. munstursins er
aukið út í hverri umferð þar
til 89—93 / 101—103 I, eru á pjón-
unum. Prjónið 1 umf. sl. með grunn-
lit, snúið þá stk. við og prj. 5 umf.
sl. fyrir saumfar á ermina. Fellið
af.
Frágangur sá sami og á kven-
pyesunni.
Hálslíning: Takið upp á prj. nr.
3V2 88-88 / 92-92 hálsmálslykkj-
unnar.
A 8 og 10 ára stærðir: Prj. 1
umf. með hvítu garni og aukið út
með jöfnu millibili, þar til 90—100
I. eru á prjóninum. Prjónið þá
munsturbekk I. Prj. áfram með
grunnlit 1 umf. sl., 1 umf br., 7
umf. sl. fyrir innafbrot. Fellið laust
af.
Á 12 og 14 ára stærðir: Prj. 6
umf. sl. með bláu garni. Prj. sam-
an 2 I. á hliðunum ( annarri hv.
umf. Prj. 1 umf. br., þá 7 umf. sl.
og aukið þá út 1 I. á hvorri hlið
í annarri hv. umf. Fellið laust af.
Brjótið hálslíninguna inn á röngu
um brugðnu umferðina og tyllið
niður í höndum, svo hvergi strekki.
Húfan: Fitjið upp 110/ 120 1. með
hvítu garni á sokkaprjón nr. 2'/2.
Prj. stuðlaprjón, 2 sm. Takið þá
prj. nr. 3V2 og prj. 1 umf. sl.. Prj.
munsturbekk II og haldið áfram
að prj. með grunnlit 2/6 umf. sl.
Prjónið þá í næstu umf. saman 9.
og 10. hv. lykkjur. Prj. 1 umf. án
úrtaka. Haldið áfr. með úrtökur og
hafið 1 I. minna milli úrteknu lykkn-
anna í úrtökuumferðunum og 1
umf. venjul. milli úrtökuumferða.
Þegar 11 / 12 I. eru eftir, er tvö-
faldur þráður dreginn ( gegnum
lykkjurnar og hert að. Gangið frá
þræðinum, búið til dúsk úr rauðu
garni og festið á húfutoppinn.
Greta Garbo
FRAMHALD AF BLS. 19.
En þeir, sem næma tilfinningu
höfðu fyrir leyndardómum kvik-
myndanna, tóku eftir kyntöfrum
Gretu Garbo. í bók sinni um
Gösta Ekman lætur Hasse Ekman
hann segja þetta um Gretu eftir
fyrsta fund þeirra: — Það var
eitthvað saklaust og þó svo synd-
ugt við hana. En fyrst og fremst
var það eitthvað nýtt. Þar sem
ég var þá nýkvæntur, fannst mér
ég verða að hafa hemil á hrifn-
ingu minni. Hún var ögrandi,
sagði ég. — Það er eitthvað í
svip hennar, sem siðprúðar stúlk-
ur hafa ekki. Tengdamóðir mín
var mér sammála. — Já, þetta er
rétt hjá þér, en drottinn minn,
hvað hún er glæsileg. Ég var
feginn að einhver tók undir þetta,
því að ég hafði bara sagt þetta af
tillitsemi við konuna mína. En
hún lét ekki gabba sig, hún vissi
vel að augu Gretu höfðu mikil
áhrif á mig.
Garbo varð þannig engin
stjarna í Stokkhólmi eftir frum-
sýninguna á „Gösta Berlings
saga“. Hún fór aftur á leikskóla
Dramatens, umtöluð og öfunduð.
Hún hélt áfram að umgangast
hinn fræga Stiller, kannske var
hún trúlofuð honum? Það var
altalað, að Stiller vildi hafa nóg
af fögrum konum í kringum sig,
en hann hafði aldrei verið ást-
fanginn. Og hann hafði aldrei
verið kvæntur.
44
VIKAN 32. tbl.