Vikan


Vikan - 27.08.1964, Síða 5

Vikan - 27.08.1964, Síða 5
Þessar þrjár þarfnast ekki skýringa, ef allt er sem sýnist. En samkvæmt áreiðan- legum vitnisburði var þessi náungi að- eins að sýna hópi áhugamanna, hvernig hægt er að verða af því að drekka bara appelsín. Hvað á að gera við tjald, þegar til er góður poki og ómæld ást? Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur, kvað Jónas forðum, og sú spurning er víst ennþá vakandi. Myndin sýnir unga stúlku, sem hefur lagt upp í þá erfiðu ferð að klöngrast upp í Dauðsmannshelli. — Guð, hvað hún Sigga er búin að vera lengi! Ást eða hatur? kallaði ljósmyndarinn þessa mynd. Og er það ekki fullt eins gott nafn og hvað annað? ekki kosið. Þeir, sem ekki höfðu mátt vera að því að sofa, lögð- ust í sólbað og söfnuðu kröftum fyrir kvöldið, en aðrir fóru í gönguferðir. Það vissu ekki allir, að þessi skógivöxnu daladrög eru girt jöklum að sunnan og austan. En milli Húsadals, þar sem flestir dvöldu, og Eyjafjallajökuls er Valahnjúkur, sem snarlækkar að austan, en lækkar í löngum hrygg til vesturs. Milli Valahnjúks og jökulhlíðanna rennur svo Krossá vestur í Markarfljót. En þetta vissi ekki stúlkan, sem benti vini sínum á Valahnjúk og sagði: „Við skulum klifra upp á þennan hól. Mig langar til að sjá Surtsey“. Ég vonaði að hún yrði ekki fyrir vonbrigðum með silfurbláan Eyjafjallatind. Þegar líða tók á laugardaginn, tíndiist fólkið heim úr göngu- ferðum, og þeir sem vökvað höfðu lífsblóm sín kvöldið áður, höfðu endurfæðzt. Nú varð Húsa- flöt, í miðjum Húsadal, mið- punktur Merkurinnar. Á þessari flöt eru rústir eftir síðasta bæ- inn í dalnum, sem lagðist í eyði á síðustu öld vegna draugagangs. En enginn má við margnum, og nú eru draugarnir á Mallorca yfir Verzlunarmannahelgina, enda enginn svefnfriður í Mörk- inni fyrir þá, sem gamlir eru. Snemma um kvöldið komu bíl- ar úr bænum með fleiri náttúru- börn. Þá tók að glæðast fjörið, og það var eins og menn byggju sig undir orrustu með því að öskra og klípa skvísur. Þegar byrjað var að dansa kom galsi í mannskapinn og ég held að fjör- ið hafi risið fjöllunum hærra, þegar flugeldum var skotið af hæðunum í kring. Það var þá, sem stúlkan hrópaði: Stelpur, varið ykkur á prikunum. Hún hefur líklega átt við prik- in á flugeldunum. Þetta kvöld sendi lögreglan heim þá menn, sem sönnuðu að þeir voru óhæfir til að vera inn- an um fólk, með drykkjulátum og slagsmálum, og bar lítið á slíku eftir að þeir höfðu snúið heim, nógu snemma til að geta mætt í kirkju á sunnudags- morgni. Framhald á bls. 33. VIKAN 35. tbl. 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.