Vikan - 27.08.1964, Síða 6
/aitifiv^o
Nýtfzlcu straujárn er létt ~ sem allra léttast — því að það er hitinn — réttur
hiti — en ekki þyngdin, sem straujar.
FLAMINGO straujárnið er (islétt — aðeins 800 grömm — hitnar og kélnar
fljétt og hefur hérnékvwman hitastilli, ésamt hitamsali, sem alltaf sýnir hita*
stígið. Stílling fyrir "straufrí" efni. Truflar hvorki útvarp né sjónvarp. Inn-
byggt hitaöryggi.
Lögun og léttleiki FLAMINGO gerir það leik einn að strauja blúndur,
leggingar, kringum tölur og annað, sem hingað tíl hefur þétt erfitt.
FLAMINGO straujérn eru falleg - hreint augnayndi - og fést krémuð, blé,
gul og rauðbleik. Einnig fyrir vinstri hönd.
FLAMINGO úðarinn úðar tauið svo
fínt og jafnt, að haegt er að strauja |>að
jafnóðum. Sem sé: gamaldags steink-
un og vatnsblettír eru úr sögunni.
Úðaranum fylgir hanki fyrfr glas
og úðabyssu. Litír: svartur, blér,
gulur, rauðbleikur.
FLAMINGO snúruhaldari heldur
straujérnssnúrunni é loftí, svo að
hún flaekist ekki fyrir.
FLAMINGO gjafakassit straujéw
og úðari.
FLAMINGO straujém, úðari og snúruhaldari eru hvert f sínu lagi — og eldd
sfður saman — kjörgripir, sem vekja spuminguna: Hvemig gat ég verið én
þeitra?
FLAMINGO: fyrir yðurl — FLAMINGO: falleg gjðfl
ÁBYRGÐ-
Varahlut'a- og
viðgerðaþjénusta,
O.KORMERUP
12606 - SUÐURGÖTU
R E Y K J A V I K
PÖNTUN
Sendið undirrit. í póstkröfu:
.....Stk. FLAMINGO straujárn................litur: .......... kr. 498,00
..... stk. FLAMINGO úðara...................Utur: ........... *8.<X>
..... stk. FLAMINGO snúruhaldara ^2-00
..... stk. FLAMINGO gjafakassa..............Utur: ........... ta- 7M'°°
Nafn .................................................................
Heimili ..............................................................
Kannt þú að lesa?
Kæri Póstur!
Mig langar til að spyrja þig
um dálítið varðandi söguna Neyð-
arkall úr geimnum. Yar honum
bjargað yfir í annað geimfar og
ætlaði Rússinn að gera slíkt hið
sama? Maður heyrði bara um það
að stjórntækin hefðu bilað og
hann lent sjálfur heilu og höldnu.
Svo þakka ég kærlega fyrir allt
gott efni.
Ó. H. J.
--------Elsku vinur... þú kannt
að lesa, er þaff ekki? t 30. tölu-
blaffi VIKUNNAR, bls. 39 er end-
irinn á sögunni, og hann er
svona:
„Langt í burtu sáu þeir allt í
einu skæra eldsúlu, sem glóffi í
tíu mínútur, en hvarf svo og
nóttin réði ríkjum.
— Þetta voru hemlarakettur
vinar okkar, sagði Pruett. Hann
er á Ieiðinni heim.
Jim Dougherty svaraði lágt:
— Við líka....
ENDIR."
Og ef þetta er ekki nógu greini-
legt fyrir þig, skaltu koma hingaff
til okkar á ritstjórnarskrifstof-
una, og viff skulum útskýra þetta
nánar.
MáliS er í athugun
Kæra Vika!
Mér þótti mjög gaman að lesa
greinina um raforkuna hans
Jónasar Sveinssonar, sem hann
vill láta flytja út til Evrópu. Mér
er kunnugt um að hann hefur
lengi haft áhuga á þessu, skrifað
um það og haldið fyrirlestra. Ég
er sannfærður um að þetta er
vel framkvæmanlegt og mundi
gefa landinu geysilegar fjárhæðir
í hagnað.
En hvernig stendur á því að
ekkert er gert í málinu? Hafa
hinir vísu menn reiknað út að
þetta sé eintóm vitleysa, eða er
það bara þetta vanalega — að
ekkert sé gert, sett í nefnd, verið
að athuga málið eða eitthvað svo-
leiðis?
Ég stend alveg með Jónasi, og
veit að það gera fleiri.
Þakka þér svo allt gott.
Steini Þ.
--------Okkur finnst þaff sama
og þér, Steini, aff það ætti aff
gera eitthvaff í þessu hiff fyrsta.
Þaff eru geipilegar fjárhæðir
sem fara þarna til spillis á hverri
mínútu. En það er nú svona...
þaff er nógur tíminn, og „þaff er
veriff aff athuga máliff".
Þessar ekkisen fram-
haldssögur
Það er kannske dálítið óvenju-
legt að maður skrifi þér um efni
blaðsins — sem alls ekki les blað-
ið og veit raimverulega ekkert
hvað í því stendur.
Og þó.
Konan mín kaupir VIKUNA
alltaf, og tengdamóðir mín fær
hana svo lánaða hjá henni. Yfir-
leitt fæ ég svo að vera í friði fyrir
henni (VIKUNNI) og það finnst
mér ágætt.
En nú hefur það breytzt. Þær
koma varla svo saman nú orðið,
konan og tengdamútter, að þær
fari ekki að tala um framhalds-
sögurnar í VIKUNNI, og fjand-
inn hafi það að ég komi þar orði
inn á ská. Þær spekúlera í því
hvort einhver verði brenndur á
báli, hvort þessi eða hinn verði
drepinn, hvort hún losni úr fang-
elsinu og hver veit hvað ...
Mér finnst alveg nóg um, og
kvarta hér með yfir þessum
ósköpum, — að fá ekki að vera
í friði á heimilunum fyrir þessu.
Væri ekki mögulegt að þið hefð-
uð einhverjar framhaldssögur í
blaðinu, sem þær gætu lesið í ró
og næði og þyrftu ekki að ræða
sýknt og heilagt.
Með öðrum orðum: Vinsamlega
hafið framhaldssögurnar ekki
svona æsispennandi.
Heimafús.
--------Ha-ha! Ég meina: HA-
HA! Sem í rauninni þýffir: HA-
HAAA-HA A AA!!!
Fullorðna fólkið og
Ringó
Kæri Póstur!
Um daginn birtir þú bréf sem
einhver hneykslaður faðir skrif-
aði og setti hann mjög út á The
Beatles og fannst mér heldur
mikið af svo góðu. Um Ringó
Starr sagði hann meðal annars,
að ljótari skepnu í mannsmynd
hefði varla nokkur maður séð.
Hann er ljótur sjálfsagt, en samt
sem áður finnst mér þessi svo-
kallaði hneykslaði faðir reglulega
ókurteis og svo er einnig um
111: FÖNIX s.í., Suðurgötu 10, Reykjavlk.