Vikan - 27.08.1964, Side 10
Látum vera, þótt hér væri farió niður. En vegurinn er hrikalegur, ef það stendur til að fara upp. Samt blessast þetta allt, líka
fyrir jeppann með kerruna, þótt hún sé leiðinda baggi að bera á svona vegum. O
Það var kuldalegt um kvöldið undir Kverkjökli. Hvasst og snjóslcttingur með stuttum hvíldum. Bak við tjöldin er tekið að
votta fyrir skafli — hann var orðinn drjúgum stærri um morguninn. O
Ferðin gekk vel niður í
Hvannalindir. Ætlunin var að
dvelja þar næstu nótt, svo við
reistum strax tjöldin og fengum
okkur vel að borða, áður en við
héldum af stað að skoða lind-
irnar. Það var miklu betra veð-
ur í Hvannalindum en uppi í
Kverkfjöllum; að vísu hvasst
líka, en mun hlýrra og ekki snjó-
koma. Aðeins skúraleiðingar
annað slagið.
Eftir matinn og góða hvíld
fórum við í gönguferð um
Hvannalindir. Þær eru nýtt land,
ef svo má að orði komast. Þar
er ekki oft komið. Og í bók
Ólafs Briem, Útilegumenn og
auðar tóttir, segir að Hvanna-
lindir hafi fyrst orðið kunnar
eftir ferð Péturs Péturssonar á
Hákonarstöðum um Ódáðahraun
árið 1834. En utilegumannakof-
arnir- þar voru ókunnir enn í
næstum .hálfa öld, eða þar til
fjórir Þingeyingar fóru í rann-
sóknarferð suður á fjöll árið
1880. Þeirra á meðal var Jón
Stefánsson skáld, (Þorgils gjall-
andi). Þeir félagar fundu rúst-
irnar, og sömuleiðis hrossbeinin,
sem Jón samdi um sína frægu
sögu Heimþrá.
í rauninni eiga skepnur ekki
að sjást í Hvannalindum. Kreppa
og Jökulsá eiga að sjá um það.
Samt hefur hesturinn, sem þar
bar beinin, einhvern veginn kom-
izt þar yfir, og sömuleiðis tveir
veturgamlir hrútar, sem þar voru
á beit núna. Og í fyrra fundust
þar rytjur af þremur sauðkind-
um, sem að líkindum hafa farið ofan um snjó í grunnan læk og borið þar
beinin. Og tófa unir þar, ef marka má förin, sem við sáum eftir hana. Enda
er þarna nóg af rjúpu.
Mér hefur alltaf fundizt saga Þorgils gjallanda væmin og í stíl við sálar-
ástand vormanna íslands. En samt er það svo, að við hrossbeinin, sem eru
hvít og skinin í hraunkrikanum norðan við útilegumannakofana, fyllist mað-
ur sérstakri stemmingu. En nú er bara alls ekki víst, að þetta séu réttu bein-
in. Sigurður Egilsson sagði mér, að bein „Stjörnu" ættu að vera á einhverj-
um melhrygg norðaustan við Lindarnar, og þessi bein væru af alröngu hrossi
og ósögulegu. En mér er sama, séu Stjörnubein týnd, má vel nota þessi í
staðinn.
Það er sérlega gaman að sjá kofatóttirnar í Hvannalindum. Þetta eru mynd-
arlegustu útilegumannahíbýli, sem ég hef séð menjar um. Ólafur Briem seg-
ir í bók sinni, að þök hafi víðast verið fallin ofan í kofatóttirnar, er þær
fundust, en veggir hafi verið allstæðilegir. Kristján Eldjárn gróf þær síðan
upp árið 1941, og skýrði frá uppgreftinum í Lesbók Mbl. sama ár, og tek ég
þá lýsingu upp hér, með leyfi höfundar, þar sem ég get ömögulega lýst þeim
á annan hátt betur:
„Útilegumannakofarnir eru í þrennu lagi. í miðju aðalþyrping eða bær,
Það er skjólsælt or gott ofan í kofanum hans Eyvindar í Herðubreiðarlindum. En hann
var ekki stór, varla hægt fyrir fullvaxinn karlmann að hringa sig ofan í honum nú til dags.
— VIKAN 35. tbl.