Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 27.08.1964, Qupperneq 16

Vikan - 27.08.1964, Qupperneq 16
Ég minni á, að ég er kjölturakkinn á heimil- inu. Við vorum að aka frúnni á áætlunarbíl- inn, en við vorum ekki fyrr komnir heim en maðurinn rýkur í símann. Þar á hann eitt af þessum skemmtiiegu símtölum og á eftir verð- ur hann andstyggilega kátur og nervus. BJARNA frá Hoftelcjl KJOUURAKK Mér kom síður en svo á óvart, að hann vildi senda konuna á sumarhótelið í Ölfusinu. Þau hafa nefnilega alls ekki verið sátt upp á síðkastið. Hún er oft ánægð, þegar við erum ein heima á dag- inn. Og hann reynir stundum að tala skemmtilega í símann á kvöldin, þegar konan er farin í saumaklúbbinn og krakkagrisl- ingarnir sofnaðir. Ég á við, að þau séu ekki böl þegar þau eru saman. Ég hafði aldrei ímyndað mér, að til væru eins lang- ar þagnir í lífinu eins og þegar þau sitja tvö ein inni í stofu á kvöldin. Hitt er annað mál, að ég kann þessum þögnum heldur vel. Mér finnst manneskjurnar alltaf eðlilegri í vansælunni, eins og hún eigi að vera hlutskipti þeirra — auk þess sem það er stað- reynd, að því minna sem hjónin hérna klappa hvort öðru þeim mun betur láta þau að mér. Eins og ég segi: ég var ekkert hissa á því, þó maðurinn vildi borga fyrir að losna við konuna og krakkagrislingana eina viku eða svo. En hann lét ekki þar við sitja, heldur hjálpaði henni af öllum mætti við undirbúninginn. Ja, þú mátt ómögulega missa af rútunni, sagði hann. Ég sá líka, að hann var miklu kátari en hann vildi viðurkenna. Hann var alltaf að reyna að bæla niður bros, sem vildu endilega umkringja munninn á honum; og það var ljós glampi í augunum á honum, þó hann reyndi líka að dylja hann. Mér þótti þetta ills viti. Það var rétt eins og fyrir fjórum um árum, þegar þau voru nýgift — nema þá fór hann ekki í fel- ur með brosin, heldur sáði þeim kringum sig. Einkum þó á elsku hjartans gullið sitt. Mig sá hann auðvitað ekki fremur en ég væri kötturinn. Ég á alltaf dapurlegar endurminningar um hamingj- una. Jæja, seinast var konan orðin snakill yfir allri þessari yfirþyrm- andi hjálpfýsi: —- Það er naumast þér liggur á að losna við mann, sagði hún. — Ég vil bara ekki þú missir af rútunni, sagði hann. Ertu búin að stinga baðhandklæðinu niður? Og mundu nú eftir sólgler- augunum þínum og kreminu. Mikið þætti mannkindinni hún skrítin skepna, ef hún sæi sig með mínum augum. Svo ók hann fjölskyldunni á Béessí og leyfði mér að fljóta með. Á leiðinni minnti konan hann ennþá einu sinni á að taka til í geymslunni. Strax í dag, sagði hann. Við komum auðvitað löngu fyrir tímann. Mér hundleiddist að hanga inni í bílnum, meðan þau biðu á planinu. En hann vildi ekki yfirgefa þau, fyrr en rútan færi. Þegar konan og krakkagrislingarnir voru loksins komin upp í rútuna, stóð hann fyrir utan, veifaði til þeirra gegn- um rúðuna, bankaði á hana og gerði að gamni sínu, hljóp inn í afgreiðsluna og keypti súkkulaði handa þeim, bankaði enn í rúð- una, veifaði og brosti. Maður hefði getað haldið þau væru í þann veginn að gifta sig aftur. Loksins drattaðist rútan af stað. Mér hafði skilizt þau ætluðu að vera burtu sosum vikutíma. Við ókum aftur heimleiðis. En nú var enginn asi á manninum lengur. Hann dólaði inn Skúlagötuna, virti fyrir sér sjóinn og skýin og aðra ómerkilega hluti, blístraði gamla lagið sitt um bláa blómið, blíða hreina skæra, spyrnti í dekkin undir bílnum þegar heim var komið, ataði sig út á smurningu og var lengi að þurrka hana af með tvistinum á eftir. Mér leiddist og langaði inn. Ég gaf honum það til kynna á min hátt. Hann tók mig og henti mér hlæjandi upp í loftið. Ég steinþagði af ótta. En hann tók á móti mér í fallinu og bar mig inn í fanginu. Ég sleikti á honum kinn- ina, í þakklætisskyni fyrir að hafa bjargað mér. Vel á minnzt: mér hefur láðzt að segja deili á sjálfum mér. Ég er kjölturakki. Ég er ári eldri en hjónaband húsbænda minna. Maðurinn lagði mig með sér í búið. Ég er útlendur að ætt, en hef samlagazt íslenzkum staðháttum og lít á mig sem góðan ís- lending. Leyfi mér að kynna: ég er kjölturakkinn á heimilinu. Ég hef gott hundsvit á mörgum hlutum, en ég er hvergi nærri alvitur. Enn þanrí dag í dag skil ég ekki, hvernig það bar til að allt í einu voru komnir tveir organdi krakkagrislingar á heimil- ið. Ég hef aðeins óljóst hugboð um það. Svo er mál með vexti, að fyrst eftir þau giftust voru þau stundum að . . . hér, nú kem ég ekki rétta orðinu fyrir mig . . . voru þau stundum að nudda munnunum saman inní stofunni á kvöldin. Mér geðjaðist aldrei að því, enda hefði ég haldið að munnurinn væri aðallega til að éta og spangóla með honum. Reyndar sagði hann stundum, að hann gæti étið hana — þó mér fyndist það skrítin yfirlýsing hann mátti varla sjá af um þær mundir, Betta sitja. Mér fannst þetta sem sagt hálf- [yndi að loka augunum fyrir því eða snúa ar hægar ort en gert, því í raun og veru an af þessu og fann það verkaði að ýmsu g. Nema hvað: þessu lauk venjulega með stunguTnig af í stofunni og fóru inn í svefnherberg- ið — ég veit ekki til hvers. En eins og ég segi: ég set krakkagrisl- ingana einhvernveginn alltaf í samband við þetta. Þarna liggur hundurinn líklega grafinn, hugsa ég. Ég er feginn, að þetta skuli allt vera afstaðið; það gleður mig, að hjónin skuli vera hætt þessu óeðlilega atferli sínu þarna í stofunni. Þau eru miklu sann- ari núna — fyrir utan það, að þegar mennirnir hætta að klappa hverjir öðrum, þá fara þeir að klappa hundunum sínum. Ég minni aftur á, að ég er kjölturakkinn á heimilinu. Nú er þar skemmst af að segja, að strax og við erum komnir inn rýkur maðurinn í símann og á þar eitt af þessum skemmti- legu samtölum sem ég minntist á áðan. Guð minn góður, hvað honum fer illa að vera hamingjusamur. Skyndilega lækkar hann röddina, verður alvarlegur og er auðheyrilega eitthvað að semja við hinn endann. Svo segir hann bless á meðan og bæ bæ og leggur tólið á. Hann er andstyggilega kátur, en mér dylst ekki hann er líka nervus. Hvað um það: hann fer fram á bað og rak- ar sig vendilega, skolar hálsinn með saltvatni, burstar síðan skóna sína, hefur skyrtuskipti og hnýtir bindið fyrir speglinum. Sem betur fer hefur hann ekki lengur hár, sem haldi briljantíni. Mér finnst þetta asnalegt, en dettur svo í hug að kannski sé hann að fara í kokkteilpartí eftir allt saman og rek upp smábofs til að ganga úr skugga um það. Ekki fara. Þvert á móti: við erum að fá heimsókn. Hann klappar mér óvænt á kollinn, en ég er ráðinn í að vera fúll yfir þessu öllu saman. Lifandi skelfing er mannkindin skrít- in skepna í augum hundsins síns. -—• Og þegiðu svo, bætti hann við. Hvað sagði ég ekki! Heimsókn, hafði hann sagt. Mikið rétt: eftir sosum hálftíma fáum við heimsókn. Það er kvenmaður. Það er kvenmaður, sem ekki hefur komið hér áður. Hann heilsar henni uppveðraður, en samt finn ég hann er nervus. Ég fæ strax illan bifur á henni. Freistarinn í kvenlíki, hugsa ég með mér. Hún er með litað hár og strik í staðinn fyrir augabrúnir, neglur sem gætu rispað mann alveg hroðalega, svignandi mjaðmir og stóra bungu miðja vegu milli háls og mittis. Ég játa, að ég hef lúmskt gaman af ýmsu slíku, en veit jafnframt það boðar mér sjaldan neitt gott. Ég hnipra mig saman á gærunni minni í stofunni og læt sem minnst á mér bera. En ég hef augun opin. Ég vaki og hlusta. Hann vísar henni til sætis í sóffanum, en sezt sjálfur í stól á móti henni og býður að reykja. Hún heldur faglega á sígarett- unni og gerir allskonar munstur úr reyknum um leið og hann vellur út úr henni. Mér finnst það út af fyrir sig aðdáunarverð kunnátta, en fólk er aldrei að leika svoleiðis listir nema eitt- hvað búi undir. Ég er mjög fúll út í hana. Hvað vill hún vera að komast upp á milli manns og hunds! Hann spyr, hvort ekki megi bjóða henni eitthvað að drekka. Hún segir takk. Hann stendur upp, og ég ímynda mér í sak- leysi mínu hann ætli fram í eldhús að sækja vatn eða mjólk eða gos. En hann fer auðvitað í stofuskápinn og tekur fram flöskur Framliald á bls. 31. jg — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.