Vikan


Vikan - 27.08.1964, Síða 22

Vikan - 27.08.1964, Síða 22
ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: Angel'ique, dóttir, de Sancé baróns af Monteloup, er 18 ára gömul sótt í klausturskólann, til þess aö giftast greifanum flugríka, de Peyrac, sem sagöur er Ijótur eins og sá vondi og innrættur eftir því. Angelique er á móti ráöahagnum, en lætur þó undan, þegar Molines, ráösmaöur á nágrannaóöali, sem stendur í viöskiptum meö fööur hennar, hótar henni aö láta hneppa de Sancé í skuldafangelsi, ef 'hún þráist viö. Hún óttast veröandi eiginmann sinn mjög, en hann er tillitssamur og gefur henni tíma til aö venjast honum, áöur en hann krefst réttar síns. Erki- biskupinn af Toulouse er svarinn fjandmaöur greifans, og reynir aö láta hann játa, aö hann hafi selt sál sína djöflinum. Þar aö auki finnst greifahjónunum, aö stööugt sé um þau njósnaö, og hafa þaö m.a. mjög sterkt á tilfinningunni, þegar Angelique segir manni sínum frá því, þegar hún varö, barn aö aldri, vitni aö morösamsæri gegn kónginum. en kom í veg fyrir þaö meö því aö stela skríni meö eitrinu, sem nota átti, og nöfnum samsærismannanna. Vegna þvingunar af hálfu biskups- ins, fellst de Peyrac á aö sýna munkinum Bécher, sem fitlar viö vís- indagutl, hvernig hægt sé aö vinna gull úr vissum bergtegundum, en Bécher skilur fæst af því sem fram fer og misskilur hitt. Loks skýr- ir vinur greifans, d’Andijos, markgreifi, nýkominn frá París, frá þvi aö hann liafi séö brytann þeirra, Tonnel, á hljóöskrafi viö Fouquet, sem var aöalmaöurinn í samsærinu gegn kónginum foröum. En de Peyrac trúir honum ekki. — Nú fer í hönd brúökaup konungsins, sem á aö giftast spönsku prinsessunni. Greifahjónunum er boöiö, og fyrir tilvilj- un kemst Angelique í vinskap við Grande Demoiselle, frænku konungs- ins, sem hjálpar Angel'ique til aö komast á beztu staöi, undir hátíöahöld- unum. Þegar þær ganga inn í kirkjuna, þar sem hjónavigslan á aö fara fram, sér Angelique erkibiskupinn af Toulouse og mann sinn, sem tal- ast viö, og meö engum blíöleik. Hún flýtir sér nær. — Munið eftir „gulli Toulouse", sagði erkibiskupinn lágri röddu. — Þegar Servilius Cepion hafði rænt kirkjuna í Tollouse, hlaut hann þá refsingu fyrir trúleysi sitt, að vera yfirunninn. Þessvegna er „gull Tou- louse" ennþá notað um þá óhamingju og slys, sem hlýst af illa fengnum auði. — Ég sé glóð rannsóknarréttarins i augum yðar, muldraði de Peyrac greifi. — Þér ætlið sem sagt ekki að miskunna mér? — Verið þér sælir, sagði erkibiskupinn með samanbitnum vörum. Birtan af kertaljósunum lýsti upp andlit Joffreys de Peyracs, þegar hann horfði ósjáandi augum beint fram fyrir sig. — Hvað er nú? spurði Angelique. — Ekkert. Bara innlegg í þetta endalausa rifrildi okkar.... Fölur eins og afturganga, kom konungurinn af Spáni inn eftir kirkju- ganginum með prinsessuna vinstra megin við sig. Húð hennar hafði varðveitt fölva sinn, I dimmri höllinni í Madrid. Augun voru blá, og Ijósa, silkimjúka hárið, hafði verið sett upp með lausum fléttum. Hún virtist kvíðin en róleg. Kóngurinn leiddi dóttur sína upp að altarinu, þar sem hún kraup á kné. Don Louis de Haro, sem átti að giftast henni í umboði franska konungsins, stóð skammt frá. Þegar að því kom, að vinna hjónabands- eiðinn, teygðu prinsessan og don Louis de Haro hendurnar hvort á móti öðru en ekki þannig að fingurnir snertust. Þess í stað tók prins- essan um hendur konungsins og kyssti þær. Tárin streymdu niður kinn- ar hans. Grande Demoiselle snýtti sér með miklum fyrirgangi. 25. KAFLI — Viljið þér syngja fyrir oss? spurði kóngurinn. Joffrey de Peyrac kipptist við. Hann leit á Lúðvík XIV og starði á hann, eins og kóngurinn væri óþekktur maður, sem de Peyrac hefði ekki séð áður. Angelique greip í hönd hans. — Syngdu fyrir mig, hvíslaði hún. Greifinn brosti og gaf d’Andijos merki, Sá síðarnefndi flýtti sér út. Það var komið undir veizlulok. Ásamt ekkjudrottningunni, kardi- nálanum, kónginum og bróður hans, sat prinsessan teinrétt og horfði niður fyrir sig við hliðina á eiginmanni sinum, sem hún myndi ekki að fullu eiga fyrr en eftir athöfnina á morgun. Giovanni, litli fiðluleikarinn, tróðst milli hirðmannanna og rétti de Peyrac greifa gitarinn og grímuna. — Hvers vegna berið þér grimu? spurði kóngurinn. — Rödd ástarinnar hefur ekki andlit, svaraði Joffrey. — Og þegar fögur augu kvennanna verða dreymin, má ekkert ljótt trufla þau. Hann sló nokkra samhljóma á gítarinn og tók að syngja um þær ást- ir, sem nú voru efst á baugi. Svo reis hann á fætur og settist við hliðina á prinsessunni, þar sem hann söng ofsafenginn spánskan söng, með hásum, arabiskum hrópum. I þessum söng var öll ástríða og eldur hinna blóðheitu Mára. Loksins færðist litur og líf í tjáningarlaust andlit stúlkunnar. Hún leit upp, og augu hennar skinu. — Þér hafið heillað oss með söng yðar, sagði konungurinn. — Vér vildum óska þess, að, vér gætum oftar heyrt yður syngja. — Enginn getur óskað þess meir en ég, að fá að syngja oftar fyrir yður, yðar hágöfgi, svaraði greifinn. En Það er að öllu leyti komið undir yðar hágöfgi, e rekki svo? Angelique sýndist í svip, að konungurinn hrukkaði ennið litillega. — Það er rétt. Það gleður oss, að heyra yður segja þetta, Monsieur de Peyrae, sagði hann dálítið hranalega. Þegar þau komu til aðseturs síns seint sama kvöld, afklæddi Ange- lique sig án Þess að bíða eftir hjálp herbergisÞjónustunnar, og kastaði sér síðan endilangri á rúmið. — Ég er alveg uppgefin, Joffrey, sagði hún. — Ég held, að ég muni þurfa langan tíma til að venja mig við hirðlífið. Hvernig getur allt þetta fólk tekið þátt í svona mörgum hátíðum, en samt haldið hvert fram hjá öðru og hvað með öðru, á næturnar? Joffrey lagðist í rúmið við hliðina á henni, án þess að svara. Það var svo heitt, að ekki einu sinni var bærilegt að hafa lak yfir sér. Gegnum opinn gluggann kom annað slagið bjarmi af kyndlum þeirra, sem leið áttu fram hjá. Ef ég blunda ekki aðeins núna, get ég aldrei staðið í fæturna undir öllum hátíðahöldunum á morgun, hugsaði Angelique og geispaði. Hún teygði sig, og mjakaði sér síðan upp að manni sínum. Hann rétti út höndina, og strauk um mjúkan, þéttan likama hennar. Angelique mótmælti hálfsofandi: — Joffrey! Ég er svo syfjuð. Hönd hans stöðvaðist, og hún leit varlega á hann milli augnháranna, til þess að sjá hvort hann væri reiður. Hann reis upp við dogg, og leit brosandi á hana. — Sofðu, ástin mín, hvíslaði hann. Þegar hún vaknaði, hélt hún næstum, að hann hefði verið kyrr alla nóttina, því að hann horfði ennþá á hana. Hún brosti við honum. Það var svalt. Sólin var enn ekki komin á loft. En austurhimininn hafði litazt af fyrstu geislum dögunarinnar. Gagnsæ, bláleit hula, hvíldi yfir borginni. Angelique rétti hendurnar móti eiginmanni sínum, og þau féllust í faðma. Hann hafði kennt henni að njóta ástar þeirra, létta glimuna, sókn og vörn, hörð en þó mjúk átök, hin þolinmóða leik tveggja líkama, sem leiddu hvorn annan til hámarks nautnarinnar. Þegar þau skildu að lokum, þreytt og ánægð, var sólin komin hátt á loft. — Hver skyldi halda, að við ættum erfiðan dag fyrir höndum? spurði Angelique og hló. Margot barði að dyrum: — Madame! Madame, það er orðið fram- orðið. Vagnarnir eru þegar á leið til dómkirkjunnar og ef þér flýtið yður ekki, þá missið þér af athöfninni. Grande Mademoiselle stillti svo til, að Angelique gæ,ti verið nærri altarinu, meðan hjónavígslan færi fram og fylgzt vel með hátíðahöld- unum á eftir, matarveizlunni og dansleiknum. Um kvöldið var hún með í hinni löngu röð hirðmanna og annarra fyrirmanna, sem einn á eftir öðrum hneygðu sig við stóra rúmið, þar sem konungurinn og brúður hans lágu hlið við hlið. Angelique sá þessar tvær ungu manneskjur, grafkyrrar eins og vax- brúður, liggja milli rekkjuvoðanna, fyrir forvitnum augum manngrú- ans. Hvernig átti þetta par, sem nú hvíldi í sænginni, en hafði ekki sézt fyrr en í gær, að geta fallizt í faðma, eftir að ekkjudrottningin — samkvæmt gildandi siðvenju — hafði dregið rekkjutjöldin fyrir? Hún fann til með prinsessunni, sem nú varð að dylja jómfrúfeimni sína fyrir öllum þessum augum. Angelique hugsaði um Joffrey, sem hafði verið svo varkár og þolin- móður við hana. Hvar i ósköpunum var hann eiginlega? Hún hafði ekki séð hann allan daginn.... Niðri í forsalnum kom Péguilin á móti henni. — Hvar er maðurinn yðar? spurði hann. —• Ég er sjálf að leita að honum. — Hvenær sáuð þér hann siðast? — Ég yfirgaf hann í morgun, til þess að fylgja Grande Mademoi- selle til dómkirkjunnar. Hann var þá með de Gramant hertoga. — Og hafið þér ekki séð hann síðan þá? — Nei. Aðalsmaðurinn tók um úlnlið hennar, og dró hana með sér. — Komið. Við skulum skreppa heim til de Gramant hertoga. —■ Hefur eitthvað komið fyrir? Hann svaraði ekkij Hertoginn sagði þeim, að de Peyrac greifi og hann hefðu skilizt, eftir messuna um morguninn. — Hann hefur kannski tekið á móti boðunum frá Henríettu prinsessu af Englandi, sem ætlaði að biðja hann að koma og syngja fyrir sig. — Komið, Angelique, sagði Péguilin. Það kom í ljós, að prinsessan hafði verið sessunautur Angelique í bátnum á leiðinni til Fasaneyja. Þegar Péguilin spurði hana, hristi hún höfuðið. — Nei, hann er ekki hér. Ég sendi ungan aðalsmann til að leita að honum, en hann fannst hvergi. Péguilin strauk sér hugsi um hökuna. —• Við skulum hitta de Guiche. Það leit út fyrir, að Petit Monsieur litist vel á mann yðar. Hann hefur kannske dregið hann til einhverra hátíðahalda hjá elskhuga sínum, Angelique fylgdist með Péguilin gegnum þröngar göturnar, sem voru upplýstar af kyndlum og Ijóskerum. Þau gengu inn í hús, spurðu, og fóru út aftur. En það var eins og jörðin hefði gleypt de Peyrac greifa. Angelique greip I handlegginn á Péguilin og sneri honum að sér. — Ég vil vita sannleikann. Hvers vegna eruð þér svona órólegur um manninn minn? Vitið þér eitthvað. Hann þurrkaði sér um ennið. — Ég veit ekkert. Maður sem er í fylgdarliði konungsins veit aldrei nokkurn skapaðan hlut. Það yrði honum dýrkeypt. En ég hef fengið grun um samsæri gegn manni yðar. Ég er hræddur um, að það hafi verið reynt að taka hann höndum. 4 — Taka hann höndum ? át Angelique upp eftir honum. — Hvers vegna það? Hann yppti öxlum. — Þér eruð ekki með sjálfum yður, sagði Angelique. — Hver ætti ( að gefa fyrirmæli um að taka hann höndum? — Kóngurinn, auðvitað. Ég sendi honum viðvörun í gærkvöldi. Þá hafði hann ennþá tíma til að snara sér upp á hross og komast undan. Madame, eruð þér vissar um, að hann hafi verið heima í nótt? — Alveg viss, sagði Angelique og roðnaði litið eittj — Hann skildi mig víst ekki. Hann lét það sem vind um eyrun þjóta. Freistaði gæfunnar, einu sinni enn. — Péguilin, þér gerið mig hrædda, sagði Angelique og hristi hann til. — Ég held, að þetta sé illa til fundinn hrekkur, sem þér hafið gert, til þess að hræða mig. — Uss! Eins og ekkert væri sjálfsagðara, dró hann hana til sín og lagði kinn sina að hennar. — Það getur vel verið, að ég sé brallara- karl, en ég myndi aldrei fá mig til þess að særa yður. Þar að auki virði ég engan mann eins mikið og de Peyrac, nema ef það væri kóngurinn. — En hvers vegna ætti kóngurinn að láta taka hann höndum? Hans hágöfgi var mjög elskulegur við hann, síðast í gærkveldi. — Ég veit ekkert — ég veit ekkert, endurtók Péguilin. Hann fylgdi henni aftur heim, og lofaði að halda áfram eftirgrennsl- unum um greifann. Þegar Angelique gekk upp stigann, stóð hún sjálfa sig að því að vona, að eiginmaður hennar sæti uppi í herberginu þeirra og tæki á móti henni, en þar var enginn nema Margot, sem sat yfir Florimond sofandi. 22 — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.