Vikan - 27.08.1964, Page 24
Framhaldssagan
3. Iiluti
efftir
Ross Mc. Donald
Þýðing
Loftur Guðmundsson
Teikning
Þórdís Tryggvadóltlp
„Kaera Helena.
Þakka þér fyrir kortiS, sem þú
sendir mér sunnan úr sólinni í
Kaliforníu, fylkinu, þar sem ég
hef unað mér bezt í Bandaríkj-
unum, þó að nú sé ár og dagur
síðan. Ég vildi óska að þú hugs-
aðir þig um tvisvar varðandi
skilnaðinn; en það er sennilega
um seinan nú og verður ekki aft-
ur tekið. Það er sannarlega leitt
að þið Bert skuluð ekki geta bú-
ið sátt saman, hann er bezti
drengur á sinn hátt. En ég geri
ráð fyrir að það lokki meir, sem
lengra er undan.
Faðir þinn er þér enn mjög
reiður, eins þú getur farið nærri
um. Ég vona að sættir takizt
með ykkur áður en hann er all-
ur. Við erum bæði farin að eld-
ast. Þú ert greind stúlka, Helena,
og hefur hlotið góða menntun,
og þér ætti að vera í lófa lagið
að skrifa honum bréf, sem fengi
hann til að skoða „hlutina“ í
öðru ljósi. Þú ert einkadóttir
hans, hvað sem öðru líður, og
þú hefur ekki enn beðið hann af-
sökunar á því að þú kallaðir hann
huglausan þorpara. Það er hart
fyrir lögregluþjón að verða að
þola slíka nafnagift, enda hefur
hann ekki fyrirgefið þér hana, þó
að nú séu umliðin meira en tutt-
ugu ár. Þú verður að skrifa hon-
um, gerðu það.
Mamma/
Ég lagði bréfið aftur inn í orða-
bókina og hélt inn í dagstofuna.
Bradshaw hafði tekið sér sæti,
jafn hátíðlegur þó að hann væri
einsamall.
Eitt var það, sem olli mér
heilabrotum — hin greinilega
mótsögn allsnægta og fátæktar,
sem setti svip sinn á allt þarna í
húsinu, rétt eins og tvær konur
hefðu átt þar heimili, önnur vell-
rík, hin blásnauð.
„Þekktuð þér ungfrú Haggerty
prófessor, dr. Bradshaw?“ spurði
ég.
„Það get ég varla sagt. Við vor-
um viðstödd nokkrar skólasam-
komur. Hún var mjög glæsileg
kona, bæði í sjón og framkomu."
„Hvaða laun hafði hún?“
Hann skildi þegar hvað ég var
að fara. „Ég held að henni hafi
tæmzt arfur,“ svaraði hann.
,Hvaðan kom hún hingað?"
„Frá einhverjum litlum há-
skóla í Miðvesturríkjunum. Hún
hafði hætt þar kennslu áður en
okkur var bent á hana, en við
leituðum til hennar út úr vand-
ræðum, skiljið þér; einn af kenn-
urunum veiktist af kransæða-
stíflu."
„Þér hafið athugað fyrri feril
hennar áður en þér réðuð hana
til starfsins?“
„Ekki nákvæmlega. Eins og
ég gat um, þá var þetta út úr
vandræðum gert. Og ég bar ekki
neina ábyrgð á ráðningunni. Það
var yfirkennarinn við viðkom-
andi deild, sem tók allar ákvarð-
anir þar að lútandi."
Það leyndi sér ekki, að það var
með vilja gert, að hann lét þessa
svo rækilega getið.
„Hvernig atvikaðist það, að
ungfrú Haggerty gerðist náms-
ráðunautur Dollýar?“
„Það var allt með eðlilegum
hætti, að ég hygg. Ég geri ráð
fyrir að þetta hafi verið síðara
námstímabil Dollýar og það er
venjan, að þeir nemendur kjósi
sér sjálfir ráðunauta úr hópi
prófessoranna, svo framarlega
sem viðkomandi prófessor getur
við sig bætt.“
„Þá hefur Dolly að öllum lík-
indum ráðið því sjálf, að ung-
frú Haggerty varð fyrir valinu,
og það hefur svo orðið upphafið
að kunningskap þeirra."
„Mér þykir það sennilegt. En
hversvegna er það mikilsvert at-
riði?“
Hann varð ærið undrandi, þeg-
ar ég sagði honum það.
,,Ég skil hvorki upp né niður
í þessum orðum stúlkunnar,"
sagði hann. „Eigið þér við, að
hún hafi í raun og veru játað á
sig . . . þetta morð?“
„Lögregluþjónn eða saksóknari
kynnu að halda því fram. Sem
betur fór voru slíkir aðilar ekki
viðstaddir. Ég hef orðið heyrnar-
vitni að allmörgum játningum,
bæði sönnum og ósönnum. Ég tel
að þessi játning hafi verið ósönn.“
„Þér álítið þá að við eigum ekki
að minnast á þetta við lögregl-
una?“
„Ef þér gerið það ekki að
neinu kappsmáli, tel ég að við
ættum að láta það liggja í þagn-
argildi."
Það mátti sjá það á svip hans,
að honum var um og ó. Ég býst
við að okkur hafi báðum létt,
þegar heyrðist til ferða lögreglu-
bílsins upp brekkuna. Hermann
Crane lögreglufulltrúi var mað-
ur mikill vexti og herðabreiður
á fimmtugsaldri. Hann heilsaði
Brandshaw með háværri virð-
ingu.
Framkoma hans við mig var
eins og ég hef alltaf átt að venj-
ast af lögreglunnar hálfu. Þeir
hafa mig alltaf grunaðan um það
ódæði að hugsa mínar eigin hugs-
anir. Mér tókzt þó að fá Crane
lögreglufulltrúa til að senda lög-
reglúbíl út af örkinni og veita
eftirför unga manninum, sem á
okkur rann í myrkrinu. Því næst
ræddum við saman nokkra hríð,
og einn úr fylgdarliði hans, sem
kunni hraðritun, skrifaði samtal
okkar jafnóðum. Ég sagði honum
einfaldlega, að Dolly Kincaid
hefði komið að líkinu af náms-
ráðunaut sínum, ungfrú Hagg-
erty prófessor, fengið hart tauga-
lost, og væri nú í umsjá læknis.
„Hvaða læknis?“
„James Godwins."
„Sálfræðingsins?" Hann hall-
aði sér að mér og spurði forvitn-
islega: „Hvers vegna bar nauð-
syn til að kalla sálfræðing á
vettvang?"
„Hún var ekki fyllilega með
sjálfri sér vegna lostsins, svo að
ég áleit hyggilegast að snúa mér
til hans.“
„Hvar er hún núna?“
Mér varð litið ti lRoys Brad-
shaw. Það var auðséð að honum
leið allt annað en vel. „Heima
hjá móður minni,“ svaraði hann.
„Hún var ráðin til móður minn-
ar sem bílstjóri, en annars er
hún skráður nemandi — dða
öllu heldur — verður skráð sem
nemandi við háskólann.”
Lögreglufulltrúinn ók sér á
fætur. „Við skulum skreppa og
hafa tal af henni,“ sagði hann.
„Ég er hræddur um að það sé
ekki ráðlegt,“ sagði dr. Brands-
haw. „Ef vesalings stúlkan hefði
haft einhverju að leyna, mundi
hún ekki hafa snúið sér tafar-
laust til leynilögreglumnans. Ég
þykist þess fullviss, að við séum
engir þeirrar skoðunar, að það
beri að refsa henni svo harðlega,
einungis fyrir það að gegna borg-
aralegri skyldu sinni.“
„Hvað eigið þér við með því
að „refsa henni harðlega?" Það
24 — VJKAN 35. tw.