Vikan - 27.08.1964, Síða 25
er ekki eins og ég ætli a‘ö pynda
hana til sagna.“
„Ég vona og treysti því, að þér
látið stúlkuna í friði í kvöld.
Annað væri í sannleika sagt hörð
refsing að mínu áliti, og ég þori
að fullyrða, að það sé í fyllsta
samræmi við almenningsálitið
hér í borg.“
Crane opnaði munninn til and-
mæla, en hætti við; þóttist víst
sjá að það væri vonlaust verk að
ætla sér að hafa betur í rökræð-
um við Bradshaw. Við Brads-
haw héldum síðan á brott.
Þegar við vorum komnir spöl-
korn frá húsinu, eða á svipaðan
stað og þar sem ungi maðurinn
rann á okkur í myrkrinu, heyrði
ég eitthvað glamra við fót mér á
mölinni. Ég laut niður og tók það
upp. Það reyndist vera hattur,
mjúkur með mjóum börðum. f
svitaólinni var merki fataverzl-
unar í Reno og fangamarkið J. F.
F. stimplað gulli á leðrið. Þegar
við komum heim til Bradshaw,
stakk ég hattinum í skírteinahólf-
ið í bílnum mínum.
Allt virtist við sama í hliðvarð-
arhúsinu. Dolly ló á svefnbekkn-
um og sneri andliti til veggjar og
Alex stóð vörð yfir henni. Við
Bradshaw dokuðum við fyrir
utan þröskuldinn, og þegar Alex
varð okkar var, kom hann og
talaði við okkur, svipdapur og
niðurlútur.
„Godwin sálfræðingur skrapp
heim á setrið að fá lánaðan síma.
Hann álítur að koma verði henni
í sjúkraheimili um tíma; kveðst
ekki vilja eiga það á hættu að
hún svipti sjálfa sig lífi.“
„Er hún svo illa farin?“ spurði
ég.
„Ég held ekki og lét það i Ijós
við hann; kvaðst geta setið hjá
henni, en hann álítur það ekki
heppilegt eins og á stendur.“
„Það er rétt ályktað,“ varð
Roy Bradshaw að orði. „Auk
þess veitir yður ekki af að vera
vel undir morgundaginn búinn.“
„Já, morgundaginn . . .“ Það
var eins og hann stæði allt í
einu á þröskuldi leyndardóma,
sem voru skilningi hans og skynj-
un ofviða. „Ég geri ráð fyrir að
ég ætti að leita aðstoðar föður
míns. En hann mundi einungis
svara því til, að þetta væri ekki
annað en það, sem hann hefði
sagt fyrir.“
„Hversvegna álítið þér það?“
spurði ég.
„Hann hefur viljað fá mig til
að láta dæma hjónaband okkar
ógilt.“
Mikill maður vexti, klæddur
skinnfeldi, kom fram úr þok-
unni og gljáði á hvelfdan skalla
hans í dyraljósinu. Hann heils-
aði Roy Bradshaw innilega;
sneri sér síðan að mér. „Herra
Archer, er ekki svo? Eg er James
Goldwin sálfræðingur."
Við tókumst í hendur. Gold-
win var stórleitur og svipmik-
ill. „Mér þykir vænt um að þér
skylduð kveðja mig hingað,“
sagði hann. „Ungfrú McGee ...
frú Kincaid, þurfti róunar við.
Það er svo margt, sem yfir hana
hefur dunið." Godwin sálfræð-
ingur beindi augum uppávið. „Á
stundum get ég ekki varizt þeirri
hugsun að máttarvöldin snúi baki
við vissu fólki."
Ég bað hann að skýra það nán-
ara, en hann gerði einungis að
hrista höfuðið. „Ég er alltof
þreyttur til að segja yður hina
blóði drifnu sögu McGee fjöl-
skyldunnar," sagði hann.
„Engu að síður þurfum við að
ræðast við.“
„Um hvað?“
Ég hefði heldur viljað komast
hjá að hreyfa því í áheyrn Alex,
en sagði þó: „Um líkurnar fyrir
því, að hún hafi gerzt sek um
þetta morð, — eða öllu heldur,
að hún verði sökuð um það. Svo
virðist nefnilega, sem hún vilji
það sjálf.“
Alex snerist tafarlaust henni
til varnar. „Hún var ekki með
sjálfri sér, og þið getið ekki vitn-
að í það, sem hún sagði, gegn
henni . . .“
Godwin lagði höndina á öxl
honum. „Verið þér öldungis ró-
legur, Kincaid. Nú höfum við öll
þörf fyrir að sofa af nóttina, og
þó sér í lagi kona yðar. Ég ætla
að biðja yður að verða mér sam-
ferða með hana á hjúkrunarheim-
ilið; það er ekki óhugsandi að ég
þurfi aðstoðar yðar við í því
sambandi. Og þér . . .“ Hann
sneri sér að mér. „Þér fylgið okk-
ur kannski eftir í bílnum yðar og
akið honum til baka. Þér verðið
hvort eð er að rata leiðina að
hjúkrunarheimilinu, því að ég
ætla að biðja yður að hitta mig
þar í fyrramálið klukkan átta,
eftir að ég hef rætt við frú Kin-
caid. Er það í lagi?“
„í fyrramálið klukkan átti.“
Loks sneri hann sér að Roy
Bradshaw. „Væri ég í yðar spor-
um, mundi ég fara og athuga líð-
an frú Bradshaw“, sagði hann.
„Ég gaf henni róandi lyf, en nær-
vera yður hefur áreiðanlega mun
betri áhrif.“
Það var einhverntíma eftir
miðnættið, að ég ók Alex til baka
og kom hinum í rúmið á gisti-
staðnum. Ég fór þó ekki strax í
háttinn, heldur ók ég fram á
tangann í allri þokunni. Það
var myrkt í kofa Möggu Gerhardi
og svaraði enginn þegar ég knúði
dyra.
Alex svaf væran um morgun-
inn þegar ég bjóst til ferðar. Ég
lofaði honum að sofa, bæði vegna
þess að ég vissi að hann þurfti
þess með og svefninn yrði hon-
um líknsamari en vakan — og ég
taldi að ég mundi eiga hægara
um vik, ef hann yrði ekki með.
Ég hringdi dyrabjöllunni á
hjúkrunarheimilinu stundvíslega
klukkan átta. Godwin sálfræð-
ingur hlýtur að hafa beðið komu
minnar í anddyrinu, því að hann
opnaði dyrnar í sama vetfangi og
vísaði mér inn í litla biðstofu.
„Líður Dolly betur?“
„Já, ég var að tala við hana,
og ég er ekki frá því að henni
líði heldur skár.“
„Það mundi verða mér mjög
gagnlegt, ef þér vilduð trúa mér
fyrir því, sem hún hafði að
segja."
„Og ef til vill hættulegt,“
svaraði sálfræðingurinn. „Þegar
allt kemur til alls, er nokkur
munur á okkur og aðstöðu okk-
ar. Ég er bundinn þagnarheiti
gagnvart sjúklingum mínum.
Þér njótið ekki neinnar embætt-
isverndar, og ef þér neitið fyrir
rétti að veita þær upplýsingar,
sem þér eruð krafinn um, má
dæma yður í fangelsi. Þannig má
að vísu fara með mig líka, en
ekki nema að undangengnum
dómsúrskurði, og það er harla
ólíklegt að til þess komi.“
„Mér hefur þá verið ógnað
áður, án þess það bæri árangur.
Og lögreglan fær mig ekki til að
segja neitt það, sem ég ekki vil
segja; það þori ég að ábyrgj-
ast.“
„Gott og vel.“ Sálfræðingur-
kinkaði kolli, en var þó bersýni-
lega um og ó.“ Það er Dolly, sem
ég hef áhyggjur af, og ég ætla
fyrst að segja yður hvers vegna í
sem fæstum orðum. Þegar Dolly
var tíu ára, kom móðir hennar,
Constance McGee, með hana til
Framhald á bls. 43.
VIKAN 35. tM. —
J