Vikan - 27.08.1964, Qupperneq 28
A A-K-7-2
V A-4
♦ 7-4-3
* A-G-10-3
8-5 N A 4-3
G-7-5-3 V 10-9-8-2
K-D-10-5 V A ♦ G-9-8-2
9-8-2 S * D-6-4
A D-G-10-9-6
y K-D-6
♦ A-6
* K-7-5
Allir utan hættu, suður gefur.
Suður Vestur
1 spaði pass
2 grönd pass
5 tíglar pass
6 hjörtu pass
Útspil tígulkóngur.
Suður gefur, allir utan hættu.
Spilið í dag er frá tví-
menningskeppni og enda þótt
sex pör af níu næðu að segja
slemmuna, þá vannst hún að-
eins á einu borði. Það er
ekki mjög erfitt að koma auga
á vinningsleiðina; reyndu það
áður en þú lest lengra. Ég á nátt-
úrulega við 100% vinningsleið,
en ekki það að hitta á að svína
rétt fyrir laufadrottninguna.
Hættan liggur greinilega í
laufalitnum eftir að tígulásinn er
farinn. Gefi maður slag á laufa-
drottninguna er spilið tapað,
ÚTILEGUMENN f
ÖDÁÐAHRAUN
Framhald af bls. 13.
hrygg. Við settumst inn í einn
bílinn og fréttum af jökulgöng-
unni. Þeir höfðu farið hátt upp,
eða í um 1600 metra hæð yfir
sjó, en veðrið var lítið skemmti-
legt, hríð á hríð ofan. ,;En það var
svo sem ekkert „vonnt“, það sást
alltaf í næsta mann, sagði einn
Þingeyingurinn. Eyþór hafði sem
sagt ekki erindi sem erfiði, en
þó fór hann ekki erindisleysu,
eins og í fyrrasumar. „Ég krafs-
aði í snjóinn eins og kind á vetri
og fann þarna nokkur grös,“
sagði hann. „Við fórum allt upp í
1550—1600 metra hæð, og fund-
um nokkrar tegundir í um það
bil 1400 metra hæð, svo sem vetr-
arblóm, jöklasóley og tvær teg-
undir af sveifgrösum."
Nú voru nokkuð skiptar skoð-
anir um, hvað gera skyldi. Upp-
haflega hafði verið ákveðið, að
slá tjöldum í Hvannalindum, og
dveljast þar næturlangt. En nú
Norður Austur
2 lauf pass
4 grönd pass
5 grönd pass
6 spaðar
vegna þess að andstæðingarnir
geta nú fengið tígulslag að auki.
Óvanir spilamenn myndu drepa
fyrsta slag á tígulásinn, taka
trompin og svína laufinu og bölva
ógæfu sinni, þegar austur dræpi
á drottninguna. Samt er hægt að
vinna spilið 100%.
Sagnhafi drepur á tígulás, tek-
ur tvisvar tromp, þrisvar hjarta
og kastar tígli úr borði. Síðan
spilar hann lágum tígli frá báð-
um höndum og það er sama hvor
andstæðinganna á slaginn; hann
verður annnað hvort að spila í
tvöfalda eyðu eða gefa sagnhafa
fría laufasvíningu. -k
var veðrið ekkert afskaplega
gott, og sumir voru þreyttir eft-
ir kuldanóttina í Kverkfjöllum.
Sumir vildu vera um kyrrt, aðrir
vildu fara niður í Herðubreiðar-
lindir í skólann þar og þriðji
hópruinn lét sér detta í hug að
fara í Öskju og tjalda þar eða þar
sem betra væri að finna hellinn í
nýja hrauninu, sem í fyrra bauð
upp á 30 stiga hita. Það myndu
verða notaleg viðbrigði frá nótt-
inni áður.
Bollaleggingar um þetta mál
stóðu nokkuð lengi. Menn söfn-
uðust í hópa eftir skoðunum, eins
og ævinlega vill verða, þegar
eitthvað verður til ágreinings, og
fáeinir undirróðursmenn skutust
milli hópanna og reyndu að
leggja inn gott orð fyrir sinni
skoðun. Svo hittust hóparnir,
fyrst tveir og tveir, en síðan all-
ir saman, en stjórnmálaflokkarn-
ir mættu gjarna draga nokkurn
lærdóm af þessum málarekstri.
Þarna var hvergi rifizt, heldur
rabbað í bróðerni. En árangur-
inn varð sá sami og af hávaða-
rifrildi: Minnihlutinn hélt sínu
og valdi aðra leið en meirihlut-
inn. Niðurstaða málarekstursins
varð nefnilega sú, að tveir bílar
fóru í Öskju — í leit að tjald-
stæði eða heitum helli — en
meirihlutinn fór í Herðubreiðar-
lindir, til að láta fara vel um sig
í mannabústað. Það var reyndar
heldur lengri leið, og mátti varla
tæpara standa með eldsneyti,
en hvað leggur maður ekki á sig
fyrir þægindin?
Tjöldin voru rifin upp í snar-
hasti, og ekið niður að brúnni
góðu. Gólfið var tekið af henni
og borið upp á bakka, en bit-
arnir skildir eftir, því Akureyr-
ingar ætluðu að fara þessa leið
eftir hálfan mánuð, og því ó-
þarfi að leggja á sig mikla vinnu,
til þess eins að vita Akureyringa
leggja á sig enn meiri. Svo skild-
ust leiðir: Öskjufarar fóru suð-
ur og vestur fyrir Upptyppinga,
en við fórum austur og norður
fyrir og beinustu leið í Herðu-
breiðarlindir.
Það var eins og að vakna í nýj-
an heim morguninn eftir. Sólin
skein í heiði, hvergi sást ský, og
það var næstum logn. Við gerð-
um okkur í stand í einum græn-
um og lögðum af stað. Það er
nokkuð góður vegur úr Herðu-
breiðarlindum í Öskju, og ferð-
in sóttist vel. Svo hafði verið um
talað við Öskjufara, að ef við
yrðum ekki komnir í síðasta lagi
klukkan 11 um morguninn, skyldi
ekki bíða eftir okkur. Og klukk-
an var 11, þegar grái Roverinn
hans Hróars renndi í Drekagil,
sunnan við Öskjuop. Þetta er sér-
lega fallegt gil og stórfenglegt,
ekki hvað sízt, þegar ljós og
skuggar skiptast þar á, eins og
þennan morgun, svo okkur varð
nokkuð dvalsamt í gilinu. Hinir
bílarnir tveir héldu áfram upp
nýja hraunið áleiðis að Öskju-
gígum. Þar heíur verið ruddur
vegur, en hann er jafnvel verri
en Hafnarfjarðarvegurinn, svo
ekki er ástæða til að hrósa hon-
um að mun. Samt er heldur fljót-
legra að aka en ganga, og snöggt-
um fyrirhafnarminna. En við
komumst ekki ýkja langt: Svo
sem miðs vegar upp að gígnum
var langur skafl yfir veginn, og
þá var ekki farið lengra.
Hinir voru allir komnir á und-
an hvort sem var, svo við gáfum
okkur góðan tíma áður en við
lögðum af stað. Það var dálítið
sérstakt að vera í fyrsta sinn á
þessum slóðum, svo oft sem þær
voru í fréttum fyrir þremur ár-
um, þegar allt var hér rauðgló-
andi og ólgandi, en ferðamenn
'unnu það fyrir að þvælast í snjó
og alls kyns ófærð, til þess að
sjá hraungrautinn spýtast upp
úr iðrum jarðar og vella hér nið-
ur, þar sem nú er allt svart og
kalt og snjór í slökkunum. Þarna
uppi á brúnum stóð fólkið, sem
átti ekki orð til að lýsa hrifn-
ingu sinni, þegar heim kom,
þótt það væri orðið svo þreytt,
þegar hingað kom, að það getur
ekki enn í dag útskýrt, hvemig
það komst aftur niður í bílana.
Fljótlega fundum við hellinn,
sem hinir bjartsýnu Öskjufarar
höfðu við orð að gista. Þótt e.t.v.
hefði hann verið 30 stiga heitur
í fyrra, var hann nú fullur af
snjó enda höfðu Öskjufarar tjald-
að þegjandi og hljóðalaust í
Drekagili.
Við potuðumst áfram, upp eft-
ir hrauninu, í áttina að gígunum,
sem enn rýkur úr. Þetta er eins
og hverareykur. Kannski er þetta
líka aðeins gufa. Ég kann ekki að
segja, hvað er hvað í þessum
fræðum. Loks náum við brúninni,
og reykirnir koma úr hraukun-
um þarna fyrir neðan okkur.
Vegalagningamennirnir hafa ver-
ið svo bíræfnir, að leggja veginn
inn milli gíganna — næstum
ofan í þá. Hróar leit í kring um
sig: — Hérna ■— ég held bara
þar sem við stöndum núna, var
einn mesti gígurinn. Það er ekki
beinlínis trúleg saga, en hvað er
trúlegt og ekki trúlegt, þegar
náttúra landsins er annars veg-
ar? Og Hróar hélt áfram að
segja okkur frá. Þarna, uppi í
slakkanum, var Mývetningur að
horfa á undrin gerast, þegar jörð-
in rifnaði, þar sem við stóðum
núna, geysilegt hraunflóð vall
upp úr jörðinni og stefndi beint
á hann. Hann átti fótum fjör að
launa, en slapp með naumind-
um.
Hvað eru menn líka að grínast
í kring um þetta? Mér hitnaði
neðan á iljunum og var næstum
viss um, að nú myndi jörðin
rifna og hraunið vella upp í skó-
farið mitt. Ég lagði flatann lóf-
ann ofan á hraungjallið. Það var
volgt. Neðan við okkur hægra
megin var snjór, neðan við okk-
ur vinstra megin var snjór. Fjöll-
in í kring voru hvít. Hvað sjá-
um við fleira í þessari ferð?
Fyrst íshelli, þar sem heit á
rennur undan jökli —■ gróður-
lendi í miðri sandauðn — gufur
og heita jörð, með fönnum allt í
kring — öfgar á öfgar ofan.
En það er þetta með okkur
fáa, fátæka smáa. Við eigum svo
mikil auðæfi, að við göngum á
þeim og öndum þeim að okkur,
hvar sem við förum. Svo bara
hóstum við og börmum okkur.
Sjáið til dæmis allan þennan
bruna. Hversu dýrmætt er þetta
ekki sem byggingaefni? Eða
sandana, sem við höfum verið að
aka um. Hve mörg hús mætti
ekki byggja úr þeim? Ég tala nú
ekki um, ef eitthvað annað leyn-
ist í sandinum, eitthvað, sem við
höfum ekki enn vit til að hag-
nýta okkur, en er samt ekki
mjög langt undan. Eða allt vatn-
ið. Þessar ótgandi jökulár, sem
renna beint í sjóinn, engum til
gagns, meðan Lúxemborgarar
dæla vatni upp á fellin sín, til
þess að það sé hægt að virkja
það á niðurleiðinni. Lindirnar,
með þessu góða, tæra vatni, sem
2g — VIKAN 35. tbl.