Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 27.08.1964, Qupperneq 37

Vikan - 27.08.1964, Qupperneq 37
hvar þeir höfðu tjaldað. Ég held, að tjaldið þeirra hefði verið fljót- ara að finna þá en þeir það, og það var ömurlegt að sjá, þegar þeir löbbuðu upp dalinn með kuldaglamrandi skolta, sem yfir- gnæfðu dieselbílana í mynni Húsadals. Þegar tjöld voru fallin, og fólk- ið hafði tínst saman við bílana, sá ég hve illa flöskur og bréfa- rusl falla inn í íslenzkt landslag. Það verður ekki langt þangað til við sjáum flöskur og bréfarusl á málverkum snillinganna, og þá ranka menn kannske við sér og hætta að haga sér í Þórsmörk eins og þeir væru heima hjá sér. Þegar bílarnir skrölta vestur eyrarnar var eins og létti yfir skóginum og því meir sem fjær dró. Hann hafði líka lifað af erfið- ustu helgi ársins. ★ ÆVINTÝRIÐ UM GARBO Framhald af bls. 15. unni. Hún fékk aðalhlutverkið í stórmyndinni „Þró", en efni hennar var um konu, sem laðast að tveim- ur mönnum. Eftirlætisgoð óhorf- enda, John Gilbert, hafði á hendi hlutverk elskhugans, og einn fræg- asti leikstjóri Hollywood, Clarence Brown, stiórnaði myndatökunni. John Gilbert var 26 óra og ásamt Valentino önnur stærsta karlmanns- stjarna í Hollywood. Vikulaun hans voru 10.000 dollarar. Sem Danilo í „Kátu ekkjunni" hafði hann farið sigurför um allan heim, og sjálfur var hann kátur og glaðlyndur mað- ur, alltaf brosandi, með svört augu og mjallahvítar tennur. Hann var mittismjór með sterklegar hendur, maður, sem kunni takið á konum. En hann var einnig óhamingjusam- ur maður. Móðir hans hafði verið ómerkilegur listamaður. Hún átti þennan son í ódýru gisfihúsi í ame- rískum smábæ og hélt svo áfram leikferðinni. Sonurinn lenti á barna- heimili, kom til New York ungling- ur og varð leikari. Karlmannlegt aðdráttarafl hans gerði hann að stjörnu. En þrátt fyrir velgengnina var hann aldrei öruggur með sjálfan sig né rólegur — féll nokkrum f raun og veru vel við hann? Móðir hans hafði yfirgefið hann. Hann leitaði huggunar hjá konum og átti tvö viðburðarík hjónabönd að baki. Hann var engum trúr nema vfninu. Louis B. Meyer hataði þetta eft- irlætisgoð áhorfendanna. Gilbert hafði einhvern tíma sagt við Meyer: — Móðir mín var hóra. í augum þess ameríkasta af öllum Amerí- könum, pólska innflytjandans Meyer, var þetta hreint guðlast. Eitt af fyrstu atriðum kvikmynd- arinnar átti eftir að verða frægast. Það var ástaleikur með tveimur logandi sígarettum milli Garbo og Gilberts. John Gilbert yfirgaf kvik- myndaverið djúpt snortinn. Hann var orðlaus yfir þessari köldu fegurð, sem samt geislaði af kyntöfrum, yfir þessari fjarlægu veru, sem þó virtist smeygja sér í faðm hans. Og Garbo? Hún hafði aldrei áður hitt neinn, sem líktist John Gilbert. Brátt var hún farin að kalla hann Jack. Hvílíkur léttir var ekki hið létta skap Jacks fyrir Gretu! En nú kom mikilvægt atvik fyrir Moje Stiller. Skæðasti keppinautur Metro bað um hann sem leikstjóra að myndinni ,Hotel Imperial", en þar átti drottn- ing þöglu kvikmyndanna, Pola Negri, að leika aðalhlutverkið. Nú var um að gera að hefna sín, hugs- aði Stiller. Hollywood mátti ekki takast að draga úr honum allan kraft. Hann hafði verið lasinn um tíma, hafði miklar kvalir í bakinu og þjáðist af einhvers konar gigt. Hann vildi ekki fara til læknis, en stundaði styrkjandi böð í svölu Kyrrahafinu. „Hotel Imperial" vakti mikla hrifningu. Garbo var með Stiller á frumsýningunni. Hann var náfölur og risavaxinn líkaminn titraði. Hann var svo þreyttur, að skyndilega byrj- aði hann að gráta. í New York var myndin sýnd fyrir 87.000 dollara á einni viku, og það met stóð lengi. Myndin með Gretu Garbo og John Gilbert varð álíka vinsæl, og það spunnust margar rómantískar sögusagnir um Garbo og Gilbert. Gilbert bað hennar eftir frumsýn- inguna, en var neitað. Greta þáði aftur á móti boð hans um að hjálpa henni í fjármálum. Umboðs- maður Gilberts fylgdi henni til her- bergisins fræga með hvítu teppun- um og risaspeglunum. — Hvers vegna hefur John Gilbert 10.000 dollara á viku og ég aðeins 400, spurði Greta upp í opið geðið á Louis B. Meyer. Kvikmyndajöfurinn þaut upp og hellti sér yfir þessa ó- svífnu gesti. Hvernig voguðu þeir sér? — Ég held ég verði að fara heim aftur, sagði Greta Garbo. Það gerði hún líka. Meyer strik- aði hana af launaskránni og hótaði henni brottrekstri úr landinu vegna atvinnuleysis. En þá uppgötvaði umboðsmaður Johns Gilberts að gamli kvikmyndasamningurinn var ógildur. Meyer hafði undirritað samning við unga stúlku, sem eftir amerískum lögum var ómyndug. Greta fór í sjö mánaða verkfall. Hún hafði alls ekki hugsað sér að láta í minni pokann fyrir þessum litla kvikmyndakóngi, sem hataði John Gilbert og hafði móðgað Moje hennar svona skammarlega. Þá fóru að berast fregnir af gróða myndarinnar, og hann var svo stór- VIKAN 35. tbl. — gy

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.