Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 46
Siwjtesk Svalandi - ómissandi á hverju heimili APPELSÍN SÍTR Ó N Ll M E Framliald af bls. 23. liðið nokkur stund, áður en vagninn næðist aftur upp á veginn og þau gætu haldið áfram. — Látið hana fyrir alla muni koma með okkur, sagði Grande Made- moiselle. — Komið vina mín, það er heill bekkur laus hjá okkur. Hér mun fara vel um yður og son yðar. Veslings engillinn! Litia vina mín! Hún hjálpaði Angelique sjálf að setjast upp í vagninn. Þegar Angelique kom upp í vagninn, uppgötvaði hún sér til skelfingar, að konan, sem sat beint á móti henni, við hliðina á Grande Mademoi- selle, var engin önnur en ekkjudrottningin sjálf. — Yðar hágöfgi, ég bið auðmjúklegast fyrirgefningar. — Þér þurfið ekki að biðja um fyrirgefningu, svaraði Anna af Austur- ríki vingjarnlega. —Grande Mademoiselle gerði rétt í því, að bjóða yður að koma upp í vagninn til okkar. Sætin eru mjög þægileg, og þér verðið brátt róleg aftur. Það, sem ég hef mestar áhyggjur af, er það sem ég heyrði um þessa tvo vopnuðu menn. —■ Góði guð, þeir hafa kannske ætlað að skaða kónginn eða drottning- una, hrópaði Grande Mademoiselle, skelfd. — Vagn þeirra er umkringdur af vopnuðum varðmönnum, svo ég held, að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim. Fyrst nú, varð Angelique raunverulega ljóst, hvað hafði gerzt. Hún hallaði sér með lokuðum augum að sætisbakinu. Maðurinn hafði skotið beint inn um gluggann. Það var hreint kraftaverk, að ekkert þeirra hafði orðið fyrir1 skotinu. Hún þrýsti Florimond upp að sér. Það eina, sem hafði nokkra þýðingu núna, var það, að hún næði alla leið til París- ar.Þar mundi hún aftur hafa fast land undir fótum. Iiún myndi setj- ast að í fallega húsinu, sem de Peyrac greifi átti í Saint-Paul. Þar Þar ætlaði hún að byrja rannsóknir sínar, og komast að því, hvað hafði komið fyrir eiginmann hennar. 27. KAFLI Angelique hélt, að þau væru komin til Parísar, þegar þau fóru í gegnum úthverfin. Strax og hún kom i gegnum borgarhliðin við Saint- Honoré varð hún fyrir vonbrigðum yfir þröngum og leirugum götunum. Það tók vagn Angelique, í fylgd með d.Andijos, farangurskerrunni og þjónunum tveimur, tvo tíma að komast til Saint-Paul. Loks beygði vagn- inn inn á Rue de Beautreillis. Þau námu staðar fyrir framan breitt hlið með bronshjörum og flúruðu skráargati úr sama efni. Fyrir innan hvitan steinmúrinn var græn gras- flötin og stóra steinhúsið, með háu gluggunum og nýjum þakplötum, sem glitruðu í sólinni. Þjónn kom og opnaði vagndyrnar. —• Hér er það, Angelique, sagði d’Andijos. Hann var kyrr uppi á hestinum og starði á garðshliðið. Angelique steig út úr vagninum, flýtti sér að litla gönguhliðinu og tók í klukkustrenginn. Það var ófyrirgefanlegt, að ekki skyldi hafa verið opnað ennþá. Það var eins og klukkan hringdi í tómu húsi. Allt var autt og tómt. Fyrst nú tók Angelique eftir alvarlegum svip d’Andijos. Hún fylgdi augnaráði hans, og hélt að þungum hliðardyrunum. Á þær var festur pappir með vaxinnsigli í hverju horni og á honum stóð: DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI KONUNGSINS PARlS 1. júlí 1660 Meðan hún starði sljóum augum á miðann, opnaðist gluggi á göngu- hliðinu og maður i tötralegum einkennisklæðum stakk hræðslulega andliti út. — Eruð þér hliðvörður hússins? spurði Angelique hvasst. — Já, Madame, já, það er ég — Babtiste. Og ég — ég þekki — vagn húsbónda míns. — Hættu að stama, fífl, sagði Angelique reiðilega, og stappaði niður fætinum. — Segðu mér undir eins, hvar Monsieur de Peyrac er. Hliðvörðurinn litaðist hræðslulega um. Þegar hann sá enga á ferli, aðra en ferðafólkið, varð eins og hann róaðist. —• Æ, veslings, veslings, húsbóndi minn, kveinaði hann. — En þau hræðilegu örlög! — Út með það! Hvað kom fyrir? Angelique greip í axlir honum og hristi hann, utan við sig af skelfingu. — Hvar er eiginmaður minn? E'r hann dáinn? — Það er sagt að hann sitji i Bastillunni. Húsið hefur verið tekið eignarnámi, og ég er ábyrgur fyrir því með lífi mínu. Reynið að flýja, meðan þér hafið ennþá tima til þess, Madame. I fyrstu róaðist Angelique, við að heyra Bastilluna nefnda. Það er hægt að komast út úr fangelsi. Hún vissi, að hræðilegasta fangelsið í Paris, var fangelsi erkibiskupsdæmisins, sem var undir yfirborði Signu, og fangarnir áttu á hættu að drukkna á veturna. Bastillan var aftur á móti fyrirmannafangelsi. Það var ekki álitin vanvirða, að dvelja stund- arkorn innan við múra hennar. — Ég held, að það sé bezt, að við förum af þessum slóðum, sagði hún við d’Andijos. — Vandinn er sá, hvert við eigum að fara. Eg á að vísu systur hérna í París. Maðurinn hennar heitir Fallot og hann er pro- cureur. Þau spurðu sig áfram, þangað til þau fengu heimilisfang Fallots. Þau bjuggu ekki langt frá dómhöllinni, á smáeyjunni La Cité. Ekillinn stöðvaði hestana fyrir framan hús, sem var ekki síður drunga- legt en öll hin húsin á eyjunni. Hljómplatan me8 flórtán Fóstbræðrum er að sló öll sölumet íslenzkra hljómplatna enda er hér á ferS- inni einhver skemmtilegasta og vandaðasta hljómplatan um óra- bil. Á plötunni eru ótta iagasyrpur, eða alls 40 lög, og er þetta LP 33 snúningshraSa plata. Platan kostar kr. 325,00 og verS- ur yður send hún um hæl, burð- argjaldsfrítt, ef þér sendið tékka eða póstóvfsun að upphæð kr. 325,00 * SG-hljómplötur Box 1208 — Reykjavík ÞAÐ ERSPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Öskadraumurinn við heimasauminn Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjólfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550,00 og með klæðningu kr. 700,00. Blðjið um ókeypis leiðarvísi. Fæst í Reykjavik hjá: DÖMU- & HERRABÚÐINNI Laugavegi 55 og GÍSLA MARTEINSSYNI Garðastræti 11, sími 20672 — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.