Vikan


Vikan - 27.08.1964, Side 49

Vikan - 27.08.1964, Side 49
r L ★ Komin er til landsins ný og stærri gerS af hinum vel þekktu NSU-PRINZ-bílum. ★ PRINZ 1000 er sérstaklega afl- mikill 51 hestafl og vegur að- eins 620 kg. Vélin er 1000 cc 4-strokka loftkæld 4-gengis vél. Aksturseiginleikar PRINZ 1000 eru framúrskarandi. ic PRINZ 1000 er sérlega rúmgóður 5 manna bíll. ★ Verð með vanalegum hemlabúnaði kr. 142.000.00. ★ Verð með diskahemlum kr. 146.500.00. ★ Kynnið yður þennan glæsilega fjölskyldubíl, óður en þér festið kaup ó öðrum farkosti. ★ Örugg varahlutaþiónusta. PÁKINN h.f. - bifreiðacfleílcfl LAUGAVEGI 24 - SÍMI 18670 - REYKJAVÍK Nýrbíll! NSU-PRINZ 1000 Árgerð 1965 þar í leynd, nafnlausum. Angelique sat Þögul um stund. Hún fann allt i einu, hve örmagna hún var af þreytu, og henni vaú illt í maganum af sulti. Eða var það af skelfingu? Hún leit aftur á lögfræðinginn. — Þar sem Þér hafið verið svo vingjarnlegur, að segja mér Þetta, mynduð Þér ef til vill líka vilja segja mér, hvað ég á að gera? —• Madame, þetta er ekki spurning um vingjarnleik, heldur réttvísi. Það er réttvísinnar vegna, sem vér tökum á móti yður í hús mitt, og þar sem Þér biðjið um ráð, skal ég mæla með lögfræðingi handa yður. Ef ég gripi inn í málið, myndi það vera álitið persónulegt, þó að við persónulega höfum ekki umgengizt hvort annað á liðnum árum. — Nei, það er svo sannarlega ekki hægt að segja það! sagði Hortense. — Meðan hún hafði höllina sína og auðæfin, hugsaði hún ekki minnstu vitund um okkur. Heldur þú ekki, að de Peyrac greifi gæti hafa hjálpað þér, með því að mæla með þér við einhverja af háaðlinum í París? — Joffrey hefur litil sambönd í París, sagði Angelique. — Já, ég veit það svo sem! sagði systir hennar. •—- Bara samband við Marzarin kardinála, ekkjudrottninguna og konunginn! —. Þú ýkir. — Ykkur var boðið í brúðkaup konungsins, var það ekki? Angelique svaraði ekki en yfirgaf herbergið. Fyrir utan húsið sat Binet á stigbretti vagnsins, með sofandi barnið í fanginu. Rakarinn sagði, að barnfóstran og Margot hefðu ekki getað staðizt freistinguna, þegar kallari gekk fram hjá götunni og lokkaðí viðskiptavini í gufubað. Þjónarnir og ökumennirnir sátu í skugganum af vagninum, drukku vin og átu reykta sild. Angelique leit á klæðnað sinn og rykstorkið andlit Florimonds. Það var ekki sjón að sjá Þau! Þrátt fyrir aumt ástandið, var vagninn og fylgdarliðið tígulegt £ augum venjulegrar lögfræðingsfrúar, því Hortense, sem hafði fylgt eftir henni út á götuna, hreytti út úr sér: — É'g verð að segja, að þú ert ekki svo illa sett, þótt þú hafir kvarta® yfir að þurfa að sofa úti: Með vagn, farangurskerru, sex hesta, fjóra eða fimm Þjóna.... og tvær þjónustustúlkur, sem hafa farið til að baða sig. r — Rúmið mitt er a flutningakerrunni, sagði Angelique hægt. — A ég að láta bera Það upp? —- Þess þarf ekki, við höfum nóg af rúmum. En ég get ekki hýst aUa þessa þjóna Þína. — Þú hlýtur alla vega að hafa eitt herbergi handa Margot og stúlk- unni? Karlmennirnir geta sofið á gistihúsi í nótt. Angelique slappaði af, þegar hún var komin upp i stóra herbergið, sem hún hafði fengið á fyrstu hæð, og setzt í baðkerið. Hún þvoði sér meira að segja um hárið, og lagði það eins vel og hægt var, fyrir fram- an málmspegil yfin borðinu. Margot hjálpaði henni með fötin. Allt í einu heyrðist hvellt óp neðan af jarðhæðinni og Þær flýttu sér út á stigapallinn. Konan, sem hafði æpt hljóðaði aftur, og þær héldu niður stigann. Hortense kom einnig Þjótandi. ___ Þarna! Þarna! stamaði hin skelfingu lostna þjónustustúlka. Þá fyrst uppgötvaði Angelique Kouassi-Ba, sem óframfærinn faldi sig á bak við þjónana. Hortenze sagði stuttaralega: — Þetta er Mári. Það er engin ástæða til að öskra. Hefurðu aldrei séð Mára? — Nei, Madame. Angelique gekk til þjóna sinna. — Ég skal gefa ykkur einhverja peninga, svo þið getið fengið inni á veitingahúsi í nótt. — Ökumaðurinn steig fram: — Madame, við vildum gjarnan fá afganginn af laununum okkar líka. París er staður, þar sem auðvelt er að losna við peninga. Angelique bað Margot að sækja peningaskrínið og reiknaði síðan út, hvað hver þeirra átti mikið innistandandi. Þrátt fyrir þreytuna leið á löngu áður en Angelique sofnaði um kvöld- ið. Hún hlustaði á ókunnugleg hljóðin, sem risu upp umhverfis húsið. Bænamaður gekk fram hjá með hringlandi bjölluna sína: — Hlustið, öll þið sem eruð lögzt til hvíldar, biðjið til guðs fyrir hin- um dánu. Það fór hrollur um Angelique, og hún fól andlitið i koddanum. Hún þráði að finna langan, heitan líkama Joffreys við hlið sína. Hún saknaði góða skapsins hans, mjúku raddarinnar, og atlota hans. Hvenær myndu þau hittast á ný? Hve hamingjusöm yrðu þau þá! Hún myndi hjúfra sig að bringu hans, biðja hann að kyssa hana, halda fast utan um hana! Hún sofnaði með sængina í fanginu. 28. KAFLI Angelique opnaði gluggahlerana og rykkti í blýfóðraðan gluggann. Að lokum heppnaðist henni að opna. Hún andaði djúpt að sér fersku morgunloftinu. Það var barið að dyrum, og þjónustustúlkan kom inn. — Ég er með mjólk handa þeim litla, Madame, sagði hún. — Það var fallega gert af yður, en þér hefðuð getað sent barnfóstr- una mína upp með mjólkina. — Mér langaði til að sjá, hvort litli anginn væri vakandi. Mér þykir svo gaman að litlum börnum. Þessi unga stúlka var kringlótt og þrifleg, með rjóðar kinnar og barnsleg, blá augu. Angelique gazt strax vel að henni. — Hvað heitir þú, stúlka mín? — Ég heiti Barbe, Madame. — Sjáðu nú til, Barbe. Ég hef annazt barn mitt sjálf, frá því það fæddist. Ég vona, að hann verði frískur og sterkur strákur. Florimond vaknaði. Hann tók i vöggubrúnina, settist upp og rann- sakaði þetta nýja andlit, með dökku augunum sínum. —• Bonjour, litli vinur minn, sagði stúlkan í gælutón og lyfti honum upp. Hún bar hann með sér út að glugganum, til þess að sýna honum bát- ana, fiskbásana og appelsínukláfana. —• Hvað heitir stóra torgið þarna langt i burtu? spurði Angelique. — Það er Place de Gréve. Ég sé, að það er fjöldi fólks þar í dag. Þeir hafa sjálfsagt verið að hengja einhvern. VIKAN 35. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.