Vikan


Vikan - 10.09.1964, Síða 6

Vikan - 10.09.1964, Síða 6
I skólann Fyrir stúlkur: Helanca stretchbuxur, Franskir skór verð frá kr. 274,oo Fyrir drengi: Buxur, peysur, skyrtur, kuldaúlpur VIKAN 37. tbl. Venjið börnin við! Kæra Vika! Eins og margir aðrir ætla ég nú að falla fyrir þeirri freistingu, að ræða við þig um mín vanda- mál. Ekki endilega til að fá svar, heldur bara svona til að létta á hjarta mínu. Ég er ung kona, lifi í hamingju- sömu hjónabandi og á yndisleg börn. Áður en ég giftist fór ég í húsmæðraskóla og tel það hafa orðið mér til mikils gagns. En samt er það erfitt starf að vera húsmóðir og miklu meira að gera en mér hafði nokkru sinni dottið í hug áður. Þess vegna er ég nú löngu farin að skammast mín fyrir það, hvað ég lét mömmu mína dekra við mig á meðan ég var í foreldrahúsum. Núna, þegar ég hef heimili sjálf, skil ég hvað mikið starf mæður upp- kominna barna leggja á sig, sem börnin ættu að réttu lagi að venja sig á að gera sjálf. Þess vegna vil ég segja öllum ungum stúlkum að taka sig nú til og hirða sjálfar fötin sín, herbergi sín og vera duglegar að hjálpa til við önnur húsverk, jafnvel þótt þær stundi aðra vinnu á dag- inn. Sá vinnudagur er ekki nema hluti af vinnutíma húsmæðra. Og svo ættum við, sem núna erum ung, að reyna að ala okkar börn skynsamlega upp og venja þau við húsverkin í stað þess að dekra og snúast í kringum þau fram á fullorðinsár. Bæði vegna okk- ar og þeirra sjálfra. Megi svo hin nýja kynslóð þroskast og dafna og VIKAN halda áfram að gleðja unga og gamla. Með beztu kveðjum, Ásta B. ---------Orð í tíma talað. Við erum á sama máli. Bíladella Kæri Póstur! Getur þú sagt mér eitt. Svo er mál með vexti, að ég er að drepast úr forvitni. Mér finnst svo varið í bílapórfanirn- ar ykkar. En segðu mér eitt, getið þið ekki skrifað um tvær tegund- ir á viku? Þó ég sé frekur ætla ég að biðja ykkur að skrifa meira um SAAB, ég hef svo mikinn áhuga á þeim bíl. Enn skortir 1 ár til að ég geti tekið bílpróf. Bless. Einn úr Dölunum. “ — í*að er alltaf gaman að heyra til lesenda, sem hafa áhuga á efni VIKUNNAR, og þakka þér fyrir tilskrifið, minn kæri. Til eru þeir menn — og ekki síður konur — sem hafa horn í síðu bílaþáttanna og segja að við séum með blíadellu. Það er ekki alltaf gott að rata milliveginn, eins og við þó ávallt reynum. En svo er annað, piltur minn, sem þú verður að athuga. Hér á landi eru nú á boðstólum eitt- hvað um 100 mismunandi bíla- gerðir, og á ári hverju eru að- eins 52 vikur, ef ég man rétt. Það þýðir það, að með því að taka eina gerð í einu, þá erum við búnir að afgreiða helminginn á einnu ári. Og það er einmitt það sem við erum búnir að gera. Við erum búnir að birta lýsing- ar af svo til öllum bílum, sem hér eru til sölu, og nú er efnið á þrotum. En — svona í alvöru talað — hafðu engar áhyggjur. Við finn- um eitthvert ráð til að fullnægja þeim, sem eru með ólæknandi bíladellu. HvaS er sleikur? „Fjórar spenntar“ spyrja í of- væni um það, hvort sleikur hafi ávallt verið til — 0g er mikið niðri fyrir, enda taka þær fram að þær vilja enga útúrsnúninga.. Nei, mínar kæru. Sleikur hef- ur ekki ávallt verið til, er ekki til og hefur aldrei verið til. Ég er búinn að leita í öllum þeim íslenzku orðabókum, sem ég hefi komizt yfir, og hvergi fundið þetta orð, enda hefi ég ekki hug- mynd um hvað það þýðir. Ef, aftur á móti, þið hafið gleymt að setja strikið yfir t-éið og þetta eigi að vera „steikur", þá get ég frætt ykkur um það, að steikur hafa verið til alveg síðan hr. Neanderdahl brenndi sig á puttanum í gamla daga. Það er bezt að segja það einu sinni enn: Við svörum engum bréfum, þar sem beðið er um upplýsingar um

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.