Vikan


Vikan - 10.09.1964, Side 7

Vikan - 10.09.1964, Side 7
heimilsföng erlendra manna eða kvenna, leikara, snögvara, bítl- ara, íþróttagarpa eða slíkra, þyngd þeirra, hæð, breidd eða skónúmer, brjóstmál, mittismál, lendamál eða talmál, segjum ekkert um hvort slíkar verur eru dauðar eða lifandi og birtum ekki af þeim myndir, nema okkur þyki gaman að því sjálfum, vegna þess að þeir eða þær hafi drepið mann, skilið eða staðið á höndunum á flaggstönginni á Eiffelturninum í París. Þess vegna, stelpur og strákar — ekki senda fleiri slíkar beiðnir. Betra er sjónvarpslaus en símalaus að vera Kæra Vika! Þakka þér allar skemmtilegu stundirnar, sem við höfum átt saman og fyrirgefðu að þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa þér eins oft og ég hef nú feng ið lestrarefni frá þér, en ég ætla nú ekki beinlínis að ræða neitt viðkvæmnismál okkar á m,illi heldur allt annað. Segðu mér hvað kostar eitt innanbæjarsím- tal (nú segirðu ef til vill af- hverju hringir þú ekki til Lands- símans?). Það er vegna þess að ég hef engan síma og næsti al- menningssími er niður á torgi og þar kostar tvær krónur að hringja, en í verzluninni hérna á horniun hjá mér kostar það 3 krónur, en í sjoppunni 4 krónur. Það er líka betri kostur að fara í verzlanir og hringja, því að þar get ég hringt til Hafnarfjarð- ar, Keflavíkur og jafnvel til Akraness og Akureyrar, án þess að nokkur taki eftir. En það er ekki hægt niðri á torgi eða í öðr- um 2ja krónu símum. En þetta er ekki gott, því þetta leika áreið- anlega margir. Væri nú ekki ráð að koma upp fleiri almennings- símum, þar sem fólk gæti hringt hvert sem það óskar og hvenær sem það óskar? Ætli það sé ekki hægt að hafa svoleíðis fyriú- komulag, að það kosti bara fleiri krónupeninga að hringa eitthvað annað en innanbæjar? Það get- ur stundum verið áríðandi að hringja út á land þegar alls stað- ar er búið að loka, en það er nú ekki hægt nema þar sem sjálfvirkt samband er komið á, nema fyrir þá sem eiga síma og geta hringt í landsímann, nema að fleiri almenningssimum verði komið upp með betra fyrirkomu- lagi. Hver veit. Ein símalaus. --------Út af fyrir sig er ein- falt að svara spurningunni um verð símtala, því að ársfjórðungs- gjald heimilissíma í Reykjavík er kr. 600 og fyrir þann pening fær notandinn 640 símtöl. Það má því reikna það út að hvert símtal kostar kr. 1,07 — tæplega þó. Hvert umframsímtal yfir þessi 640 kostar kr. 1,10. Eitthvað er iðgjaldið hærra hjá verzlunum og fyrirtækjum, en það munar varla svo miklu að það skipti máli í þessu tilfelli. Sjoppann á horninu tekur greinilega sínar prósentur af hverju símtali, enda er manngarminum það vart lá- andi, því á einhverju verður hann að lifa. Annars þarf varla að svara þessu bréfi nánar, það skýrir sig sjálft hvað bréfritari vill. Satt að segja eru þetta nýjar fréttir fyrir mig — að einhver skuli vera símalaus hér á landi. Ég hélt að sími væri jafn sjálfsagður á hverju heimili og rafmagn, vatn og sjónvarp. En þarna sér maður bara. Framburður í útvarpi Kæri póstur! Hvernig er það eiginlega, þurfa þulirnir í íslenzka útvarpinu ekki að hafa nokkra undirstöðuþekk- ingu í framburði útlendra orða? Það lá við, að ég gengi út og ældi, þegar einn þulurinn sagði í vetur: „Munið BETELS!!!- hljómleikana í Austurbæjarbíói." Manngreyið kunni ekki að bera Beatles fram (Ha, ha!). Annar þulur sagði um daginn: „Nýlegur Dodge WEPPON til sölu.“ Þessi kunni ekki að bera weapon (frb. vípon). Ég er hættur að hafa útvarp. Einn Bítilsóður á Dodge Weapon. --------I mínum skóla var þetta orð borið fram „Weepon“, hvernig svo sem bítils bera það fram. Ég held að þulirnir sjái ekkert eftir þér. - G R I LL Grlllsteikt kjöt er ljúffengt. Þegar stcikt er I grillofni, myndast þegar i upphafi þunn — og ljúffeng — skorpa, sem síðan hindrar þornun kjötsins við iteikinguna. Kjötið heldur þannig safa sínum og bragSi óskertu — og húsmæðurnar losna við hvimleiða steikarbræluna. Infra-rauðu geislarnir fara gegnum kjötið, sem verður sérstaklega mjúkt og hragðgott. Við stcikinguna bráðnar fitan á kjötinu og drýpur af. Hana má svo nota mcð kjötinu, ef vill, því að hún er einnig bragðmikil og ljúffeng, en sós- ur þarf ekki að búa til, nema þeirra sé sérstaklega óskað, enda verður þeirra vart saknað, þar sem grillsteikt kjöt er svo safaríkt og bragðgott. Hvað er hægt að grillsteikja? Flcst kjötmeti er bezt grillsteikt, bæði hrygg- ur, læri og aðrir stórir bitar, þykkar og þunnar sneiðar, kótelettur, smá- bítar, pylsur o.s.frv. Grillsteiktir fuglar, svo sem kjúklingar, endur o.fl. eru kræsingar. Fiskur er góður grillsteiktur. Enfremur alls konar smárétt- ir úr kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, brauði, ostum o. fl. Grillofninn býður marga kosti: Grillsteiktur matur cr hollari, þar sem hann er fituminni og léttari. Langflestum finnst grillsteiktur matur mun ljúf- fengari. Grillofn er auðveldur og hreiniegur í notkun. Húsmæður lcsna við iteikarbræluna og þurfa lítið sem ekkert að fylgjast með steikingunnl, þvl að i flestum tilfellum er steikt á teini, sem innbyggður mótor snýr meö jöfnum hraða, svo að engin hætta er á, að maturinn brenni við. Mörg hjálpartæki fylgja, þannig að hægt cr að stcikja mæði stór, smá, þunn og þykk stykki á teinum cða sérstökum grindum. GRILLFIX grillofnarnir eru opnanlegir að ofan. Þar er laus panna, sem hægt er að steikja á eða nota sem hitaplötu til þess að halda mat hcitum. GRILLFIX grillofnarnir eru ennfremur búnir þrískiptum hitarofa, sjálfvirkum klukkurofa, innbyggðu ljósi og öryggislampa. Allt þetta miöar að því að gera húsmóðurinni stelk- inguna sem þægilegasta. Og ekki má gleyma því, að grillofn þarf ekki nauðsynlega að vera ætið staðsettur í eldhúsinu. Hann er léttur og brælu- iaus, svo að tilvalið og skemmtilegt getur verið að nota hann í borðstofunni eða jafnvel úti á svölum eða f garðinum, þegar það hentar og húsmóðirln viU gjarna vera í návist heimilisfólksins eða gestanna. O. KORMERU P'HAMSEHL . •; ;; 0 6 - 3 U D U R G O T U 'i 0 ■ R c V K J tK V :< | ■B WSBÍM fUBBSBBBl ■ Sendlð undirrit. nánari upplýsingar (mynd, verð, grclðsluskiimála) Nafn ................................................................... ffeimili .............................................................. Til FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.