Vikan


Vikan - 10.09.1964, Page 10

Vikan - 10.09.1964, Page 10
GREIN: GÍSLI SIGURÐSSON Síðari heimstyrjöldinni lokið. Uppgefinn, þýzkur hermaður á vígstöðvun- um í Normandí. Hvað gerir hann, þegar næsti Foringi kallar? Ekki alls fyrir löngu hitti ég að móli mann, sem hafði barizt í stríðinu. Hann var í flughernum og var sendur fró Bretlandseyj- um með sprengjur til að varpa á hernaðarlega mikilvæga staði í Þýzkalandi. Þeir sáu mann- virkin splundrast úr lofti, en stundum hittu þeir ekki ná- kvæmlega og þá gat það allt eins verið stórt fjölbýlishús eða íbúðarhverfi, sem splundraðist. Hann tók síðar þátt í innrásinni í Normandí, þessi maður, og sagðist hafa komizt lífs af fyrir heppni; félagar hans féllu allt í kringum hann. Eftir tuttugu ár sagði hann: „Fyrst var sársauki þessara stunda svo yfirþyrmandi, að ég bjóst varla við því, að ég yrði sami maður eftir, eða liti glaðan dag framar. Svo tók ég við fyrri atvinnu og hvarf heim til fjöl- skyldunnar. Smátt og smátt fóru sárin að gróa, þungbær atvik að fyrnast. Og nú er svo komið eftir tuttuga ár, að ég er mikið farinn að gleyma þessari mar- tröð. Eg man vel eftir ýmsum skemmtilegheitum úr herþjón- ustunni, en hörmungarnar eru sem betur fer gleymdar. Það er annars meira lánið, að maður skuli geta gleymt því versta." Það hefur oft verið taiað um blessun gleymskunnar; það er oft hin einasta von sorgbtiins manns að hann kunni að gleyma með tímanum. Menn drekka til að gleyma, vinna til að gleyma, flytjast í fjarlæg lönd til að gleyma. Maðurinn, sem hafði barizt í Normandí var mikið til búinn að gleyma ógnunum og hann var guðsfeginn. Sjálfsagt er því svipað farið um eftirlifandi fé- laga hans, sem lögðu líf sitt í hættu við að leggja þýzka skrímslið að velli. Sjálfsagt eru í hinni stéttlausu Paradís er mathorðið ekki jafn hlaðið krásum hjá öllum. Hér situr Mao að snæðingi. Hann ræður bráðum yfir örlögum 1000 milljón Kínverja, sem öllum heiminum stendur stuggur af. JQ — VIKAN 37. thl. Skotgrafirnar við Verdun voru ekki einu sinni grónar, þegar geðsjúlclingurinn Adolf Hitler heimtaði Lebensraum og hreif Þjóðverja með sér, með þeim árangri sem kunnur er.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.