Vikan


Vikan - 10.09.1964, Síða 12

Vikan - 10.09.1964, Síða 12
eðan Bannister var í fríi í Connecticut, gerðist það eitt kvöld- ið, að stúlka nokkur sneri sér að honum. Hann hafði oft séð hana áður í þorpsverzluninni, sitjandi við gosdrykkjaborðið. Hún var klædd samkvæmt tízkunni, í bláar gallabuxur og skyrtu af föður slnum eða bróður, utan yfir buxurnar. Þarna sat hún oft tímunum saman yfir kókinu sínu, fitlaði við sígarettuna og fylgd- ist með öllum, sem komu eða fóru. Þetta kvöld varð hún sam- ferða Bannister út um dyrnar og sagði: — Eruð þér ekki Charles Pratt Bannister, listagagnrýnandinn? Hann játti því. — Ég les allt, sem þér skrifið, sagði hún og gekk með honum að bílnum. Bann- ister leit tortrygginn á hana. — Ég vissi ekki, hver þér voruð, þangað til einhver sagði mér, að það væruð þér, sem skrifuðuð listagagnrýni fyrir The Times, hélt hún áfram, og nefndi rangt dagblað. — Mig hefur langað ósegjaniega til að hitta yður. Bannister leit til himins og gretti sig. Það var byrjað að rigna. — Viltu ekki koma inn í bílinn? spurði hann, og skreiddist sjálfur inn og hagræddi viðamiklum líkama sínum undir stýrinu. Bannister var af þeirri manngerð, sem finnst stöðugt, að verið sé að veiða þá í gildru. Hann velti því fyrir sér, hvað þetta myndi taka lang- an tíma, um hvað það væri og þar fram eftir götunum, þegar honum datt snjallræði í hug. — Ég skal aka yður heim, sagði hann. — Það væri fallega gert, sagði hún, og það var jafnvel enn meiri aðdáun í röddinni en áður. — Því það var út af því, sem mig langaði til að tala við yður. Ég meina málverkunum hans pabba. Og þegar ég frétti, að þér væruð í fríi í Daiton, datt mér strax í hug, hvort þér vilduð ekki koma og líta á þau. Hann renndi gluggarúðunni hratt upp. — Því miður, ég er önn- um kafinn í kvöld, sagði hann, og það var ekki eingöngu lýgi, því hann hafði hugsað sér að heimsækja Gansevoort, málara, sem hafði sumardvöl í Housatonic. — Jæja, einhvern tíma seinna þá, sagði stúlkan, um leið og hún hlammaði sér niður í sætið við hlið hans og dró sigarettu upp úr brjóstvasa sínum. — Ég verð alltaf hérna í grenndinni og til taks. Jú, hún var alltaf i grenndinni, og hélt áfram að suða í hon- um. — Þér vitið, hvernig þetta gengur fyrir sig, sagði hún. — Maður málar og málar árum saman, og allt í einu uppgötvar einhver mann og bang! Myndirnar seljast eins og heitar lummur fyrir tvö þúsund og fimm hundruð dollara stykkið. — Með einu skilyrði, sagði Bannister. — Því skilyrði, að rétta manneskjan komi og sjái þær! svaraði hún af bragði. Næst, þegar hann rakst á hana, lét hann undan. Þau settust upp ( bílinn hans og óku þessa fjórðungsmílu heim til hennar. Hún sagðist heita Susan Bigelow, og á leiðinni sagði hún hon- um ævisögu föður síns í stórum dráttum. Hann var bóndi, en fyrir sjö árum hafði tjáningraþörfin dembst yfir hann eins og holskefla, og síðan átti hann ekki svo lausa stund, að hann stæði ekki við að mála. — Nú á hann eitthvað um fjögur hundruð málverk, sagði hún að lokum. Alveg fastur í gildrunni, hugsaði Bannister, um leið og hann beygði af þjóðveginum inn á holóttan afleggjarann. — Þér vitið aldrei, hvenær þér gerið mikla uppgötvun, sagði hún. — Það sem hljómar vel, getur verið tómt rusl, en svo rekst maður kannski á gimstein í bjarndýrshíði. — Já, svaraði Bannister, og nam staðar til þess að aka ekki yfir illilega geit, sem stóð í miðjum bjarma Ijósanna og neitaði að hreyfa sig. — Pabbi minn er sjálfmenntaður, sagði hún um leið og hún opnaði bíidyrnar. — Náttúrubarn, sagði hún og brosti, en Bann- ister gat ekki vitað, hve nákvæm fyrirhyggja lá að baki þess, að hún notaði einmitt þetta orð. Hann renndi aðeins lítillega grun í, meðan hann fylgdi henni inn um hliðardyrnar inn í dauflýst anddyri, að hún hefði verið að lesa um Grandma Moses. Hún gekk á undan honum upp þrjá timburstiga inn í setustofuna. — Það lítur út fyrir, að allir hafi farið í bíó, sagði hún, um leið og hún kveikti Ijósið. Svo benti hún á veggina, sem allir voru þaktir af litlum málverkum. — Jæja, gerið þér svo vel. Bannister leið eins og hann hefði tekið alltof stóran sopa, þegar hann leit í fyrsta sinn yfir herbergið. Hann hafði aldrei komizt í nánari snertingu við dýralíf á bóndabæ. Fyrsta myndin var af hænu af Rhode Island kyni, teiknuð af mikilli nákvæmni og hvert smáatriði með. Hænan var einstaklega þjáð og sorgmædd á svip- inn, annað hvort fyrir tilviljun eða vegna mikillar þekkingar lista- mannsins á hænusjúkdómum. Bannister leitaði að nafni á mynd- inni en fann ekkert. Næsta mynd var af ryðguðum vagni á hvolfi í illgresisrunna, en jafnvel þar komu húsdýrin við sögu: Anda- flokkur í einfaldri röð í áttina að andapollinum, stífar eins og uppdregin barnaleikföng, geit, sem rykkti reiðilega í tjóðurbandið, hross stökkvandi yfir girðingu, eða öllu heldur stöðvað og stirt í loftinu yfir girðingunni. Bannister hélt áfram um herbergið, og þögnin grúfði sig í kringum þau, þar til hann kom að síðustu myndinni. — Jæja, sagði stúlkan að lokum. — Hvað segið þér um þær? Bannister kveikti sér í sígarettu, veifaði eldspýtunni þar til slokknaði á henni, gekk yfir að öskubakkanum til að láta hana frá sér, blés frá sér reyknum, og svaraði svo: — Hm — þær eru athyglisverðar. — En eru þær . . . — Segið mér: Er þessi hæna veik? spurði hann og benti á fyrstu myndina. — Ég veit það ekki, svaraði hún. — Ég skal spyrja pabba. En hvað segið þér um þær? — Jú, hann ætti endilega að halda áfram að mála, sagði Bann- ister, — ef hann hefur gaman af því. Svo litaðist hann aftur um í þessu dýrasafni. Það var ekki laust við, að sumar myndirnar end- urspegluðu hugarástand dýranna, en þó voru þær gerðar af barna- legri smámunasemi. — Gaman! Já, það hefur hann. En hversu góðar eru þær? þér ættuð að vita það. — Ihm, sagði Bannister og svipaðist um eftir hattinum sínum. — Ég hef séð þær verri. Hún reis á fætur. — Þetta eiga ekki að vera nein stórverk, sagði hún. Eins og Cézanne eða þeir karlar. Það vitum við bæði. Hún strauk brúnt hárið frá enninu. — Þetta er algerlega heimabakað. — Eins og — hún leit fast á hann — eins og Grandma Moses. Er þetta ekki líkara Grandma Moses? Jú, hann viðurkenndi að svo væri. — Og ef við athugum það með hana, þá var það einu sinni einhver, sem uppgötvaði hana — einhver gagnrýnandi.. Tvö þús- und og fimm hundruð dollara fyrir myndina. En hérna situr pabbi til klukkan tvö á nóttunni, og nú eigum við ekki aðeins þetta, og allt loftið fullt, heldur er hlaðan full líka. Fáeinar hefur hann selt nágrönnunum, fyrir einn dollar, sumar hefur hann gefið, og sumar eru í búðinni hans Larrabees, á sama borði og súrsaða grænmetið hennar mömmu. Getið þér annars ekki komið ein- hvern tíma og hitt pabba? Bannister lofaði að gera það. — Gott, sagði hún. — Heyrið þér, mynduð þér vilja sjá nokkrar sögur, sem ég hef skrifað? — Ég er hræddur um, sagði Bannister og þokaði sér til dyranna, — að það sé aðeins utan við mitt fag.. Þrem dögum síðar, þegar Bannister kom í þorpið til að kaupa sér vín, sá hann hana aftur. Hún veifaði honum, þegar hann lagði bílnum upp að gangstéttinni. — Hafið þér séð myndirnar, sem eru hjá Larrabees? spurði hún. Nei, en hann hafði hugsað sér að líta þar inn. Hún bauðst til að fara með honum núna, en hann mótmælti á þeirri forsendu, að vínbúðinni væri lokað klukkan sex. Hún leit á úrið sitt og fullvissaði hann um, að klukkan væri aðeins tuttugu mínútur gengin. Svo smeygði hún hendi sinni undir handlegg hans og dró hann mjúklega með sér í áttina að verzluninni. — Meðal annarra orða, hver haldið þér að sé að koma til að hitta pabba? spurði hún. — Hver? — Herman Gansevoort, málarinn. Þekkið þér hann? Hann er í sumarbústað upp með ánni. Hann langar svo mikið til að hitta pabba. Bannister miðaði nákvæmlega og henti sígarettunni sinni í götu- rennuna. — Hefur hann séð einhverjar af myndunum hans? — Þér voruð fyrstur til að sjá myndirnar hans, sagði hún. — — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.