Vikan - 10.09.1964, Síða 15
Gretu Garbo tókst sérlega vel að lýsa óhamingjusömum konum
í ástarsorg. Hér sést hún með Robert Taylor í „Kameliufrúin" —
en sú mynd fór eins og eldur í sinu um allan heim. O
Önnur mynd úr Kameliufrúnni. Bros hennar var í senn blíðlegt
og örlítið háðslegt, og vakti mikla hrifningu áhorfenda. O
EINMANA, DUL OG FEIMIN - MYNDIN AF
KVIKMYNDASTJÖRNUNNI GRETU GARBO
VERÐUR STÖÐUGT DAPURLEGRI. HÖN GAT
EKKI SÆTT SIG VIÐ STÖÐUGT EFTIRLIT.
ÞEGAR HINN GLAÐLYNDI WILHELM SÖREN-
SEN KOM TIL HOLLYWOOD VAR HÚN HAM-
INGJUSÖM UM STUND, EN ÞAR KOM AÐ
HÚN LAGÐI A FLÖTTA í ÖRVILNAN HEIM TIL
SVÍÞJÖÐAR. SKYLDI HÚN EIGA EFTIR AÐ
LEIKA AFTUR í KVIKMYNDUM?
AFLOTTA
ana alein. Hún hafði sundlaug í garðinum heima hjá sér, sem var varin
sjónum fólks með sítrónutrjám og hvítum múrvegg, þöktum rósum. En
hún ímyndaði sér að horft væri á hana úr nágrannahúsunum, og þess
vegna synti hún þar ekki fyrr en dimmt var orðið. Væri rigning, var
hún úti við, því að regnið lagði verndandi teppi milli hennar og umheims-
ins. Hún elskaði regnið og varð þunglynd af þurrkum Kaliforníu. Hún
var vön að fara út í garðinn og skrúfa frá garðslöngunni og stóð svo
undir úðanum þar til hún var holdvot. Stundum var hún í sundbol,
en stundum var hún aftur á móti fullklædd. Hún gat staðið þarna, þar
til garðurinn var kominn næstum allur undir vatn.
Það voru taugarnar, sem þjáðu hana. Það var óvissan og óróinn,
einmanaleikinn og tilfinningin um að eiga hvergi heima, sem fékk hana
til að gefa tilfinningum sínum þessa fáránlegu útrás. En við þetta hátta-
lag fékk hún oft kvef. Hún fór ekki til læknis, en læknaði sig með heit-
um böðum, nuddi og leikfimi. Þegar hún var lasin, gat hún átt það til
að einangra sig fullkomlega, neitaði að tala við vini sína og vinnufélaga
og ráfaði þá eirðarlaus um í húsinu, svaf eða lá í sólböðum. Oft var
hún í rúminu 1 marga daga og gaf aldrei neina skýringu á þessari ein-
veru sinni.
Alltaf vann hún baki brotnu. Eftir velgengnina í hljómmyndinni „Anna
Christie“ 1930, lék hún í sex myndum, sem allar sögðu frá óhamingju-
sömum konum, sem lent höfðu í mörgum ástarævintýrum. „Inspiration",
Susan Lennox“, „Mata Hari“ og „Grand HoteI“ voru myndir með þeirri
kventegund, sem Garbo lét svo vel að leika — konur með örlagaríku
valdi, konur sem höfðu til að bera svala, hrífandi blíðu, leyndardóms-
fullt aðdráttarafl og sársaukafulla fegurð. Konurnar, sem hún lék í kvik-
myndunum, minntu fremur á yfirnáttúrlegar verur en konur af holdi
og blóði.
En hvernig var með ástir hennar sjálfrar? Dagblöðin lögðu mikið
á sig við að ná fréttum af þessari feimnu og hræddu bráð sinni á Chevy
Chase Drive. Sé farið í gegnum dagblöðin frá þessum árum, rekst
maður á svolitla rómantík. Garbo fékk kærkomna heimsókn — landi
hennar, Wilhelm Sörensen, kom til Hollywood. Eftir því sem Sunday
Express segir, varð þetta að einskonar aukahjólum fyrir blaðamennina,
sem lengi höfðu staðið í felum bak við sítrónutrén í garðinum hjá Garbo.
Wilhelm Sörensen var góður vinur Sigwards prins og hafði hitt Garbo
með prinsinum, þegar hún kom í fyrstu Framhald á bls. 39.
VIKAN 37. tbl. —
15