Vikan


Vikan - 10.09.1964, Síða 17

Vikan - 10.09.1964, Síða 17
eðjast betur að þér svolítið þriflegri^ sagði Jimmy i einu ... — Ertu ekki afbrýðisamur út í hann, Jimmy? spurði hún allt í einu. — Hræðilega, sagði Jimmy og gretti sig, — en ekki hjálpar það. — Jimmy! Lucinda rétti úr sér og varð ákveðin. — í stríði og ástamálum er allt leyfilegt — og nú skulum við berjast. En hvað þýddi svo sem að leggja til atlögu við andstæðing, sem var slungnari og útfarnari en nokkur Rommel? Tveimur klukkutímum síðar stóðu þau Lucinda og Jimmy fyrir utan dyrnar hjá henni. Guy hafði ekið Elspeth heim í leigubíl. — Það tókst ekki, sagði Lucinda og gerði hreystilega tilraun til að brosa. — Mér þykir fyrir þessu með Elspeth — þín vegna á ég við. Skyndilega varð hún gripin þeirri tilfinningu, að hún harmaði úrslitin meira Jimmys vegna en sjálfrar sín. — Hugsaðu ekki meira um það. Ég kemst áreiðanlega yfir það — og þú líka. Hann laut að henni og kyssti hana á ennið. — Sofðu nu vel; svo sjáum við hvað hægt verður að gera á morgun. — Góða nótt, Jimmy, sagði hún blíðlega. Hún gekk inn í eldhúsið og lét fallast í stól við borðið. Þar sat hún langa stund og kenndi einskis nema nagandi tómleika inn- vortis. Svo tók hún eftir öðru — yndislegri lykt af eggjum og beikoni frá húsi nágrannans. Þá stökk hún á fætur og tók stærstu steikarpönnuna ofan úr hillunni. Framhald á bls. 41. VIKAN 37. tbl. 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.