Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.09.1964, Qupperneq 18

Vikan - 10.09.1964, Qupperneq 18
MEÐ SÉRSTÖKUM IRMGARD Erlendar LoftleiSa- flugfreyjur leysa frá skjóðunni: Ingrid: „Hestarnir ykkar eru dásamlegir, en Reykjavík fullhundasnauð borg.“ Irmgard: „Það er búið að gefa mér Reykjanesið!“ Maxi: „Ungu piltarnir mættu vera ögn herralegri.“ Maggy: „Hvers vegna fæst hér bara Iambakjöt?“ Arne: „Fólk giftist ótrúlega ungt hér.“ Barbara: „Á mínum aldri á það að minnsta kosti 5 börn!“ Fyrst hittum við þær stöllur Ingrid Wolff og Irmgard Thielen. Þær búa ásamt tveimur þýzkum flugfreyj- um í rúmgóðri fjögurra herbergja íbúð í nýrri blokk og greiða kr. 5000 á mánuði fyrir utan ljós, hita og síma og una vel við. Hinar tvær voru annað hvort í loftinu eða í New York. íngrid er íjóshærð, spengileg stúlka, með gulgræn augu, 22 ára gömul. Hún byrjaði hjá Loft- leiðum í febrúar, en hafði verið hér áður í þrettán mánuði, frá febrúar ‘62 fram í marz ‘63 og unnið i þýzka sendiráðinu. Þá hafði hún meðal annars þann starfa með höndum að fá sér dag- lega göngutúr upp á Öskjuhlíð með hund í bandi. Á þess- um hundaviðrunargönguferðum lærði hún fyrstu orðin í íslenzku — „má ég klappa hundinum?“ — spurning ásámt biðjandi augnaráði. Gönguferðirnar urðu nefnilega töluvert fjölmennar, hátt upp undir Keflavíkurgöngu- fjölda. Hinir dyggu förunautar höfðu reyndar enga skoðun á varnarliðinu, en geðjaðist þess í stað prýðilega að hundum, að því er virtist. í fyrstu vissi Ingrid eiginlega ekki hvað bónin þýddi, en svo rann upp fyrir henni ljós, og litlar hendur fengu að klappa hundi eins og þær vildu. „Mér brá heldur í brún, þegar ég kom hingað fyrst með Gull- fossi,“ sagði Ingrid. „Það var á einhverjum grámyglulegasta morgni, sem ég man eftir að hafa upplifað hér, og ég hugsaði með sjálfri mér, „Guð minn almáttug- ur, hvert er ég eiginlega kom- inn“. En svolítið rofaði til, þegar við sigldum inn á höfnina, og ég grillti í rauð og græn húsþök, undarlega skærlit í muggunni, svo að ef til vill var þetta ekki eins dökkleitt og virtist í fyrstu. Nú, það rættist ekki verr en svo úr íslandsdvölinni, að hingað er ég komin aftur og kann alveg VIÐTÖL: JAKOB MÖLLER MYNDIR: PÉTUR Ö. ÞORSTEINSSON 18 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.