Vikan - 10.09.1964, Qupperneq 19
prýðilega við mig hér. Pabbi og
mamma hafa oft spurt mig að
því, hvað sé í rauninni svona eft-
irsóknarvert við ísland. Ég á eig-
inlega ekki gott með að skýra það
út fyrir þeim. Fólk verður bara
að upplifa þetta sjálft — þetta
er bara svona ...!“
„Gæti ef til vill legið í því, að
hér er fólk svo vingjarnlegt, að
það er næstum óhugsandi að vera
útlendingur á íslandi, heldur
hálfgerður heimalningur,“ skýtur
Irmgard inn í og heldur svo
áfram:
„Ég kom hingað fyrir fjórum
mánuðum og var til að byrja með
á flugfreyjunámskeiðinu, en síð-
an í fluginu. Lengri tíma hef ég
ekki þurft til að sannfærast um
það, að mér gæti á engan hátt lið-
ið betur, þótt ég ynni t.d. hjá
Lufthansa í heimalandi mínu. Ég
er til dæmis hreint ekki viss um,
að flugfreyjurnar hjá Lufthansa
séu jafn þægilegar hver við
aðra og íslenzku starfssysturnar
og reyndar áhöfnin öll við okk-
ur útlendingana. Þar að auki gæti
ég verið orðin stór landeigandi,
því margoft hefur verið reynt að
gefa mér Reykjanesið, minnsta
kosti þann hluta þess, sem sést
frá veginum á leiðinni milli
Reykjavíkur og Keflavíkur. Sá
hængur hefur þó verið á, að gjöf-
in hefur verið bundin því skil-
yrði, að ég tæki Iandareignina
með mér, þegar ég fer heim til
Þýzkalands! Mér hefur reyndar
verið sagt, að leiðin sé einhver
hin ömurlegasta á öllu landinu,
en hef átt dálítið bágt með að
trúa því, var búin að fá það í
kollinn, að ísland væri eins og
Reykjanesið. Ég skipti um skoð-
un í fyrradag. Þá fór ég í fyrsta
sinn upp í sveit, austur fyrir
fjall og gekk á Heklu. Stórkost-
legt! Við fórum nokkur saman
í venjulegum leigubíl og ókum
að fjallsrótunum. Þá báðum við
bílstjórann að gjöra svo vel að
aka upp á fjallið, því okkur lang-
aði til að litast um á toppinum!
Hann færðist eindregið undan
því, hvernig sem á því stóð, og
við urðum að gera okkur að góðu
að leggja á brattann á tveimur
jafnfljótum — og upp komumst
við! Heita gufu lagði upp úr
f jallinu og útsýnið var dásamlegt.
í austurferðinni komst ég fylli-
lega að raun um, að ímynduð
trú mín á náttúru og náttúru-
fegurð landsins hafði verið arg-
asta villitrú,“ sagði Irmgard. Hún
er 23 ára gömul, há og grönn, með
ljósjarpt hár, á heima í Bremen
og hefur mest yndi af hestum.
Hún á sjálf stóran, gráan hest,
sem heitir Óðinn og er vön að
koma á bak daglega, þegar hún
er heima. Hún kallar hann raun-
ar Wotan, en það er sama nafnið.
Irmgard gekk í kvennaskóla í
Þýzkalandi, þar sem hún lærði
allra handa verklega vinnu ásamt
bóknáminu, eins og til dæmis að
fóðra nautpening og aflífa kjúkl-
inga! Síðan hefur hún forfram-
azt bæði í Sviss og Englandi.
„Franski hluti Sviss er dásam-
legur staður,“ segir hún, „sem ég
tek fram yfir aðra staði, sem ég
hef dvalizt á. Landið, fólkið og
loftslagið, allt eins og bezt verð-
ur á kosið. Þar vantar ekki góð-
viðrið, og á því sviði fer fsland
halloka. Sé hægt að setja út á
nokkuð hér, er það veðrið, sem
er vægast sagt svona töluvert upp
og ofan og fullmikið „ofan...“ —
„Þó hefur mátt hafa upp á
nokkrum sólardögum í Sundlaug
Vesturbæjar,“ bætir Ingrid við.
Hún er fædd í Frankfurt Oder,
en á heima í Celle, lítilli borg
milli Hamborgar og Hannover,
sem fræg er fyrir hestamennsku.
„Litlu hestarnir ykkar eru dá-
samlegir, hreinustu perlur. Ég
hef aldrei setið jafn þýða hesta.
Maður hreyfist ekki í hnakknum.
Heima gengur maður í loftköst-
um á hryggnum á stóru hrossun-
um. Irmgard hefur ekki enn kom-
izt á bak, þó er hún hreinasti
snillingur í reiðmennsku. Hið
eina, sem ég get státað af í sam-
bandi við hesta, er að vera frá
Gelle.“
„Ég brann í skinninu, þegar
ég sá stóðin meðfram þjóðveg-
inum á austurleiðinni. En ég hef
góðar vonir um, að bráðlega ræt-
ist úr og ég komist í reiðtúr hér,“
bætir Irmgard við.
Og talið berst frá hestum til
hunda, frá hundum til skattlagn-
ingar á bíla, frá bílum til sviða,
frá sviðum til „Vísis“, frá Vísi
til súrmjólkur og skyrs, frá skyri
til bíómynda og frá bíó til kaffi-
drykkju.
Þeim þótti báðum Reykjavík
vera fullhundasnauð borg og
ástæðurnar fyrir hundabanni
heldur fáfengilegar. Ingrid for-
mælti hinum háa bílatolli. Hún
kvað föður sinn hafa ætlað að
gefa sér bíl, en hún hefði gugn-
að á öllu saman vegna hinna opin-
beru gjalda. Þetta þótti henni
slæmt, því nauðsynlegt væri að
vera bíleigandi á fslandi, ef mað-
ur ætti eitthvað að geta ferðazt
að ráði til að kynnast landi og
þjóð. Þær hrósuðu íslenzkum
mat, eins og skyri og súrmjólk,
sem þær töldu hvort tveggja
hreinasta Iostæti. Svið höfðu þær
enn ekki getað fengið af sér að
leggja sér til munns vegna sam-
úðar í garð kindanna. „Það er
svo brútalt að horfa fyrst framan
í andlitið á vesalings lambinu og
éta það síðan með köldu blóði!“
Sérkennilegt einkenni á miðborg-
inni taldi Irmgard vera barna-
skarann, sem á hverjum eftirmið-
degi lirópáði af hjartans lyst:
„Vísir!“ Ingrid furðaði sig á hin-
um mikla fjölda jeppa á rúnt-
inum. „Heima gæti engum dott-
ið í hug að fara í jeppa í bíó!
Vel á minnzt. Kvikmyndahúsin
hér hafa það fram yfir önnur
kvikmyndahús álfunnar að sýna
myndirnar með textanum á frum-
málinu. Það er alveg ljómandi.
Hitt getur orðið svo afskaplega
þreytandi að heyra alltaf állt
annað en það sem varnir segja.“
Báðar höfðu þær komið auga
á hið eilífa kaffiþamb okkar:
„Bíóferðin er ekki nema hálf-
klárað verk, ef ekki kemur kaffi
á eftir. Kaffi er þjóðardrykkur
á fslandi. Hér vílir fólk ekki fyr-
ir sér að drekka kaffi á hvaða
tíma sólarhrings sem er.“
Og við þökkuðum kærlega fyr-
ir kaffið og kvöddum!
FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU
INGRID
Finnskar flugfreyjur á námskeiði Loftleiða
VIKAN 37. tbl. —