Vikan


Vikan - 10.09.1964, Síða 21

Vikan - 10.09.1964, Síða 21
Tvær þeirra búa vestur í bæ, sama bæjarliluta og Gvendur Jóns og ég“. Sennilega hafa þær hvorki heyrt getið um þá dánu- menn, né um yðirburði Vestur- bæjarins fram yfir aðra bæjar- hluta, svo að það verður að skoð- ast sem einskær tiiviljun, að þær hafa ratað vestur yfir læk eins og Helgi Hjörvar og Ingólfur Arn- arson. Þær koma báðar frá Þjóð- verjalandi og hafa átt heima hér frá því í vor. Önnur þeirra, Arne Stahl- scmidt, ijóshærð og bláeygð — frá Siegen/Westfalen — hafði ákveðið að gerast flugfreyja hjá Lufthansa, en þar var ekki hægt að fá vinnu fyrr en í haust. Svo rakst hún á auglýsingu frá Loft- leiðum í heimablaði, þar sem fal- azt var eftir flugfreyjum, venti sínu kvæði í kross og hleypti hcimadraganum. Milli flugferða skrifar hún greinar um Island í þýzkt dagblað og ber okkur vel söguna. „Nei, þau voru ekkert kvíðin heima, þegar ég lýsti því yfir, að ég ætlaði til fslands. Sjálf vissi ég reyndar ekki mikið um landið, þótt ég hefði við og við séð fræðslumyndir héðan, en pabbi vissi aftur á móti allt mögulegt um land og þjóð. Hann á vin, sem lengi hefur búið hér. Sem sagt, allir voru ánægðir, og ég lagði af stað.“ Hnigað kom svo Arne ásamt 14 öðrum stúlkum til þess að sækja flugfreyjunámskeið Loft- leiða. í einni af greinum sínum skýrir hún fyrst frá námskeið- inu og heldur síðan áfram: „Á þessum fyrstu vikum kynnt- ist ég mörgum íslendingum. Allt var þetta einkar þægilegt og hjálpsamt fólk, þannig að allt, sem heitið gat umkomuleysi eða erfiðleikar útlendings í framandi landi, var kæft í fæðingu. Við bjuggum á mjög góðu hóteli, City-Hotel, snæddum ágætan mat, og vasapeningarnir, sem við höfðum úr að spila, voru síður en svo skornir við nögl. Óþoiinmóð- ar biðum við prófraunarinnar, og ekki örgrannt um, að svolítili hjartsláttur fylgdi umhugsuninni um reynsluflugið. Ég átti að leggja upp á inið- viukdagsmorgni kl. 9. Nokkrar stúlknanna höfðu þegar Iokið reynslufluginu og voru alveg heillaðar að einni undanskildri. Hana höfðu hent ýmis óhöpp, svo sem óvænt mjólkurbað frá hvirfli til ilja, heit uxahalasúpa hafði gusazt yfir hendur eins farþeg- ans, og auk þess varð eitt af hin- um illræmdu „loftgötum“ þess valdandi, að heill málsverður hrökk af bakkanum, sem liún hélt á. Að vísu voru þetta allt smá- munir, en smámunir geta orðið ári þungir á mctunum, þegar „próf“ eru annars vegar. Loftleiða-vagninn sótti mig á hótelið kl. 7.45. í bláa einkennis- BARBARA búningnum, með hvíta slæðu og hvíta hanzka fannst mér ég þeg- ar vera oröin fullgild flugfreyja, og á leiðinni út á flugvöll fór ég í huganum yfir alit það, sem ég þurfti að muna viðvíkjandi ílug- inu. Á flugumsjón skráði ég mig í áhafnarkladdann og var kynnt fyrir allri áhöfninni, flugstjór- anum, aðstoðarflugmanninum, siglingarfræðingnum og flug- virkjanum. Þetta var fólkið, sem ég átti að leggja upp í flugið með, og ég vonaði, að ég stæðist raun- ina. Fyrsta og önnur flugfreyja — báðar islenzkar — heilsuðu mér líka innilega og kynntu sig aðeins með fornafni, eins og sið- ur er á fslandi...“ Sambýlingur Arne heitir Bar- bara Errington, dökk á brún og brá og hnyttin í tilsvörum. Á barnsaldri upplifði hún hörmung- ar stríðsáranna, eins og svo marg- ir aðrir jafnaldrar hennar á meg- inlandi Evrópu —■ örlög, sem ís- lenzk börn hafa aldrei kynnzt af eigin raun og eiga vonandi aldrei eftir að kynnast. Hún flýði ásamt foreldrum sínum og syst- kinum frá einum landshlutanum til annars. Veganestið á flóttan- um var bakpoki og heiðarlegt nafn, annaö ekki. Ileimili og æskustöðvar, byggingarfyrirtæki föðurins — allt horfið sjónum fyrir fullt og allt. f átta vikur komst Barbara ekki úr fötunum, og kalsár á fótum bera þögult vitni um flóttann. Níu ára gömul sá hún epli í fyrsta sinn, og hún héit, að fyrsta súkkulaðistykk- ið, sem pabbi hennar gaf henni, væri leikfang. Minningarnar heyra fortíðinni til, og í dag er Barbara frjálsleg og glaðleg eins og ekkert hafi í skorizt. Þeagr við spurðum hana, hvers vegna hún hefði skellt sér til íslands og gerzt flugfreyja hjá Loftleiðum, svaraði hún um hæl: „Sjáðu til, við erum helminginn af tímanum í New York, og þar fyrir utan er fsland óaðskiljan- legur hluti jarðarkringlunnar, svo að engin hætta er á ferðum!“ Síðan bætti hún við brosandi: „Satt að segja kann ég alls stað- ar vil við mig, ekkert síður á fs- landi en annars staðar. Að vísu var svolítið kalt, þegar ég kom hingað fyrst, en frá fólkinu mætti ég engum kulda — það er fyrir mestu. Hér er hver og einn lát- inn njóta sannmælis og er dæmd- ur eftir verðleikum, þjóðerni skiptir engu máli.“ „Eitthvað hlýtur þó að vera hægt að setja út á?“ „Talaðu við mig eftir 6 mán- uði. Ef til vill get ég þá fundið að einhverju, en ekki enn.“ „Hvað um íslenzku piltana?" „Á mínum aldri eiga þeir að minnsta kosti 5 börn!“ í þessu kemur stallsystir þeirra Arne og Barböru í heimsókn ásamt herra sínum. Hún heitir Sigrid Mönkemeyer og er frá Frankfurt, hann Udo frá Miin- chen. Sigrid hafði ekki farið var- hluta af kalda stríðinu. Hún varð að flýja ásamt fjölskyldu sinni frá Austur-Þýzkalandi 1953. Þar hafði faðir hennar átt kalkverk- smiðju, sem hann varð að sjá á eftir. Hún er búin að vera all- lengi í fluginu, hefur síðustu f jög- ur árin staðið á eigin fótum og farið víða. Undanfarna 5 mánuði hefur hún unnið hjá Loftleiðum. Hér á landi hefur Sigrid ferð- azt töluvert, m.a. gengið frá Skóg- arfossi inn í Þórsmörk með fríðu ARNE Frá vinstri: Barbara, Arne, Sigrid Mönkemeyer. föruneyti, Skandinavisk Bold- klub. 1 Vík í Mýrdal sá hún seli og Iunda og þótti mikið til koma. Ennþá einu sinni berst talið að íslenzkum mat. Niðurstöðurnar: Allar sammála um að skyr sé frá- bært, harðfiskur ætur, sé maður glorhungraður og rétt sé að reyna við tækifæri með galopnum aug- um og einbeittum svip að borða svið og láta sér hvergi bregða. Nú brugðu þær sér yfir á móð- urmálið og Iétu vaða á súðum. Við reyndum að fylgjast með eft- ir mætti, en verð'um að viður- kenna, að umræðurnar fóru fyr- ir ofan garð og neðan hjá okkur. Þó fengum við ráðið, að íslend- ingar væru óvenju frjálslegt fólk og blátt áfram. Þótt siðir væru í ýmsu frábrugðnir því sem tíðkast úti í hinum víða heimi, verða út- lendingar hér fljótt hagvanir. JÞM VIKAN 37. t*I. — 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.