Vikan - 10.09.1964, Qupperneq 22
•John
1. GREIN
Upphafið að
auðsöfnun
Rockefellers
ASMUNDUR EINARSSON
TÖK SAMAN
Sumarhöll fjölskyldunnar í Skógar-
hæðum í Cleveland.
Að Keldum, skammt ofan við Reykjavík, er hin
alkunna tilraunastöð Hóskóla íslands í meinafræði.
Þar hafa verið stundaðar umfangsmiklar rannsókn-
ir ó búfiársjúkdómum, síðan árið 1948, er stöðin
tók til starfa. Um það leyti er hún tók til starfa
höfðu margskyns sjúkdómar valdið miklu tjóni, ekki
sízt fyrir sauðfjárrækt íslenzkra bænda. Starfsmenn
tilraunastöðvarinnar fundu síðar m. a. upp bólu-
efni gegn garnaveiki, sem án efa hefur forðað frá
tjóni, sem talizt getur í tugum milljóna króna.
Þessari þýðingarmiklu stofnun var á sínum tíma
komið á laggirnar með tilstyrk The Rockefeller
Foundation í Bandaríkjunum, er greiddi um helm-
ing stofnkostnaðar, 200 þús. d. Til sjóðsins var
stofnað af þeim auðf er jöfurinn John D. Rocke-
feller dró saman með óviðjafnanlegum hætti
nokkra síðustu áratugi 19. aldar og á öndverðri
öld okkar, þegar olíuæðið, svonefnda, var í al-
gleymingi í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sá
tími er sérstæður kapituli í bandarískri sögu. Eigi
óverulegur þáttur hans lýtur að lífi og starfi John D.
Rockefellers, sem ef til vill var auðugastur þeirra auðmanna, er veraldarsagan kann frá að greina.
Sá þáttur er og upphafið að sögu þeirrar ættar, í Bandaríkjunum, sem stendur ofar flestum eða
r' lum voldugum ættum landsins, í augum fjöldans, ekki aðeins vegna þess mikla auðs, sem hún
ræður yfir, heldur fullt eins mikið vegna þess óviðjafnanlega uppbyggingarstarfs, sem unnið er
um allan hnöttinn undir forystu einstakra ættmenna hennar, og við íslendingar höfum að nokkru
notið góðs af.
TVENNSKONAR MARKMIÐ.
Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir. Ætla má að John D. Rockefeller hafi verið í hópi hinna ör-
fáu. Hann fæddist 8. júlí 1839 og andaðist 23. maí 1937, tæplega 98 ára gamall. Ungur að ár-
um hafði hann tvennskonar markmið fyrir augum, að verða auðugur og að verða langlífur. Hann
var við andlát sitt talinn hafa aflað hálfrar annarrar billjónar dollara, og það þótti honum sjálf-
um ekki sem verst. En hann vildi verða eitthundrað ára gamall. Það væri synd að segja að hann
gerði ekki allt, sem í hans valdi stóð, og læknavísindanna, til að ná þessu sfðasta markmiði sínu.
Hvar sem hann fór, síðustu ar ævinnar, hafði hann meðferðis súrefnisgeyma, ferska ávexti og ger-
ilsneydda mjólk, auk þess sem honum fylgdi hópur fólks, er gerði allt, sem unnt var til að létta
honum lífssporin. Og raunar gegnir furðu, hversu langra lífdaga gamla manninum varð auðið,
þegar þess er gætt, að upp úr fimmtugu, hafði hann nær gjörsamlega glatað heilsu, eftir of-
OO — VIKAN 37. tbl.