Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 23
JOHN D. ROCKEFELLER,
ELDRI.
reynslu sálar og líkama í mörg ár og varð um skeið
að nærast svo til eingöngu á móðurmiólk. Þá hafði
hann orðið, nauðugur, að sleppa stjórnartaumunum,
á fyrirtækjum sínum. En hugur hans var þó ætíð bund-
in við Standard Oil og Baptista-kirkjuna, sem hann
þjónaði af hjartans einlægni og víðtæka góðgerðar-
starfsemi, sem hann lagði rækt við af sömu nákvæmni
og festu og annað er hann tók sér fyrir hendur.
í ARF FRÁ FORELDRUNUM.
John, D. eins og Bandaríkjamenn, nefna hann stund-
um, erfði árvekni, snerpu og glöggskyggni föður síns,
Williams Rockefeller, sem af sumum var nefndur „Stóri
Bill". Sá mundi hafa kallazt karl f krapinu, stór og
þrekinn, kampakátur umferðarsali, sem sló um sig,
hvar sem hann kom, hafði ætíð hundrað dollara í
reiðufé í vasanum, og skemmti sér við að gefa börn-
um fimm dala gullhlunka en hafði verði laganna,
sýknt og heilagt á hælum sér. Er hann yfirgaf fæðing-
arsýslu John D., f New York-ríki, í sfðasta sinn, var
yfirvald sýslunnar á eftir honum, rétt einu sinni enn.
John D. erfði hins vegar ekki þá eiginleika föð-
ursins, sem brutust út í villtu líferni hans. Þar bætti
móðir John D., Eliza Rockefeller, það sem föðurinn
hafði skort. Hún var púritani, hreinlífismanneskja, í
eðli sfnu, með afbrigðum trúhneigð og gaf lítið fyrir
lausung og bílífi. Hún hafði og betri tækifæri en fað-
irinn til að hafa áhrif á uppeldi barnanna, vegna
fjarveru hans á söluferðum. En Stóri Bill gortaði stund-
um af því að búa börn sín vel undir lífsbaráttuna. „Ég
verzla við strákana og rýi þá inn að skinninu og ég
lem þá, þegar ég fæ tækifæri til þess," sagði hann
einhverntíma. Móðirin var engu sfður ákveðin, enda
veitti ekki af ef henni átti, einni, að takast að hafa
hemil á börnunum fimm. Hún flengdi þau óspart, þeg-
ar henni sýndist misgerðir þeirra ganga úr hófi fram.
Eitt sinn, meðan John D. fékk að kenna á vendinum,
tókst honum að sannfæra móður sína um sakleysi sitt
f það skiptið, en hún anzaði aðeins, um leið og hún
hélt flengingunum áfram: „Þú átt þetta þá inni, næsta
skipti."
Sparsemi og nýtni var og ein af dyggðum móður-
innar, og varð John D. aðnjótandi þeirra eiginlega í
ríkum mæli, að ekki sé meira sagt. A þessu bar þegar
f æsku, er drengurinn keypti sælgæti, pund og pund í
senn, af því að það var ódýrara þannig, en í smærri
skömmtum, og seldi síðan öðrum meðlimum fjölskyld-
unnar, með ágóða, það sem hann neytti ekki sjálfur.
Snemma bar og á öðrum eiginleika Rockefellers.
Hann tók alla sína ævi, hverju sem að höndum bar,
með stillingu og ískaidri ró. Eitt sinn varð honum á
að sparka fótbolta yfir grindverk, í málara, sem var
að störfum í stiga einum, og hafði það næstum fellt
málarann niður. Sá brást ákvæða við og gerði sig
líklegan til að ráðast á Rockefeller og skólafélaga
hans, Mark Hanna, sem síðar varð kunnur sjórnmála-
maður í Bandaríkjunum. Mark Hanna þóttist tilneydd-
ur til að gefa málaranum velútilátið kjaftshögg, en
Rockefeller sá enga ástæðu til að grípa til varnarað-
gerða, heldur reyndi að leiða aumingja manninum
fyrir sjónir, að þetta hefði allt saman stafað af slysni
einni saman.
Skólaganga Rockefellers varð með skemmra móti,
enda sagði hann síðar, að sér hefði hrosið hugur við
tilhugsunina um að vera öllu lengur á framfæri föður
síns. Hann lauk námi f high-school árið 1855, og var
sfðan þrjá mánuði við nám í bókhaldsfræðum, en
lagði úr því upp í atvinnuleit.
í ATVINNULEIT - STOFNAR EIGIN FYRIRTÆKI.
Hann leitaði eingöngu til stórfyrirtækja, sem gáfu
tækifæri til skjótrar upphefðar. Hann hóf störf sem
bókari, án þess að minnast einu orði á laun, og fékk
þau heldur ekki greidd fyrr en að fjórða starfsmánuði
liðnum. En þá höfðu hæfileikar hans og atorka komið
í Ijós, svo að hann hækkaði ört í tign og laun hans
fóru að sama skapi upp á við. Þremur árum síðar
hafði hann safnað saman 900 dollurum og hugði gott
til þess að koma á fót eigin fyrirtæki. Um það leyti
hafði hann komist í kynni við ungan og athafnasaman
Englending, Maurice Clark, að
nafni. Þeir mynduðu með sér félags-
skap og hófu umböðssölu á korni,
heyi og ýmsum öðrum verzlunar-
varningi. Clark lagði fram tvö þús-
und dali en Rockefeller sina níu
hundruð. Sfðan fór hann til föður
síns og falaði af honum peninga að
láni. Faðir hans hafði löngu áður
lofað sérhverju barna sinna eitt
þúsund dollurum, á tuttugasta og
fyrsta afmælisdegi þeirra. John D.
átti hálft annað ár eftir að þeim
degi, og varð að skuldbinda sig til
að greiða föður sínum tíu prósent í
vexti fram til þess tíma er hann yrði
tuttugu og eins árs.
Nú var verzlun almennt f vexti.
Síðan kom borgarastyrjöldin f
Bandarfkjunum til sögunnar, og
mikil viðskipti upphófust við heri
Norðurríkjanna. Verðlag hækkaði
og umboðslaun þeirra félaga í sama
hlutfalli. Rockefeller hafði fjárreið-
ur þeirra félaga með höndum og
vann að þeim af stakri nákvæmni.
„Nákvæmni Rockefellers í öllum
viðskiptum var allt að því öfga-
kennd," sagði verzlunarfélagi hans
síðar. Hann krafðist sérhvers smá-
eyris, sem þeim bar, en hafði heldur
ekki á móti því að aðrir fengju
sitt.
EINÆÐI ROCKEFELLERS.
Um þetta leyti tók Rockefeller að
leggja ákveðin hundraðshluta af
tekjum sfnum fram til góðgerðar-
starfsemi. Eitt árið átti hann þátt í
Framhald á bls. 30.
vikan 37. tbi. - 23