Vikan


Vikan - 10.09.1964, Page 26

Vikan - 10.09.1964, Page 26
LISTIN ER DÝRT Auðvitað var hann með skegg og peysu upp í hóls, hvað ann- að? Menn verða líka að til- einka sér ýmis ytri einkenni til þess að verða gjaldgengir. Trú- ir nokkur maður því í alvöru, að skegglaus maður hafi komið saman skóldlegri setningu? Né að só maður hafi eitthvert vald yfir pensli og litum, sem ekki á þessa alþjóðlega samþykktu larfa í fórum sínum? Lengi hef- ur því verið haldið fram, að frumlegar hugsanir þrifust bezt á sulti, að fátæktin væri móðir náðargáfunnar. Við og við heyr- ir maður þá skoðun, að alls ekki sé við að búast að þjóðin eign- ist skáld né liðtæka listamenn eins og sakir standa. Það séu allir svo déskoti efnaðir og sí- fellt með magann fullan. Að vísu gleymist þeim hinum sömu að minnast þess, að Halldór Kiljan Laxness er víst nokkuð ofarlega í efnatröppunni, svo af því má ráða að einstaka hörku- tól láti þessa ekkisen velmegun lítið á sig fá. En nú var alls ekki ætlunin að fílósófera um þessa hluti, heldur ræða við einn ágætan, sænskan myndlistarmann, sem dvaldist hér á þessari nýliðnu sumartíð. Hann heitir Börge Sandelin, Ijóðskáld og myndlist- armaður, meðal hinna þekktari yngri manna í heimalandi sínu. — Ertu listmálari ( hinum venjulega skilningi þess orðs? — Ég hef að sjálfsögðu lært að mála á kúnstakademíinu, en ég hef meiri áhuga á svartlist og raderingum. Það á betur við mig. — Og svo ertu Ijóðskáld. Er það algengt um sænska mynd- listamenn að þeir fáist einnig við ritstörf eða Ijóðagerð? — Afar fátítt. Það eru kannski tveir eða þrír fyrir utan mig. — Það er auðvitað fjöldi manna í Svíþjóð, sem helgar sig myndlist? — Það er fjöldi manns, sem kallar sig listmálara, en í sænska myndlistarfélaginu eru fjögur þúsund manns. — Getur þá ekki hver sem er gengið í það? — Nei, það er einhverskonar dómnefnd, sem ákveður, hvort menn fái inngöngu. — Við hvað er helzt miðað? Getu til dæmis? — Að sjálfsögðu og svo ræð- ur það ef til vill úrslitum, hvort umsækjendur hafa haldið sýning- 20 — VIKAN 37. tbl. í 8VÍÞJÓÐ Viðtal við BÖRGE SHNDERUN Eftlr GÍSLA SIGURÐSsON MYNDIR EFTIR BORGE SANDERLIN <1 BORGIN HLUSTANDINN O

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.