Vikan


Vikan - 10.09.1964, Page 27

Vikan - 10.09.1964, Page 27
ar eða útskrifazt úr listaskóla. — Er gott að vera myndlistar- maður í Svíþjóð? Er almennur óhugi á því að eignast verk eft- ir sænska listamenn? — Nei, almennur áhugi er ekki til. Sá hópur sem sækir sýn- ingar í Stokkhólmi er fremur þröngur og sá hópur sem kaup- ir málverk á sýningum er fá- mennur. Og sumir þeirra líta að- eins á málverkakaup sem skyn- samlega fjárfestingu. — En þeir Johanson og Lund- quist koma ekki á sýningar og ver|a ekki fjármunum sínum til myndlistarkaupa? — Nei. Gjáin á milli fólksins og listamannanna virðist alltaf vera að breikka. Myndlistarmenn vinna fyrir aðra listamenn og gagnrýnendur; þeir hafa ekki al- menning í huga, þegar þeir mála myndir. Myndlistin verður þeirra heimur, sem hinir ekki skilja, sem sjaldan eða aldrei sækja sýningar. Þetta er mikið vanda- mál. — Nú getur ekki verið að nokkur maður haldi því fram, að listamennirnir eigi að fara eftir því sem fólkið vill og láta það stýra gerðum sínum. — Auðvitað ekki. Þetta er vandamál, sem sýnist erfitt að leysa. I Svíþjóð hefur verið mik- ið rætt um hlutverk myndlistar- innar til dæmis. Hvaða tilgangi hún eigi að þjóna. Hvort lista- menn eigi að taka til meðferð- ar aðeins það sem þeim finnst fagurt og langar til að gera, eða hvort listin eigi fyrst og fremst að kenna fólki að meta eitthvað og skilja; hafa einhvern boð- skap í sér fólginn. Þetta hefur verið á dagskrá í Svíþjóð. — Hérna á íslandi breikkar þessi gjá líka, því miður. Fyrir fáum áratugum voru einkum landslagsmálarar hér og fólkið fylgdist með þeim; það þekkti landslagið og fjöllin, sem þeir máluðu og sá að þetta var vel gert — eða gagnstætt. Nú þegar myndlistarmenn sækja yrkisefni í eigin hugarheim, verður erfið- ara fyrir hinn venjulega áhorf- anda og listskoðara að fylgjast með. — i Svíþjóð er það líka þannig, að myndlistarmenn sækja viðfangsefnin í eigin huga, fremur en að þeir máli það sem fyrir augum ber, til dæmis lands- lag, hús eða mótív frá höfninni. — Mér skilzt, að hin óhlut- læga list, abstraktlistin, sé yfir- leitt alls staðar á undanhaldi. Hvernig er það í Svíþjóð? — Já, mér er óhætt að segja að hún er það líka þar. Á sýn- ingum ber meira nú orðið á hlut- lægum myndum. Annars skiptast myndlistarmenn í tvo hópa um þetta, — tvo hópa, sem eru þó hættir að deila. Jafnvel í París er nú orðið sjaldgæft að sjá ann- að en hlutlægar myndir á sýn- ingum. — Hefurðu átt þess kost að sjá eitthvað af íslenzkri list? — Ég hef komizt í listasafn ríkisins. Að mínum dómi er Kjarval risinn meðal íslenzkra málara, en mér leizt Ijómandi vel á verk Svavars Guðnasonar og Sverrir Haraldsson finnst mér bráðsnjall og fimur málari. Aftur á móti hef ég undrazt það, hvað íslenzkir listamenn virðast lítið nota þann framúrskarandi efni- við, sem er landið og litir þess. Eg álít, að íslenzkir myndlist menn hafi alveg óvenjuleaa góða aðstöðu að búa í svona eggjandi umhverfi. Þess í stað hef ég séð, að menn eru að dunda við að mála eins og gert var í París fyrir einum áratug eða svo. — Já, mig grunar, að þeir hafi verið þar sumir og gengið erfiðlega að öðlast ný viðhorf. En það hlýtur að lagast. — í listinni er mjög hættulegt að eltast við tízkuna og duttl- unga hennar. Jafnvel þótt það þyki sæmilega gert í bili, þá verður það óþolandi eftir nokk- ur ár eins og gamall hattur, sem ekki er móðins lengur. Það gild- ir að finna þann tón, sem dvín- ar, eitthvað sem stendur. — Þú varst búinn að segja mér um áhuga almennings ( Svíþjóð. En hvernig er að vera myndlistamaður í Svíþjóð að öðru leyti? — Mér er óhætt að segja, að það er býsna erfitt. Það er fjöld- inn allur af sýningarsölum í Stokkhólmi, þar sem ég þekki Framhald á bls. 45. VIKAN 37. tbl. — 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.