Vikan


Vikan - 10.09.1964, Síða 31

Vikan - 10.09.1964, Síða 31
GLEYMT ER ÞÁ GLEYPT ER Óviðjafnanlegur rakstur með rakbiaði, sem endist og endist SILVER GILLETTE: hin ótrúlega beitta og mjúka Gillette egg á r ' l!l! rakblaði úr ryðfrfu stáli, sem engin rakstursaðferð jafnast á við. J§P ijl liiff li > liiiliiSiiiii |j|iii :iH®i!il|| i,ihiin.,,.,l ij m p Ijjj ’Éh msnsm II Hifii. sI uv E R Gillette » mýksti. bezti og þægiiegasti rakstur. sem völ er á e ryðfritt stál. sem gefur yöur fiesta rakstra á blað e gsaðin alltaf söm við sig—öii biöðin jafnast á við það siðasta RYÐFRIA STALBLAÐIÐ SILVER GILLETTE — ÞRIGGJA BLAÐA PAKKI - ENDIST VIKUM SAMAN - AÐEINS KR. 25,00 Framliald af bls. 11. vek|a þar með upp draug fortíð- arinnar. Þessu bar að gleyma sem öðru. Nú heyrist oft minnzt á það vandamál, að Þýzkaland er skipt; Þjóðverium stíað í tvær einingar. En margir eru þeir, sem hrósa happi yfir hverjum degi, sem það dregst að sameina þá. Þann dag, sem nýr Fuhrer fengi lýðinn til að æpa á fjöldafundum, yrðu staðir eins og Auschwits og Belsen gleymdir. Nú er þess ekki langt að bíða, að Bandaríkjamenn kjósi sér for- seta. Þar með kiósa þeir mann í fylk- ingarbrjóst öllum hinum vestræna heimi. Ef Goldwater nær kosn- ingu, munu margir verða uggandi um heimsfriðinn og sjá fram á það, að enn ætli sagan að endurtaka sig. Ollum þorra Evrópubúa er fyr- irmunað að skilja, hvernig öfgamað- ur eins og Goldwater nær að sann- færa meirihluta stórþjóðar, sem tal- in hefur verið meðal menningar- þjóða og meira að segja haft for- ustuhlutverk f vísindum og margs- kyns efnislegum framförum. En það mun vera lögmál, að fari sami stjórnmálaflokkur mjög lengi með völdin, þá bætir hann ekki við sig fylgi; þvert á móti hrynur það af honum. Það er vegna þess að alltaf eru nokkuð margir óánægðir með núverandi ástand og þá stefnu, sem rekin er. Þegar einhver öfgaseggur kveður sér hljóðs og hótar að hræra rösklega upp í pottinum, þá hróp- ar lýðurinn húrra. Svo styður það þennan digur- barkamælandi væskil frá Arizona, að Bandaríkjamenn eru haldnir sjúklegri kommúnistahræðslu. Þeir rugla oftast saman socialisma og kommúnisma; vtðtæk afskipti ríkis- valds á Norðurlöndum af ýmsu þv( er varðar almannaheill, er ekkert annað en kommúnismi í augum Bandaríkjamanna. Sumir þykjast sjá Hitler endurbor- inn í Goldwater, en svo slæmt er það ugglaust ekki. Hins vegar er vald Bandaríkjaforseta yfir lífi og limum okkar sem annarra, ískyggi- lega mikið, ef til harðræða drægi. Ef þeir, sem börðust við Corregi- dor, á Filipseyjum og í Normandí, hafa gefið, eða eiga eftir að gefa Goldwater atkvæði sitt, þá er mátt- ur gleymskunnar mikill. En það er einn, sem ekki gleymir og þykir erfiður viðfangs: de Gaulle. Hann segir, að það sé aldrei hægt að treysta Bandartkjamönnum; enginn veit upp á hverjum skollanum þeir kunna að taka. Þess vegna hefur gamli maðurinn látið svo um mælt, að Vestur-Evrópa geti bjargað sér sjálf; forustuhlutverki Amerlkana sé hér með lokið. Goldwater má þenja sig út þess vegna. Ekki er gott að spá um það, hvernig þróunin verð- ur, hversu mikið gleymist og hvað verður munað, framtíðinni til varn- aðar. Eitt af því sem de Gaulle man Kka vel, er það að eitt sinn voru Fransmenn forustuþjóð í Evrópu, bæði stjórnmálalega og meningarlega. En þeir létu líka sjúka landvinningaspekúlanta siga sér út í hverja styrjöldina á fætur annarri og enn í dag mætti halda, að Napóleon sálugi hafi á eigin spýtur bjargað Frakklandi úr nauð- um, slík er aðdáun þjóðarinnar á honum. Þeir eru gleymdir, sem lágu dauðir eftir á vígvöllunum eftir orrusturnar við Austerlitz og á slétt- um Rússlands. Það er sem sagt óhætt að slá því föstu, að verulegur hluti þeirra sambúðarerfiðleika, sem hrjá þjóð- ir heims, stafi af vanþroska þegn- anna og gleymsku — þó einkum og sér í lagi þeirra, sem valizt hafa til forustu. Því miður veljast alltof sjaldan afburðamenn til stjórnmála Stjórnmál eru þess eðlis, að af- burðamenn virðast oft hafa óbeit á þeim. Þeir sem hafa tilhneigingar til að hreikja sér á hrauka og æpa á strætum og gatnamótum, þeir dragast að stjórnmálum. En auðvit- að er einnig hér til undantekning- ar; nýtir menn, se'm ýtt er inn í stjórnmálin. Þroski mannfólksins tekur varla neinum stökkbreytingum og af því má ráða, að ástand í alþjóðamál- um haldi áfram að vera ótryggt og lævi blandið. Skólamenntun og almenn uppfræðsla sýnist ekki hafa nein úrslitaáhrif á félagsþroska. Skólaðir menn eru líka fljótir að gleyma. Verulegur hluti af orku manna fer í það eitt, að snúast um sjálfa sig í vandamálum hins daglega strits. Ymsir þjóðfélagsfræðingar og vísindamenn hallast að því, að fólk hugsi jafnvel minna en tíðkaðist áður, noti heilann og afl hugans sjaldnar. Margir kvarta yfir því, að næstum aldrei sé tóm til að hugsa eina hugsun til enda, hvað þá að íhuga hlutina gaumgæfilega. Það gerir hraðinn og argaþrasið, út- varpið, sem glymur jafnt á heimil- um sem vinnustöðum, kapphlaupið um hin efnislegu gæði, sem enginn fær nóg af, flýtirinn og taugaspenn- an. í nútíma þjóðfélagi er fólkið eins og sprek, sem þeytist um ( heljarmikilli hringiðu án þess að geta nokkuð við þv( gert. í þeirri hringiðu er það gleymt sem gleypt er. Ný áhrif altaka hugi manna, sem eru nú einu sinni ekki frjórri en svo, að þar rúmast aðeins það, sem fyrir augu og eyru ber hverju sinni. Þess vegna gleymast gömul menningarverðmæti af því að hé- góminn flýtur á yfirborðinu. Og gömul sár gleymast líka, vegna þess að þau svíða ekki lengur. Einn merkasti sagnfræðingur vorra tíma, Bretinn Arnold Toynbee, hefur hvað eftir annað bent sam- tíðinni á sláandi dæmi úr fortíðinni VIKAN 37. tbl. — gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.