Vikan


Vikan - 10.09.1964, Side 32

Vikan - 10.09.1964, Side 32
Notaðir bílar og nýir í miklu úrvali og við allra efni NÝIR BÍLAR ERU OFVIÐA FJÖLMÖRGUM EN NOTAÐIR GERA OFT SAMA GAGN Öll þekktustu merkin á markaðnum Seljum gegn: staðgreiðslu, afborgunum, tryggum skuldabréfum og vel tryggðum víxlum. KomiS, skoSiS og kaupiS Gamla Bílasalan Rauðará n 'bHPna r> Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (23. marz — 20. apríl); Það koma margir afturkippir í framkvæmdir þínar áður en yfir lýkur. Þér er áríðandi að nota hverja stund eins vel og unnt er, bezt væri að þú skipu- legðir tíma þinn. Það er hyggilegt að vera ekki með of mikla peninga í umferð. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): ©Þú hefur nýlega tapað einhverju sökum vangæzlu þinnar. Ef til vill geturðu miðlað málum með því að greiða úr eigin vasa. Allt mun komast á réttan kjöl á heimilinu, ef þú gerir vissar tilslakanir og viðurkennir atkvæðisrétt hinna yngri. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Ættingjar þínir hafa gert þér greiða, sem þú getur seint goldið að fullu. Kjóstu einveruna um stundar- sakir til þess að hugsa ráð þitt og hvíla þig. Miklar líkur eru til þess, að þú gerir heppilegan samning við mikilsmetinn aðila. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Gerðu þér sem fyrst grein fyrir því, að það geta fleiri haft lög að mæla en þú og einnig það, að ef þér er annt um að ná sem beztum árangri, máttu ekki vera of einráður. Gömul saga, gleymd og graf- in, birtist þér í nýju Ijósi vegna óvænts atviks. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): eGættu þess að særa ekki eða móðga á einn eða ann- an hátt, þá sem eru þér kærastir. Þú skalt með sjálfum þér athuga hvort ekki skortir eitthvað á háttprýði þína og tillitssemi við náungann. Þú færð glæsilegt tilboð rétt eftir helgina. Mcyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Kvöldstundir vikunnar verða einstaklega heppilegar til hvers konar félagsstarfa og vinafunda, en þrátt fyrir það verður minna um rómantík en þú gerir '1L ráð fyrir. Þú færð fréttir af félögum, sem þú kynntist fyrir skömmu. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Það, sem þú hefur á prjónunum, er algjör fásinna. Reyndu eins og þú getur að efla félagsandann á heimili þínu og styrkja fjölskylduböndin. Þú hefur sniðgengið persónur, sem þú finnur til vanmáttar þíns gegn, reyndu að gera þér grein fyrir af hverju. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú hefur komizt í nánari kynni við ákveðna per- sónu, sem, ef þú ferð rétt að, þú getur vænzt þín mikils af. Líkur eru til þess, að ráðagerðir þínar fari út um þúfur. Þú verður trúnaðarvinur ákveð- innar persónu, sem með því kemur þér 1 vanda. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): ©Þú hefur gert áætlun um vinnuhagræðingu. Ef þú lætur letina ekki ná tökum á þér, ertu örugglega á grænni grein. En þú skalt blanda sem fæstum inn í þessar tilraunir þínar. Maður, sem hefur veitt þér atvinnu, hefur samband við þig. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hefur fengið eitthvert hlutverk, sem þú unir þér mjög vel við. Ættingi þinn, af sama kyni, legg- 'tqggpr ur fyrir þig gildru, sem þú átt erfitt með að varast. Þú verður óviljandi þátttakandi í persónulegum óeirðum nokkurra nágranna þinna. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú hefur mjög mikið að gera og sérð ekki út úr augum. Skynsamlegast fyrir þig, væri að leita hjálp- ar við ýmis atriði í þessu sambandi. Þegar minnst vonum varir, og á mjög ólíklegum stað, dynur rómantíkin yfir þig. Heillalitur er blátt. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Athugaðu hvort það er ekki sprottið af öfundsýki, sem þú gefur í skyn um ákveðna persónu. Þér er áríðandi að gefa gaum að þessari viðvörun því af- leiðingarnar geta orðið miður skemmtilegar. Haltu hópinn með gömlum félögum þínum. m Skúlagötu 55 — Sími 15812.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.