Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 10.09.1964, Qupperneq 33

Vikan - 10.09.1964, Qupperneq 33
og sagt: Svona var staðan ó tafl- borðinu þó og þannig fór. Staðan er nókvæmlega eins nú — er ekki augljóst, hvað við eigum að gera? En valdamenn hlusta yfirleitt ekki á slíkar raddir. Af sögunni getum við til dæmis séð, að atvinnuherir urðu sízt til þess fallnir að efla frið. „Vopn hafa alltaf verið notuð", sagði ein- hver. Atvinnumenn í hernaði lifa í þeim heimi, sem styrjaldarrekstur er, og sagan sýnir, að þeir stuðla fremur að því, að vopn eru ekki látin ónotuð. Fyrir þrem árum var ég ásamt nokrkum öðrum blaðamönnum á ferð um Bandaríkin. [ þeirri ferð sáum við meðal annars einhvern hluta af varnarkerfi landsins og við hittum að máli fjölda manns, sem starfaði við þetta kerfi. Allt voru það atvinnuhermenn; þeir höfðu flestir barizt á Kyrrahafssvæðinu eða í Evrópu í síðari heimsstyrjöld- inni og síðan höfðu þeir haldið áfram herþjónustu. Þeirra heimur var grár fyrir jánrum; það voru sprengjuflugvélar, eldflaugar og kafbátar. Ég gat ekki betur séð, en að þeir mikluðu stórlega fyrir sér þá hættu, sem Bandaríkjamönnum og öllum hinum vestræna heimi stafaði af Rússum. Þeir sáu alls staðar kommúnista. Þegar Eisenhower varð forseti Bandaríkjanna, lítu ýmsir efasemda- menn það hornauga, að hershöfð- ingi væri settur í æðsta valdastól landsins. Eisenhower var atvinnu- hermaður, en hann var gæfumaður og valdaferill hans endaði án þess að slys yrði. Samt sem áður trúa flestir því, að yfirleitt sé talsverð hætta því samfara að gera atvinnu- hermenn að leiðtogum. Enn eru menn ekki búnir að læra það, að styrjaldir eru ekki og hafa aldrei verið nein lausn á vandamálum. Samt tala ábyrgir leiðtogar um „óhjákvæmilegar styrj- aldir", og virt, danskt dagblað, sem gerði hugsanlegt kjör Goldwaters að umræðuefni, sagði, að „ef til vi11 yrði styrjöld einasta leiðin út úr ógöngunum fyrir hann". Jafnvel krataleiðtogar á Norðurlöndum tala um styrjaldir sem „lausn". Fyrst og fremst eru það stjórn- málamennirnir, sem leika á tafl- borði heimsmálanna og meiripart- ur þeirra situr að völdum sínum með fulltingi kjósenda. Allt virðist það vera harla gott og lýðræðis- legt. En jafnvel lýðræðið getur ekki forðað því, að skálkar komizt í æðstu valdastóla. Ef þeir kunna lag á því vopni, sem múgsefjun er, þá eru þeim allar leiðir færar. Þeir sem svífast einskis og heimta „lebensraum" eða „place in the sun" verða styrktir, á hvers kostn- að sem annars kann að verða. Vítin verða sjaldnast til varnað- ar. Þegar einstaklingum er fyrir- munað að draga viturlegar álykt- anir af sinni persónulegu reynslu og nýta sér hana í vil, þá er varla von til þess að þjóðarheildirnar geti það. „Múgurinn er alltaf heimskur", sagði einhver ágætur spekingur og sumir stjórnmálamenn eru ekki mik- ið betri en meðaltalið af múgnum. Svo herma tölur, að Kínverjar verði orðnir eitt þúsund milljónir árið 1972. Nú þarf Mao aðeins vetnissprengjur til þess að geta gengið fram á stríðsvöllinn með sína kröfu um lífsrúm handa öllu þessu fólki, sem í dag er beitt fyrir plóginn af mikilli hörku. Ef svo færi sem bölsýnismenn spá, að Goldwat- er verði næsti forseti Bandaríkjanna, þá liði ekki á löngu unz hann og Maó yrðu þeir pólar, sem veröld- in snerist um. Trúlega mundi óbil- girni og öfgar Goldwaters einnig koma rauðliðum til að standa bet- ur saman en nú er raunin á. Fiér á íslandi hefur mörgum orðið gleymskan þægileg. Þær hreyfing- ar, sem bezt leggja sig fram um undirgefni, hlýðni og þjónustu við útlend stórveldi í austri og vestri, hafa gleymt því að eitt sinn endur fyrir löngu grófu innlend sundrung- aröfl undan sjálfstæði landsins. Þá höfðu tækifærissinnaðir menn það í huga að geta orðið jarlar og land- stjórar konungs. Þeir menn Iifa og starfa meðal okkar enn þann dag í dag, sem ekkert hefðu á móti því að verða „handgengnir menn" og jarlar. Þeir kjósendur eru ærið marg- ir, sem Ijá þessum hugsjónamönn- um atkvæði sitt án þess að hafa hugmynd um, hvað þeir eru að gera. En þeir eru því miður fleiri, sem ekki eru alveg á þvi hreina; skilja ekki hvað orð og gerðir geta verið kaldhæðnisleg. Eða hvað um þýzku stúlkurnar, sem lögðu blómsveig fyrir fætur þýzkra hermanna á leið til vígvall- anna 1914? Fivað um ítalska þing- menn, sem æptu „Lifi striðið" í þinginu ( Róm 1939? Og hvað um þá óskiljanlegu Bandarikjaborgara, sem hrópa: Goldwater skal í Flvíta húsið? Eitt sinn sagði Flallgerður lang- brók, þegar mikið lá við austur á Fllíðarenda: „Skal ek nú muna þér kinnhestinn". Síðan hefur þessi hæfi- leiki til að muna bæði gott og illt, sífellt gengið til þurrðar. Sumir, sem ekki voru alltof fljótir að til- einka sér nýjungar, fengu þá eink- unn, að þeir hefðu ekkert lært og engu gleymt. Ætli það sé ekki bara affarsælast, þegar öllu er á botn- inn hvolft? ★ UhfGFRÚ YNDISFRÍÐ býSur yður hið landsþekkta konfekt frá. N Ó A. HVAR ER ÖRKIN HANS NOAl JÞatt cr alltat satnl Jelkurlnn í hénnl Yh4« IsfrlS okkar, Hún fccfur faltS Brktna hans N4a elnlivers staíar I WatHnu'oB helttr Bóíum vcrSIaunum handa þelm, sem getur íundtS . Brklna. YcrBIannln eru stór kon- fektkassi, fullor at hezta konfektl, os. tfamtelSándlim er au.SvltaS SætgœtlsEorB- In Nói, Nafa JTcImlU örkln «r & hls, < m Blðast er ðregtð var Waut verðtaunln; ÞÓRDÍS SIGTRYGGSDÓTTIR, TeigagerSi 17, Rvík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 37. tbl. VIKAN 3f. «UL — gg

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.