Vikan


Vikan - 10.09.1964, Síða 39

Vikan - 10.09.1964, Síða 39
JOHN D. ROCKE- FELLER OG ÆTT HANS Framhald af bls. 23. að kaupa negrahión í Cincinnati laus úr þrældómi. Sitthvað lét hann af hendi rakna við Baptista-kirkj- una, sem fjölskyldan tilheirði. Jafn- framt hélt hann langar ræður yfir sjólfum sér um gildi sparnaðar og hógværðar í lifnaðarháttum. „Þess- ar einræður urðu mér mikils virði/' sagði hann síðar, „því ég óttaðist að hafa ekki nægilega sterk bein til að þola velgengnina." Sá ótti reyndist ástæðulaus. Hann var sístarfandi. Hann vildi sem fyrst geta skapað sér fullkomið efnahags- legt öryggi. Rockefeller sniðgekk allt, sem ekki kom heim og saman við þann tilgang hans. Hann sýndi engan áhuga á listum eða stjórn- málum. Hugur hans snerist ein- göngu um viðskipti af hverskonar tagi. Þetta einæði hans gerði hon- um auðveldara að ná takmarkinu. Tuttugu og fimm ára gamall var Rockefeller búinn að afla sér tals- verðra eigna og var vel virtur maður í Cleveland, sem hafði verið aðset- ursstaður fjölskyldu hans í nokkur ár, og átti eftir að verða höfuðstöðv- ar stórfyrirtækja hans næstu árin. NÝTT VERKEFNI. Hann tók að leita að nýjum verk- efnum. Þau birtust honum fyrr en varði. Efnafræðiprófessor við Yale- háskólann hafði rannsakað olíu, sem flaut hér og þar ofan á Alleg- hany-fljótinu og komst að þeirri niðurstöðu að hún hentaði vel til lýsingar og smurningar ef hún fengi sérstaka meðferð. í Titusville, afskekktu þorpi í Pennsylvaniu, hafði „skrýtinn" náungi, Edwin Drake að nafni, búið ( tvö ár og borað eftir olíu, að fyrirlagi nokk- urra auðmanna. í ágúst 1859 vann hann sigur sinn. JarðoKan gaus upp úr einni borholunni. Menn þyrptust í olíuleit, en einhvern veginn varð Drake undir öllu saman. Hann hafði aldrei grænan eyri upp úr brautryðjendastarfi sínu. Það átti fyrir öðrum að liggja að raka sam- an ofsagróða vegna brautryðjenda- starfs hans. Einn þeirra var John D. Rockefeller, sá stórtækasti af þeim öllum. Framhald i næsta blaði. ÆVINTÝRIÐ UM GARBO Framhald af bls. 15. heimsókn sína heim. Nú kom þessi glaðlyndi og ættstóri mað- ur til Kaliforníu. Garbo tók vin- gjarnlega á móti honum, því að hún þarfnaðist sannarlega að hafa kátan og léttlyndan félaga hjá sér. Hann bjó hjá henni þar til hann fann heppilegt hús, og í þakklætisskyni fyrir gestrisnina Kí tcli e nAi d hrærivélin eróska- draumur hverrar húsmódur. Vélin fæst hjá Dráttarvélum h.f. og kaupfélögum landsins. Véladeild gaf hann henni litla höggmynd af sjálfum sér — sem hann setti á flygelinn. Hann var heima- gangur hjá henni og kom hve- nær sem hann lysti, pantaði ný húsgögn fyrir hana og lagaði garðinn, m.a. gerði hann sérstak- an fremri garð, sem Garbo fannst mikil einangrun af og var þakk- lát fyrir. Þau fóru saman í smáferðalög, sem stundum var hætt við í miðj- um klíðum, þegar konan með barðabreiða hattinn í tweetdragt- inn þekktist. Þá hópaðist fólkið að þeim og Garbo hvarf í skyndi í gamla bílnum hans Sörensens. Betur gekk þeim, þegar þau fóru saman í kvikmyndahús. f Beverly Hills var fjöldi smákvikmynda- húsa, og engum datt í hug, að í myrkrinu sæti Greta Garbo úti í salnum. Góðar kvikmyndir vildi Garbo sjá oftar en einu sinni. Eftirlætisleikari hennar var Gary Cooper, ef til vill vegna þess, að Gary lék venjulega hreinhjart- aða og sakleysislega karlmenn, sjálfkjörna verndara kvenna. Flestar konur, sem Garbo lék, þrá slíka vernd karlmannsins. Garbo varð glaðlegri og frjáls- legri í kátum félagsskap Wil- helms Sörensen. En svo urðu hon- um nokkur mistök á. Lesa mátti í Sunday Express, að í veizlu einni hefði hann svarað vini sín- um, sem spurði hann hvenær hann mundi kvænast Garbo: — Á morgun í Youma í Arizona. Þetta var auðvitað sagt í gamni, en vinurinn fór með þetta í blöð- VIKAN 37. tw.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.