Vikan


Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 43
 Losið lokið Berið áburðinn á Berið með sólanum Strjúkið yfir CHERRY BLOSSOM PADAWOX Skóáburðurinn í hentugu umbúSunum, sem skapar hreinlæti við notkun. Fljótlegt - Hreinlegt ■ Þægilegt HEILDSÖLUBIRGÐIRt KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. - SÍMI 24120. vasann úr svarta efninu og er hann um 15,5x13,5 sm. Sníðið hring um 11,5 sm. úr rauða efn- inu og saumið á vasann með víxl- saumi (Zig-Zag). Staðsetjið vas- ann eftir myndinni og saumið. Svuntan til hægri á myndinni er í bleikrauðum lit skreytt með rauðu, karrygrænu og græn- og bleikdropóttu efni. Hnappar yfir- dekktir og bryddingar sniðnar úr karrygrænu efni. Klippið neðan af sniðunum um grófu punktalín- una og kringið úr hálsmáli fram- stykkisins, einnig um grófu punktalínuna. Sníðið og hafið bakstykkið að tvöfaldri efnis- brúninni, en leggið til á fram- stykkið um 2 sm. fyrir útá- hneppu og 4—6 sm. fyrir barm- fóður. Saumið hliðarsaumana, brjótið barmfóðrin inn á röngu og mátið. Sníðið þá um 9 sm. breiðan renning neðan á svunt- una. Sníðið renninginn á ská úr tvöföldu efninu, eða beinan og einnig tvöfaldan, en þá þarf að rykkja hann örlítið við svunt- una. Sníðið skáband úr græna efninu og saumið yfir samskeyt- in. Búið til snið eftir skýringar- myndinni af blómi og blómapotti. Sníðið blómapottinn úr græn- og bleikdroppótta efninu, leggi og blöð blómsins úr því græna og krónuna úr því rauða. Staðsetjið þessa skreytingu eftir myndinni og saumið með víxlsaumi (Zig- Zag). Bryddið hálsmálið og nið- ur bananana með grænu ská- bandi í sömu breidd og lagt var yfir renningssamskeytin. Gangið frá handveginum með mjóum faldi. Saumið á hægra framstykki 8 hnappagöt og hafið um 3,5 sm. milli þeirra. Festið tölur gagnt hnappagötunum á vinstra fram- stykki. NÁTTÚRUBARN Framliald af bls. 13. rétt í þessu að selja sex myndir, sagði Bigelow, eins og það kæmi þó raunar ekki mólinu við, og rótaði í stöflunum. Bannister beið þess, að hann héldi ófram. — Mólara. Bannister tók upp eldspýtustokk og fitlaði við hann. Hann kveikti sér f sígarettu og steig ó eldspýtuna. _ Einmitt. Hvað heitir hann? — Og, hann býr hérna í nógrenn- inu um þessar mundir. Ég man aldrei stundinni lengur, hvað hann heitir. _ Gansevoort? _ Já, það var eitthvað því líkt. Það var langt nafn. Ég er slæmur að muna nöfn. Hann fletti hratt í myndastöflunum, eins og skrifstofu- maður leitar í möppu. Að lokum fann hann það, sem hann leitaði að, og setti það upp á borðið. — Þarna. Þetta er það, sem mig lang- aði að sýna yður. Hvernig lýzt yður á? _ Þetta er fallegt, sagði Bannist- er. _ Þetta þætti mér gaman að eiga. Hann fór aðeins fjær, og virti myndina lengi fyrir sér. Þetta var það langbezta, sem hann hafði séð eftir Bigelow. Þetta var landslag, svo sá gamli hafði einnig auga fyrir því. Litirnir voru sterkari, teikn- ingin betri, og þessi sérkennilega, barnalega fegurð kom vel fram — þetta ómeðvitaða, sem aðeins finnst hjá émenntuðum málurum og gat verið svo heillandi. Bann- ister áminnti sjálfan sig í hljóði, einmitt þessi frumstæði blær mynd- anna gat ruglað dómgreindina. Það var hætt við, að svona myndir væru ekki dæmdar á sama hátt og aðrar _ Þar sem þér selijð myndir yðar svona ódýrt, er bezt að ég . . . ég ætla að kaupa af yður tíu myndir. _ Af yður, sagði Bigelow og brosti breitt, — tek ég ekki gjald. Svo bar hann myndirnar út í bíl- inn fyrir Bannister. Um kvöldið raðaði Bannister þeim meðfram veggjunum í svefnherberg- inu sínu, skreið undir sæng með glas í hendinni og horfði rannsakandi á myndirnar, eina eftir aðra, og nuddaði á sér hökuna. Hann sá Bigelow fyrir sér hvað eftir annað, og það truflaði myndskoðunina. Hann sér sjálfan sig líklega nú þegar ( sunnudagsblaðinu um næstu helgi, hugsaði hann, hann og dótt- ir hans, eða á sýningarskránni: „Harry Bigelow, hinn nýjasti af svo- kölluðum náttúrubörnum Ameríku, sem málaði í sjö ár aðeins sér til ánægju og seldi myndir sínar fyrir einn dollar áhugasömum og þolin- móðum nágrönnum, krefst nú tvö þúsund og fimm hundruð dollara fyrir hvert málverk . . ." Bannister reis upp, blandaði sér annan drykk á náttborðinu, hallaði sér svo aftur út af með hönd undir kinn. „Lík- lega væri hann enn óþekktur, ef hinn glöggi og skarpskyggni lista- gagnrýnandi Charles Pratt Bann- ister, hefði ekki fyrir tilviljun rekizt á myndir Bigelows, meðan Bann- ister var í sumarleyfi skammt frá bóndabæ Bigelows, og þekkt undir eins hina ómeðvituðu, frumstæðu fegurð þeirra og list, sem setur Bigelow á bekk með fremstu nátt- úrubörnum Ameríku, svo sem John Kane, Patsy Santo, Grandma Moses og Horace Pippen . . ." Eða, eins og Herman Gansevoort kallar það, hugsaði Bannister og brosti ofan í glasið sitt, meðan hann gutlaði því í hring, — ruggustólsstílinn . . . Næsta dag fór Bannister yfir til Litchfield til þess að heimsækja gamla frænku sína, og það var ekki fyrr en þar næsta kvöld, sem hann skrapp til Larrabees til þess að ná í myndina sína. Það sem hann sá, þegar hann kom að sýningarborð- inu, hafði næstum sprengt úr hon- um augun. Súrsaða grænmetið var horfið, og á borðinu voru nú eingöngu málverk. Þegar hann keypti sót- rauða hestinn, voru aðeins þrjú málverk á borðinu. Nú voru þau fimmtán. Fjögur voru merkt með „seld". Verðið var nú frá fimm doll- urum upp í sautján og hálfan. Hann snerist á hæli, og sá tvo viðskipta- vini á launmæli við kaupmanninn. — Ég ætla að taka myndina mína, sagði Bannister og gekk í átt til dyranna. Kaupmaðurinn gekk í veg fyrir hann. — Á ég að pakka henni inn, hr. Bannister? spurði hann. Bannister sagði nei, hann tæki hana bara svona, og ætlaði að halda áfram, en einn viðskiptavinanna, kona, stöðvaði hann. — Hvenær ætlið þér að hafa sýninguna, hr. Bannister? Bannister opnaði munninn til að svara, þótt hann vissi vart hvað segja skyldi, þegar einn enn lang- aði til að vita, hve margar myndir hann hefði raunverulega keypt; suma minnti að ungfrú Bigelow hefði sagt tuttugu, aðrir höfðu frétt að hann hefði keypt um hundrað málverk. Bannister fannst hann vera staddur í vaggandi báti og gat ekki leitt hugann að neinu öðru en því, hve vandiega stúlkan hafði skipulagt — ekki aðeins hugsana- gang föður síns, heldur einnig alls nágrennisins, sem nú stóð and- spænis honum, Bannister, og áleit hann brúna milli dyngju af verð- lausum litum á verðlitlum striga og tvö þúsund og fimm hundruð doll- ara mynda. Loks kallaði einhver úr hinum enda búðarinnar, að ritstjóri staðarblaðsins hefði verið að reyna að ná tali af honum. Þá rankaði Bannister við sér, skauzt út úr búð- inni, upp í bílinn sinn og ók í flýti heim. Stuttu seinna hringdi hann í Gansevoort. — Halló, Herman, sagði hann. — Hvað er að frétta? Þeir skiptust á nokkrum einskisverðum kjaftasögum, og svo spurði Bannist- er: — Heyrðu, hvað finnst þér um myndir Bigelows? Það varð þögn. Svo spurði Gansevoort: — Hvers? — Bigelows. Bóndans, þarna niðri við þorpið. Keyptir þú ekki myndir af honum um daginn? — O, Bigelow, já. Þessi stelpa hefur legið í mér að koma að skoða þetta drasl. Nei, ég hef ekkert af því séð. En hún sagði mér, að þú hefðir mikinn áhuga fyrir myndun- um hans. Bannister hafði einu sinni séð kvikmynd, sem hét „Ein sekúnda í lífi kólibrífuglsins" þar sem mynd- in var sýnd svo_ hægt, að það tók þrjár mínútur að sýna þessi 60 vængjatök, sem kólibrífuglinn er sagður taka á einni sekúndu. Á sama, hæga og markvissa háttinn rifjaðist nú allt upp fyrir Bannister, allt frá því að stúlkan vék sér und- an því að svara spurningu hans um, hvort Gansevoort hefði séð eitthvað af myndum föður hennar, til hinn- ar skyndilegu verðhækkunar í verzl- un Larrabees. Gansevoort var að spyrja, hvað Bannister fyndist um málverkin. — Þau eru þokkaleg á sinn hátt. Ég meina, að þau eru frumstæð, og þú veizt . . . — O, guð, ég verð brjálaður af öllu þessu frumstæðal Það var að VIKAN 37. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.