Vikan


Vikan - 10.09.1964, Side 45

Vikan - 10.09.1964, Side 45
rétti mér tvo kaffiboila, til þoss að afgreiða tvo viðskiptavini, sem höfðu sezt niður í sólinni, við eitt borðanna fyrir utan, og ég, um leið og ég tók við þeim, sagði við hann lágri röddu: „Eigum við að hittast í kvöld? Ég hef boðið Amelíu að koma . . ." Hann hristi kaffikorg- inn úr pokanum, undir borðinu, fyllti mælinn af ilmandi kaffi, hleypti svolítilli gufu af vélinni og svaraði blátt áfram, án minnsta biturleika: „Mér þykir það leitt, en ég get það ekki í kvöld." Ég fór með bollana og fann að ég var vonsvikinn yfir því, að hann skyldi ekki geta komið um kvöld- ið og ætlaði ekki að nappa Amelíu frá mér eins og öllum hinum. LISTÍN ER DÝRT SPAUG í SVÍÞJÖÐ Framhald af bls. 27. einna bezt til, en aðeins s|ö eða átta eru einhvers virði. Þessir stað- ir eru svo eftirsóttir, að maður verð- ur að bíða í tvö eða jafnvel þrjú ár til þess að komast að. Á sumrin eru engar sýningar vegna þess að það er tilgangslaust. Þá eru Svíar gjarna suður á Mallorka eða ein- hversstaðar annarsstaðar í sumar- leyfum og enginn sækir sýningar, hvað þá að nokkuð seljist. Það er dauður tími fyrir málverkasýning- ar frá maílokum og fram í septem- berbyrjun. — Hversu hátt seljast málverk á sýningum í Stokkhólmi? — Það er að sjálfsögðu mismun- andi, en ef við tökum meðalstórt málverk eftir sæmilega þekktan málara, þá mundi það líklega vera verðlagt á 5 þúsund krónur sænsk- ar á sýningu. — Það eru rúmlega 40 þúsund íslenzkar krónur og talsvert hærra en sæmilega þekktir menn verð- leggja sínar myndir hér. En segðu mér annað: Nú eru fleiri stórar borg- ir í Svíþjóð en Stokkhólmur. Eru þær alveg dauðar að þessu leyti? Reynir enginn að sýna þar? — Ef maður sækist eftir því að auglýsa sig og verða þekktur, þá kemur varla önnur borg til greina en Stokkhólmur. Þar eru stærstu blöðin, sem birta að staðaldri mynd- listargagnrýni og Stokkhólmsblöðin eru lesin um allt land. Blöðin í Malmö eða Gautaborg eru hins veg- ar staðbundin. Þetta þýðir samt ekki, að myndlistarmenn haldi sig einvörðungu við Stokkhlóm. Margir fara borg úr borg og sýna, einkum til að selja verk sín. — En eru margir myndlistarmenn hjá ykkur, sem eru algerlega prof- essional, lifa af list sinni og hafa ekki aðra atvinnu? — Nei, þeir eru ótrúlega fáir. Ég veit það ekki nákvæmlega, en þeir eru sárafáir. Og sumir sem reyna það, lifa hundalífi. Það eru til mynd- listarmenn í Svíþjóð, sem búa við mmmmmmmmimnm. Yit'iSitlilÉtH SKOLAPENNI I Kr. 55, 3R EIKIIUIÆ FltAMLEIDDUR FFRIR YNGRI NEM- ENDUR, EN ER ÞÓ FULL BOÐLEGUR HVERJUM SEM ER. HANN EINKENNIST AF EINFALDRI EN VANDAÐRI SMÍÐI OG ER VIÐURKENNDUR OG VINSÆLL UM ALLAN HEIM. — ÞRÁTT FYRIR ÓTRÚLEGA SKRIFTARHÆFNI OG IRIDUM í PENNAODDI KOSTAR LINZ-SKÓLAPENNINN I AÐEINS 55 KR. ! ! ! — IRIDUM VARAPENNAODDAR KR. 19,50. LINZ-SKÓLAPENNARNIR ERU TRYGGIll „FÖRI NAl TAR“ NEM- ANDA UM ALLAN HEIM! SKOLAPENNI II Kr. 86,50, STENDUR HVAÐA SJALFBLEKUNGI SEM ER A SPORÐI. HIÐ ÞRAUTREYNDA BLEKHYLKJA- KERFI PENNANS TRYGGIR ÖRUGGA BLEKGJÖF HANDSLÍPAÐUR PENNAODDUR, SEM GERÐUR ER ÚR UNDRA- EFNINU IRIDUM TRYGGIR FRÁBÆRA SKRIFTARH.IÍFNI. LINZ- SKÓLAPENNINN II STENZT KRÖFUR YÐAR, EN KOSTAR AÐEINS KR. 86,50 ! I I BLEKHYLKIÐ KOSTAR KR. 1,90. HINAR V-ÞÝZKU LINZ RITFANGAVERSMIÐJUR ERU ÞEKKTAR AF VANDAÐRI, SÉRH/KFÐRI OG NÝSTÁRLEGRI FRAMLEIÐSLU. ÓLI A. BIELTVEDT JR. & CO. HÖFÐATÚNI 2.SÍMI 19150 RO. BOX 759 prestalité. .. ttí 11 iKir\ rni /n i T// I__jl* tl prestonte PRESTOLITE „THUNDERVOLT" eru útbúin sjálf- hreinsandi kveikjuoddi, sem fyrirbyggir sótmynd- un — þannig að neistinn er alltaf jafnsterkur — kostirnir eru: Auðveldari gagnsetning, aukin véiaorka, minni bensíneyðsia og lengri ending kertisins. — — Sendum í póstkröfu. — Þ. JONSSON & CO BRAUTARHOLTI 6 ■ SIMI 15362 ■ REYKJAVIK

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.