Vikan


Vikan - 10.09.1964, Síða 47

Vikan - 10.09.1964, Síða 47
grét hana fram ó vetur. Og enn er komið haust . . ." „Skömmu áður en Helena var myrt, hringdi einhver til hennar og hótaði henni dauða. Hún komst þannig að orði við mig, að þar væri Bridgeton komin á slóð sína. Hafið þér nokkra hugmynd um hvað hún átti við með því?" „Áreiðanlega einhver persónuleg einkamál. Konur eru þannig gerðar. Annnars þekkti ég Helenu Hoffman ekki neitt." „Var kunningskapur með henni og manni yðar?" „Nei, og spyrjið mig ekki hvers- vegna ég geti fullyrt það. Við skul- um lofa Luce að liggja í friði í gröf sinnni. Skiptir svo miklu máli hvernig fólk deyr? Við förum öll þá leiðina, fyrr eða síðar. Og nú finnst mér að ég hafi verið nægi- lega örlát við yður á þann tíma, sem ég á óiifað." Hún hringdi á þernuna. Ég hafði enn tíma til að hitt Hoff- man varðstjóra aftur, áður en ég héldi flugleiðis til Reno. Ég trúði ekki sögu frú Deloney. Spurningarn- ar, sem hún hafði ýmist vakið eða komið sér hjá að svara, stungust í huga mér eins og öngulsagnhöld og strengirnir lágu langt aftur í tim- ann. Ég knúði því enn dyra hjá Hof- man varðstjóra. Að þessu sinni var það ungur maður, sem opnaði dyrn- ar, nefmikill en hökusmár. Ég sagði til mín. „Ég heiti Ben Haggerty," sagði hann. „Ég á að líta eftir Hoffman, en hann hefur farið eitthvað, rétt á meðan ég brá mér frá. Hann hef- ur drukkið stöðugt í fullan sólar- hring, og hann hefur fengið drykkju- brjálæði áður." „Þér hafið enga hugmynd um hvert hann fór?" Haggerty strauk skeggbroddana, sem voru talsvert farnir að grána. „Hann var eitthvað að tala um það í morgun að fara þangað sem þau hjónin áttu heima fyrir tuttugu ár- um." „Og þar sem Deloney var skot- inn. „Já, en það hefur verið drykkju- þvaður. Hann átti þangað ekkert erindi." En þar fundum við hann samt — uppi á þaki með skammbyssu í hendi. Hann hafði farið í blá föt utan yfir náttfötin, og var vægast sagt allsvakalegur, eins og andlitið var útleikið eftir drykkjuna og hnefahögg hans sjálfs. Ég var ekk- ert hissa á því þó að Haggerty væri bersýnilega hræddur,- ég var sjálf- ur smeykur við þennan aldna jöt- unn og brennivínsberserk, þó að ég reyndi að láta ekki á bera og gengi til móts við hann. „Það er gott að mér berst liðs- auki," kallaði hann, þegar hann sá mig. ,,Ég finn hvergi vitnið, og nú er dóttir mín dauð, og allt fer beina leið norður og niður í hjólbörum á hvolfi . . ." „Það er annað en gaman við að fást. Má ég líta á skammbyss- una, hún gæti verið þýðingarmikið sönnunargagn." Hann leit fast á mig, vissi að allt voru þetta látalæti, bæði hjá mér og honum sjálfum, en vildi þó ekki viðurkenna það. „Nei, ég má ekki láta hana af hendi skammbyssuna, það er eins víst að morðinginn sé vopnaður." Ég vatt mér að honum og hrifs- aði af honum byssuna. Hann tók að kjökra. „Deloney snerti hana aldrei. Það voru þær eldri, sem hann girntist. Hún var saklaus og góð pabbastúlka. Hvað var það, sem hún lenti í?" Hann hneig niður, iðaði allur og engdist, þar sem hann lá á þakinu. „Það eru köngulærnar, sem bíta mig, ekkjukvikindin . . ." „Hver myrti Deloney, Hoffman?" „Ég gat aldrei komizt að raun um hver vann á honum . . . ekkjukvik- indin . . . þær bíta mig til blóðs . . ." Hann öskraði og tætti utan af sér fötin. Andartaki síðar bar að tvo lögregluþjóna, sem runnið höfðu á öskrin og könnuðust víst við rödd- ina. Að minnsta kosti þurftum við Haggarty ekki að blanda okkur neitt í viðureign þeirra og varðstjórans, þeir þekktu bersýnilega á yfirmann sinn, þegar hann var í þessum ham. Ég ræddi um hríð við Bert Hagg- erty áður en ég lagði af stað með flugvélinni. Hann sagði mér meðal annars hvernig þau hefðu kynnzt, hann og Helena. Hún hafði hlaup- izt að heiman, þegar hún var nítján ára gömul, sama sumarið og Delon- ey var skotinn, fengið vinnu við dag- blað í Chicagó, þar sem hann var einnig við starf. „Hafði hún verið ástfangin af Deloney?" spurði ég. „Það held ég varla. Hún hafði átt ástarævintýri við einhvern ung- an mann, gott ef hann hét ekki George?" „Lyftuþjónninn?" „Já, en hann var einnig bekkj- arbróðir hennar í menntaskólanum. Þetta var víst platonísk ást, eins og það mun kallað; þau lásu hvort fyrir annað Ijóð, sem þau orktu og þess háttar — það sagði hún mér að minnsta kosti, en ég var afbrýði- samur gagnvart endurminningum hennar um hann. Þangað til ég fékk aðra og raunverulegri ástæðu til afbrýðisemi." „Hvað eigið þér við með því, Haggerty?" „Hjónaband okkar var ekki sem skyldi. Heimanfylgja hennar var henni ógæfa og hún festi hvergi rætur. En þér megið ekki misskilja mig. Ég unni henni hugástum. Ég tók mér meira að segja far með flugvél til Reno í síðastliðnum mán- uði og reyndi að telja hana á að koma til mín aftur, en hún hafði þá þegar tekið saman við annan." Það stóðu tár í augum hans. Ég sárvorkenndi unga manninum, en spurði engu að síður hvar hann hefði verið síðastl iðið föstudags- kvöld. „Við kennslu í menntaskólanum heima. Ég get leitt vitni að því. Þér virðist ekki skilja, að ég unni konu minni." „Það gerði Othello einnig. Segið mér eitthvað um manninn — þenn- an í Reno." „Mér leizt ekki á hann, en það kann að hafa verið afbrýðisemi mín, sem gerði. Hann var yngri en ég, hraustlegri og snoppufríður var hann. Þóttist hafa verið íþróttagarp- ur í skóla." „Þér hittuð hann að máli?" „Jú, Helena sá um það. Náung- inn hafði íbúð á næstu hæð við hana og þannig kynntust þau." Framhald f næsta blaði. Framliald af bls. 25. en ég er hrædd um, að einhver sé að reyna að spila með mig, með bvi að gera mér slíkt boð. Þessi ágæti maður þekkir mig ekki vel, ef hann heldur, að með þessu geti hann unnið hylli mína. — Eruð þér þá svo vel stæð hér i París, að Þér getið fitjað upp á trýnið við svona tilboði? Mér hefur verið sagt, að eigur yðar hafi verið gerðar upptækar, og að Þér hafið selt vagnana yðar. Hvasst auga gömlu konunnar vék ekki af andliti Angelique. — Ég heyri, að þér hafið fengið góðar upplýsingar, Madame, en merg- urinn málsins er sá, aðl ég hef emn ekki tekið ákvörðun um að selja líkama minn. — Hver er að tala um það, asninn yðar? hvæsti hin. — Ég hélt að.... —• Pah! Þér getið tekið yður elskhuga, ef þér viljið, og látið það vera, ef þér viljið. Þér getið lifað eins og nunna, ef þér kjósið það. Yður stendur þetta til boða.og það er allt og sumt. — En — en eitthvað yrði ég að láta í staðinn? Hin kom ennþá nær henni, og tók um báðar hendur hennar: — Það er mjög einfalt, sagði hún í sama tón og amma, sem er að reyna að koma vitinu fyrir barnabarn sitt. — Þér setjist að í þessari dásamlegu höll. Þér farið til hirðarinnar. Þér farið til Saint-Germain. Þér farið til Fontainebleau. Myndi yðun ekki þykja gaman að þvi, að INNOXA Heimur legurð- ar í einu orði Mest selda steinpúflrið, sjö fallegir litir, Vel snyrt kona notar INNOXA Hljómplatan meS fjórlán Fóstbræðrum er aS slá öll sölumet íslenzkra hljómplatna enda er hér á ferS- inni einhver skemmtilegasta og vandaSasta hljómplatan um ára- bil. Á plötunni eru átta lagasyrpur, eSa alls 40 lög, og er þetta LP 33 snúningshraSa plata. Platan kostar kr. 325,00 og verS- ur ySur send hún um hæl, burS- argjaldsfrítt, ef þér sendiS tékka eSa póstávísun aS upphæS kr. 325,00 S€ - hljémplötur Box 1208 — Reykjavík VIKAN 37. tbl. — 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.