Vikan - 10.09.1964, Side 48
12 ára reynsla á
framleiðslunni
tryggir gæðin
*
*
Svíf þú inn í svefninn
f
a
springdýnu
frá
Ragnari Björnsyni h.f.
Dalshrauni 6 — Hafnarfirði — Sími 50397.
vera í hirðveizlum, að láta Þjóna yður, dekra við yður, daðra við yður?
Auðvitað getið þér, ef viljið, haldið áfram að kalla yður Madame de
Peyrac, — en ef til vill mynduð Þér líka vilja skipta um nafn — til
dæmis gætuð Þér kallað yður Madame de Sancé. Það hljómar mjög vel.
— Þegar þér færuð fram hjá, myndi fólkið segja:'„Þarna fer hin dá-
samlega Madame de Sancé.“ Finnst yður þetta ekki hljóma vel?
— Mér þykir fyrir því, sagði Angelique, og var nú orðin óþolinmóð,
— að einhver skuli álíta mig svo mikinn asna, að ég trúi því, að einhver
og einhver aðalsmaður vilji ausa auði sínum á mig, án þess að krefjast
einhvers i staðinn.
— Ho, ho! Það liggur nú samt við. Allt, sem I staðinn verður kraf-
izt af yður, er, að þér hugsið ekki framar um neitt annað en fötin yðar,
gimsteinana og skemmtanirnar. Er það svo erfitt fyrir fallega stúlku?
Þér skiljið mig, er það ekki? bætti hún svo við og hristi Angelique
mjúklega. — Þér hljótið að skilja.
Angelique starði eins og í leiðslu á nornárandlitið, loðna kinnina með
hvítum púðurskelium milli rauðlitaðra hrukkanna.
Það er verið að biðja mig að gleyma Joffrey, sagði hún við sjálfa
sig. Gleyma því, að ég er konan hans, hætta að verja hann, þurrka
minningu hans út úr huga mínum, gleyma öllu. Það er verið að biðja
mig að þegja — og gleyma....
Aftur sá hún fyrir sér litla eiturskrínið. Nú var hún viss um, að það
var upphafið að öllum þessum sorgleik. Hver gat haft áhuga á þögn
hennar? Flestir háttsettustu menn konungdæmisins: Monsieur Fouquet,
de Condé prins, allir aðalsmenn, sem áttu nöfn sín í litla skríninu.
Angelique hristi höfuðið kuldalega.
—• Mér þykir það leitt, Madame, en ég hlýt að vera óvenju heimsk,
því ég skil ekki eitt einasta orð af því, sem þér eruð að segja mér.
— Jæja, en hugsið samt um það, falleg mín. Hugsið um það, og svar-
ið mér svo. Bíðið samt ekki of lengi. Nokkra daga, eigum við ekki að
látal það nægja? Svona nú, falleg min, — haldið þér ekki, þegar allt
kemur til alls, að það sé betra að ganga að þessu en....
Hún hallaði sér alveg upp að Angelique og andaði inn í eyra hennar:
—• ...,en að glata lífinu?
32. KAFLI
— Getið þér imyndað yður, Monsieur Desgrez, hvers vegna ónefnd-
ur aðalsmaður býður mér dýrðlega höll utan við París og árlegan líf-
eyri upp á hundrað þúsund livres?
— Hvað er að heyra! svaraði lögfræðingurinn. — Ég imynda mér,
að það sé af sömu ástæðu og ef ég byði yður sömu kjör.
Angelique leit undrandi á hann, en roðnaði síðan lítið eitt undan djörfu
augnaráði unga mannsins. Hún hafði aldrei hugsað um lögfræðinginn
sinn í þesu ljósi. Nú datt henni allt i einu i hug, að slitnu fötin skýldu
sterklegum, velbyggðum líkama. Hann var ekki laglegur, með þetta
stóra nef og ójöfnu tennur, en líkamsorka hans geislaði; alls staðar út
frá honum. Fallot hafði sagt, að fyrir utan gáfurnar og námið, vantaði
hann hérumbil allt, sem nauðsynlegt væri til að gerast virðulegur lög-
fræðingur. Hann hagaði sér ekki á sama hátt og starfsbræður hans,
en hélt áfram að ramba á milli kránna, eins og meðan hann var að
læra. Þess vegna fékk hann alltaf þau mál, sem þurftu' rannsóknar á
þeim stöðum, sem hinir betri borgarar Rue Saint-Landry hikuðu við að
heimsækja, virðingar sinnar vegna.
— Nei, í alvöru talað, sagði Angelique. — Það er alls ekki það, sem
þér haldið. Ég skal breyta spurningunni: Hvers vegna hefur einhver
tvívegis reynt að myrða mig, sem var jafnvel enn öruggari aðferð til
þess að tryggja sér þögn mina?
Allt í einu fór dökkur skuggi yfir andlit lögfræðingsins.
—- Ah! Þetta er það, sem ég hef verið að bíða eftir, sagði hann.
Hann sat kæruleysislega á borðbrúninni í skrifstofu Fallots lögfræð-
ings, en reis nú á fætur og settist hátíðlega í stól gegnt Angelique.
—■ Madame, byrjaði hann. — Það getur verið, að ég sé ekki nægilega
lögfræðingslegur til þess, að þér getið borið traust til mín, þvi annars
hefðuð þér sennilega sagt mér þetta fyrr. Samt held ég ekki, að mágur
yðar hafi gert skyssu í því að mæla með mér, til starfa fyrir yður, því
mál eiginmanns yðar þarfnast frekar leynilögreglumanns, eða snuðrara
eins og ég hef orðið af illri nauðsyn, fremur en óbrigðullar þekkingar
á lögum og réttvísi. En ég verð að segja yður, að því aðeins get ég greitt
úr þessari flækju, að þér segið mér allt sem þér vitið. Og til þess að gera
langt mál stutt, hér er spurningin, sem hefur brunnið mér á tungu:
Hann reis á fætur, skimaði fram fyrir dyrnar, lyfti frá tjaldinu, sem
dregið var fyrir bókahillurnar, sneri sér svo aftur að ungu konunni
og spurði lágri röddu:
— Hvað er það, sem þér og eiginmaður yðar vitið, sem einn æðsti
maður konungdæmisins ber svona mikinn ótta af? Ég á við Monsieur
Fouquet.
Varir Angelique hvitnuðu. Hún starði í skelfingu á lögfræðinginn.
— Allt i lagi, ég sé, að það er eitthvað, sagði lögfræðingurinn. — Nú
sem stendur er ég að bíða eftir skýrslu frá njósnara, sem' er að reyna
að veiða eitthvað upp úr Mazarin. En annar kom mér á spor manns,
sem gengur undir nafninu Clément Tonnel, sem var einu sinni einka-
þjónn de Condé prins....
— Og yfirbryti í höllini okkar í Toulouse.
— Rétt er það. Þessi náungi stendun í nánu sambandi við Monsieur
Fouquet. 1 raun og veru vinnur hann eingöngu fyrir hann, þótt endrum
og eins fái hann háar fjárhæðir frá de Condé prinsi, fyrrverandi hús-
bónda sinum, sem hann sennilega þvingar út úr honum. Og svo kemur
næsta spurning: Gegn um hvern fenguð þér þetta tilboð um höllina
og lífeyrinn?
— Gegn um Madame de Beauvais.
— Eineygðu Kötu! Þá liggur þetta ljóst fyrir. Enda fannst mér þetta
mál bera stimpil Fouquet. Hann borgar þessari gömlu norn ærna summu
fyrir að vita öll leyndarmál hirðarinnar. Hún var áður njósnari Mazar-
ins, en hann reyndist ekki eins örlátur og yfirskattstjórinn. Og ég get
bætt þvi við, að ég hef einnig komizt á snoðir um, að önnur háttsett
persóna hefur svarið þess dýran eið, að koma bæði eiginmanni yðar
og yður sjálfri fyrir kattarnef.
— Og hver er það?
48
— VIKAN 37. tbl.