Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 2
Hrein frísk heilbrigö húð Það skiptir ekki móli, hvernig húð þér hafið! Það er engin húð eins. Hn Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allf sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þaffnast helzf. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrta húð. Smáir skammtar og stórir Ég var á gangi um miðbæinn s. 1. laugardagskvöld, þegar ég mætti gömlum kunningja og skólabróður. Hann vantaði tvo mánuði á tuttugasta og fyrsta árið og sagði mér sínar farir ekki sem sléttastar. Kvaðst hann alla sína hunds- og kattartíð, allt frá þvi hann var fermdur hafa fengið afgreitt vín á börum bæjarins eftir behag. Nú, þegar hann væri að því kominn að ná þessum lögboðna aldri, væru í hverjum dyrum einkennisklædd- ir delar, sem heimtuðu bevís upp á það að hann væri full- myndugur og fjár sins ráðandi. Sagði hann, af ef þessu liernað- arástandi létti ekki fljótt, fengi hann sér haglabyssu og tæki að plamma á alla templara, sem hann sæi, þeir ættu sök á þessu himinhrópandi ranglæti. Ég kvað já og amen við orðum lians og samsinnti því, að menn, sem greitt liefðu skatta sina vel og dyggilega í fimm ár og auk þess verið taldir fullboðlegir á vinnumarkaði síðustu sjö árin, ættu móralskt séð fullan rétt á þessum hlunnindum. Kunninginn kvaðst hafa stúd- erað drykkjusiði landans allítar- lega frá því hann fyrst mundi eftir sér og auk þess farið slatta um i heiminum og sagði mér i fúlustu alvöru, að þessi stefna lægi beint til glötunar. Til dæmis hefðu þeir menn, sem ólmuðust hest og dyggileg- ast í Þjórsárdalnum, helgina há allfrægustu, verið menn yfir tuttugu og eins árs gamlir og lítið væri hægt við þá að segja. Hann bablaði eitthvað um ein- hverja áfengislöggjöf, sem ein- hverjir þingmenn hefðu ein- hverntíma rætt á sjálfu Alþingi og mér skildist á honum, að jieir hefðn viljað lækka lág- marksaldur vínkaupenda niður í 18 ár, en tska þeim mun strangar á brotum. Þetta leizt mér að mundi verða liin gáfu- legasta löggiöf og öllum til bóta og bætlra lífskjara, en þá höfðu bara templarar orðið þetta lika litla reiðir og hara skrifrð þing- köllunum bréf. Þeir urðu þá skithræddir og mega aldrei ó- grátandi á ]>essa löggjöf minn- ast. B.S. 2 VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.