Vikan


Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 27

Vikan - 24.09.1964, Blaðsíða 27
SVEINN SÆMUNDSSON Sveinn Sæmundsson er blaðafulltrúi hjá Flugfélagi íslands. Konuna vil ég hafa heimilislega, dótturina frumlega og einkaritarann líka. VIKAN 39. tbl. — 27 EGILL BACKMANN Egill Bachmann, þúsundþjalasmiður, var á morgungöngu niður í bæ þegar við hittum hann. Þetta var nokkuð sérstæð morgunganga hjá Agli, en hann hafði ekki sofið neitt um nótt- ina. Ég var að vinna í alla nótt, sagði Egill. Já, já, ég skal svara spurning- unum, ég er alltaf til í grín. Mér finnst konan mín vera í öllum mynd- unum. Ég á fallega konu, það sé ég á myndunum. Dótturina vildi ég hafa í sama stíl, auðvitað. Einkaritarann vildi ég hafa algera andstæðu, annars væri maður alltaf heima. En það sem ann- ars þarf að skrifa, geri ég. GUNNAR BJARNASON Gunnar Bjarnason, bifreiðastjóri á Bæjarleiðum, svaraði á eftirfarandi hátt: Konuna vildi ég hafa heimilislega, dótturina líka og einkaritarann líka. Mér finnst þær heimilislegu nefnilega glæsilegastar. GARÐAR SÖLVASON í Súðavogi 16 er lítið bifreiðaverk- stæði. Þar vinnur Garðar Sölvason, réttingameistari. Hann sagði: Konuna vil ég hafa heimilislega, dótturina glæsilega, einkaritarann er heppilegast að hafa frumlega og ef ég ætti hjákonu þá mundi ég velja þá kynþokkafullu, segir Garðar og hlær við.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.